Markúsarguðspjall.

Æðsta boðorð

Þá kom til Jesú fræðimaður einn. Hann hafði hlýtt á orðaskipti þeirra og  fann að Jesús hafði svarað þeim vel. Hann spurði: ,,Hvert er æðsta allra boðorða?" Jesús svaraði: ,,Æðst er þetta: Heyr, Ísrael! Drottinn, Guð vor, hann einn er Drottinn. Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. Annað er þetta: Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig. Ekkert boðorð annað er þessum meira." Fræðimaðurinn sagði þá við Jesú: ,, Rétt er það, meistari, satt sagðir þú. Einn er Guð og enginn er Guð annar en hann. Og að elska hann af öllu hjarta, öllum skilningi og öllum mætti og elska náðungann eins og sjálfan sig, það er öllum brennifórnum og sláturfórnum meira." Jesús sá að hann svaraði viturlega og sagði við hann: ,,Þú ert ekki fjarri Guðsríki." Og enginn þorði framar að spyrja hann. Mark.12:28-34. 


Bæn dagsins

Vér vitum, að maðurinn réttlætist ekki af lögmálsverkum, heldur fyrir trú á Jesúm Krist. Og vér tókum trú á Krist Jesúm, til þess að vér réttlættumst af trú á Krist, en ekki af lögmálsverkum. Gal.2:16.

Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá. Matt.5:8.

Jesús sagði: ,,Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn." Jóh. 16:24.


Bloggfærslur 15. mars 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

224 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 95
  • Frá upphafi: 216273

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 71
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband