Markúsarguðspjall.

Varnið þess ekki

Jóhannes sagði við hann: ,,Meistari, við sáum mann reka út illa anda í þínu nafni og vildum við varna honum þess af því að hann fylgdi okkur ekki." Jesús sagði: ,,Varnið honum þess ekki því að enginn gerir kraftaverk í mínu nafni og fer þegar á eftir að tala illa um mig. Sá sem er ekki á móti okkur er með okkur. Sannlega segi ég ykkur að hver sem gefur ykkur bikar vatns að drekka vegna þess að þið hafið játast Kristi, hann mun alls ekki missa af launum sínum. Mark.9:38-41.

Hverju skal til kosta?

Hverjum þeim sem tælir til falls einn af þessum smælingjum sem trúa væri betra að vera varpað í hafið með mylnustein um hálsinn. Ef hönd þín tælir þig til falls þá sníð hana af. Betra er þér handarvana inn að ganga til lífsins en hafa báðar hendur og fara til helvítis, í hinn óslökkvandi eld. (Þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.) Ef fótur þinn tælir þig til falls þá sníð hann af. Betra er þér höltum inn að ganga til lífsins en hafa báða fætur og verða kastað í helvíti. (Þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki.) Og ef auga þitt tælir þig til falls þá ríf það úr. Betra er þér eineygðum inn að ganga í Guðs ríki en hafa bæði augu og verða kastað í helvíti þar sem ormarnir deyja ekki og eldurinn slokknar ekki. Sérhver mun eldi saltast. Saltið er gott en ef saltið missir seltuna, með hverju viljið þið þá krydda það? Hafið salt í sjálfum ykkur og haldið frið ykkar á milli.." Mark.9:42-50.


Bæn dagsins.

Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt, rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar, og sjá þú, hvort ég geng á glötunarvegi, og leið mig hinn eilífa veg. Sálm.139:23-24.

Svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf einkason sinn, til þess að hver sem á hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. Jóh.3:16.

fyrst þér því eruð uppvaktir með Kristi, þá keppist eftir því, sem er hið efra, þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs. Hugsið um það, sem er hið efra, en ekki um þa, sem á jörðunni er. Kól.3:1-2.


Bloggfærslur 26. febrúar 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

223 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 216276

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband