markúsarguðspjall.

Þessi er minn elskaði sonur

Eftir sex dagar tekur Jesús með sér þá Pétur, Jakob og Jóhannes og fer með þá upp á hátt fjall að þeir væru einir saman. þar ummyndaðist hann fyrir augum þeirra og klæði hans urðu fannhvít og skínandi og fær enginn bleikir á jörðu svo hvítt gert. Og Elía og Móse birtust þeim og voru þeir á tali við Jesú. Þá tekur Pétur til máls og segir við Jesú: ,,Meistari, gott er að við erum hér. Gerum þrjár tjaldbúðir, þér eina, Móse eina og Elía eina." Hann vissi ekki hvað hann átti að segja enda urðu þeir mjög skelfdir. Þá kom ský og skyggði yfir þá og rödd kom úr skýinu: ,,Þessi er minn elskaði sonur, hlýðið á hann! Og jafnskjótt litu lærisveinarnir í kringum sig og sáu engan framar hjá sér nema Jesú einan. Á leiðinni ofan fjallið bannaði Jesús þeim að segja nokkrum frá því er þeir höfðu sér fyrr en Mannssonurinn væri risinn upp frá dauðum. Þeir festu orðin í minni og ræddu um hvað væri að rísa upp frá dauðum. Og þeir spurðu hann: ,,Hví segja fræðimennirnir að Elía eigi fyrst að koma?"  Jesús svaraði þeim: ,,Víst kemur Elía fyrst og færir allt í lag. En hvernig er ritað um Mannssoninn? Á hann ekki margt að líða og verða smáður' En ég segi ykkur. Elía er kominn og þeir gerðu honum allt sem þeir vildu, eins og ritað er um hann." Mark.9:2-13.


Bæn dagsins.

Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki. Sjá, ég hefi rist þig í lófa míns. Jes.49:15-16.

Treystu Drottni af öllu hjarta, en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Orðskv.3.5.

Meistarinn er hér og vill finna þig. Jóh.11:28.


Bloggfærslur 20. febrúar 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

223 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 216275

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband