Markúsarguðspjall.

Guð lifenda

Saddúkear, sem neita því að upprisa sé til, komu til hans og sögðu við hann: ,,Meistari, Móse segir okkur í ritningunum að deyi maður barnlaus, en láti eftir eftir sig komu, skuli bróðir hans ganga að eiga ekkjuna og vekja honum niðja. Nú voru sjö bræður. Sá fyrsti tók sér konu en dó barnlaus. Annar bróðirinn gekk að eiga hana og dó barnlaus. Eins hinn þriðji og allir sjö urðu barnlausir. Síðast allra dó konan. Kona hvers þeirra verður hún í upprisunni þegar menn rísa upp? Allir sjö höfðu átt hana." Jesús svaraði þeim: ,,Er það ekki þetta sem veldur því að þið villist: þið þekkið ekki ritningarnar né mátt Guðs? Þegar menn rísa upp frá dauðum kvænast þeir hvorki en giftast. Þeir eru sem englar á himnum. En hafið þið ekki lesið í sögunni um þyrnirunninn í bók Móse að dauðir rísa upp? Guð segir við Móse: Ég er Abrahams, Guð Ísaks og Guð Jakobs. Ekki er hann Guð dauðra heldur lifenda. Þið villist stórlega." Mark.12:18-27.


Bæn dagsins.

Lofa þú Drottin, sála mín, og allt,sem í mér er, hans heilaga nafn, lofa þú Drottin,sála mín, og gleym eigi öllum velgjörðum hans. Sálm.103:1-2.

Jesús sagði: ,,Hús mitt á að vera bænahús, en þér gjörið það að ræningjabæli." Matt.21:13.

Jesús sagði: ,,Enginn getur séð Guðs ríki,nema hann fæðist að nýju."Jóh.3:3.


Bloggfærslur 14. mars 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

223 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.