Markúsarguðspjall.

Syndir fyrirgefnar

Nokkur dögum síðar kom Jesús aftur til Kapernaúm. Þegar fréttist að hann væri heima söfnuðust þar svo margir að hvergi var lengur rúm, ekki einu sinni fyrir dyrum úti. Og Jesús flutti þeim orðið. Þá er komið með lama mann og báru fjórir. Þegar þeir gátu ekki komist með hann til Jesú fyrir fólkinu rufu þeir þekjuna uppi yfir honum, grófu þar í gegn og létu síga ofan rekkjuna sem hinn lami lá í. þá er Jesús sé trú þeirra segir hann við lama manninn: ,,Barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar." Þar sátu nokkir fræðimenn og hugsuðu með sjálfum sér: ,,Hví mælir þessi maður svo? Hann guðlastar. Hver getur fyrirgefið syndir nema Guð einn? Samstundis skynjaði Jesús að Þeir hugsuðu þannig með sér og hann sagði við þá: ,,Hví hugsið þið slíkt í hjörtum ykkar? Hvort er auðveldara að segja við lama manninn: Syndir þínar eru fyrirgefnar, eða segja: Statt upp, tak rekkju þína og gakk? En til þess að þið vitið að Mannssonurinn hefur vald til að fyrirgefa syndir á jörðu, þá segi ég ykkur," - og nú tala hann við lama manninn: ,,Statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín." Maðurinn stóð upp, tók jafnskjótt rekkjuna og gekk burt í allra augsýn svo að allir voru furðu lostnir lofuðu Guð og sögðu: ,,Aldrei áður höfum við þvílíkt séð." Markú.2.1-12.


Bæn dagsins.

Varðveit líf mitt og fresa mig, lát mig eigi verða til skammar, því að hjá þér leita ég hælis.Sálm.25:20.

Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Matt. 22:37.


Bloggfærslur 21. janúar 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

223 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 216284

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 69
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband