Markúsarguðspjall.

Í Kapernaúm

Þeir koma til Kapernaúm. Og hvíldardaginn gekk Jesús í samkunduna og kenndi. Menn urðu mjög snortnir af orðum hans því að hann kenndi þeim eins og sá er vald hefur og ekki eins og fræðimennirnir. Það var í samkundu þeirra maður haldinn óhreinum anda. Hann æpti: ,,Hvað vilt þú okku, Jesús frá Nasaret? Ert þú kominn að tortíma okkur? Ég veit hver þú ert, hinn heilagi Guðs." Jesús hastaði þá á hann og mælti: ,,Þegi þú og far út af honum." Þá teygði óhreini andinn manninn, rak upp hljóð og fór út af honum. Sló felmtri á alla og hver spurði annan: ,,Hvað er þetta? Hann kennir á nýjan hátt. Það er eins og hann búi yfir guðlegum mætti! Hann skipar jafnvel óhreinum öndum og þeir hlýða honum." Og orðstír hans barst þegar um alla Galíleu. Mark.1.21-28.


Markúsarguðspjall.

Fyrstu lærisveinar

Jesús var á gangi með fram Galíleuvatni og sá Símon og Andrés, bróður Símonar, vera að kasta netum í  vatnið en þeir voru fiskimenn. Jesús sagði við þá: ,,Komið og fylgið mér og mun ég láta ykkur menn veiða." Og þegar í stað létu þeir eftir netin og fylgdu honum. Jesús gekk skammt þaðan og sá Jakob Sebedeusson og Jóhannes, bróður hans, og voru þeir einnig á báti að búa net. Jesús kallaði þá og þeir yfirgáfu Sebedeus föður sinn hjá daglaunamönnunum í bátnum og fylgdu honum. Mark.1.16-20.


Bæn dagsns.

Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa.Jes.40:29.

Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. Efes.6:10.


Bloggfærslur 16. janúar 2022

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

223 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 94
  • Frá upphafi: 216285

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband