Færsluflokkur: Trúmál

Bæn dagsins...

Til söngstjórans. Davíðssálmur.

 

Heyr, Guð, raust mína er ég kveina, varðveit líf mitt fyrir ógnum óvinarins, skýl mér fyrir flokki illmenna, fyrir illvirkjamúg er hvetur tungur sínar sem sverð, miðar eitruðum orðum líkt og örvum til þess að skjóta úr launsátri á hinn ráðvanda, þeir hæfa hann óvænt, hvergi hræddir. Þeir eggja hver annan með illyrðum, ráðgast um að leggja snörur, spyrja: ,,Hver getur séð oss?" Þeir áforma glæpi, leyna lævísum brögðum. Hyldýpi er hugur manns og hjarta. Þá skýtur Guð ör gegn þeim, óvænt verða þeir sárir og tunga þeirra verður þeim að falli.

Hver sem sér þá hristir höfuðið og allir fyllast skelfingu.

Þá mun hver maður óttast, kunngjöra dáðir Guðs og gefa gætur að verkum hans. Hinn réttláti gleðst yfir Drottni og leitar hælis hjá honum og allir hjartahreinir munu sigri hrósa. Amen.

Sálm:64:2-11


Bæn dagsins...

Sálmur eftir Davíð þá er hann var í Júdaseyðimörk.

Drottinn, þú ert minn Guð, þín leita ég. Sál mína þyrstir eftir þér, hold mitt þráir þig, í vatnslausu landi, skrælnuðu af þurrki. Þannig hef ég litast um eftir þér í helgidóminum til að sjá mátt þinn og dýrð. Miskunn þín er mætari en lífið. Varir mínar skulu vegsama þig. Þannig mun ég lofa þig á meðan ég lifi, hefja upp hendurnar í þínu nafni. Ég mettast eins og af feitmeti og með fagnandi vörum lofar þig munnur minn þá er ég minnist þín í hvílu minni, hugsa um þig á næturvökunum. Því að þú komst mér til hjálpar, í skugga vængja þinna fagna ég. Sál mín heldur sér fast við þig, hægri hönd þín styður mig. Þeir sem sækjast eftir lífi mínu munu sjálfir hverfa í djúp jarðar. Þeir munu verða  ofurseldir sverðseggjum, verða sjakölum að bráð.

En konungurinn mun gleðjast yfir Guði, hver, sem sver við hann, skal fagna af því að munni lygaranna verður lokað. Amen.

Sálm:63:2-12


Bæn dagsins...

Hjá Guði einum hlýtur sál mín hvíld því að frá honum kemur von mín. Hann einn er klettur minn og hjálpræði, vígi mitt, mér skrikar ekki fótur. Hjá Guði er hjálpræði mitt og vegsemd, minn örugga klett og athvarf mitt hef ég í Guði. þjóð, treyst honum ávallt, úthall hjarta þínu fyrir honum. guð er oss athvarf. Hégóminn einn eru mennirnir, tál eru mannanna börn, á metaskálunum lyftast þeir upp, einber hégómi eru þeir allir saman. Treystið ekki á ofbeldi, alið ekki fánýta von til rændra muna. Þótt auðurinn vaxi, þá reið þig ekki á hann.

Eitt hefur Guð sagt, tvennt hef ég heyrt: Hjá Guði er máttur og hjá þér, Drottinn, er miskunn því að þú geldur sérhverjum eftir verkum hans. Amen.

Sálm:62:6-13         

 


Bæn dagsins...

Hjá Guði einum hlýtur sál mín hvíld, frá honum kemur hjálpræði mitt. Hann einn er klettur minn og hjálpræði,vígi mitt, mér skrikar ekki fótur. Amen.

Sálm:62:2-3


Gleðileg ár...

IMG_20241119_120332Ég óska öllum sem hafa lesi blogg mitt og fl, Gleðilegt nýtt ár 2025

og þakkað fyrir ári 2024 sem er að líða

 Kær Kveðja

  Gunnlaugur H Halldórsson.


Bæn dagsins...

Fjórða Bók

Bæn guðsmannsins Móse.

Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. amen.

Sálmarnir:90:1-2

 


Bæn dagsins...

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? 

Með því að gefa gaum að orði þínu.

Sálmarnir:119:9


Bæn dagsins...

Dómur yfir Jerúsalem

Hin trúfasta borg er orðin skækja, hún sem var full af réttvísi. Fyrrum bjó réttlæti í henni en nú morðingjar. Silfur þitt er orðið að sora, vín þitt blandað vatni. Leiðtogar þínir eru uppreisnarmenn og lagsmenn þjófa. Allir eru þeir mútuþægir og sækjast eftir gjöfum. Þeir reka ekki réttar munaðarlausra og málefni ekkjunnar koma ekki fyrir þá. Þess vegna segir Drottinn allsherjar, hinn voldugi í Ísrael: Vel, ég mun svala mér á andstæðingum mínum, hefna mín á óvinum mínum. Ég ætla að snúa hendi minni gegn þér og hreinsa úr þér sorann með lút og skilja frá allt blýið. Þá mun ég fá þér dómara eins og þá sem voru í öndverðu og ráðgjafa líka þeim sem voru í upphafi. Eftir það verður þú nefnd Borg réttlætisins, Virkið trúfasta. Síon verður frelsuð með réttvísi og meðréttlæti þeir sem iðrast. En lögbrjótar og syndarar verða upprættir og þeim sem yfirgefa Drottin verður eytt. Þér munuð skammast yðar fyrir eikurnar sem þér hafið  mætur á og roðna af blygðun vegna garðanna sem þér kusuð yður. Þér verðið sjálfir eins og eik með visnuðu laufi, eins og lundur án vatns. Þá verður hinn voldugi að hálmi og verk hans neisti, hvort tveggja brennur í senn og enginn til að slökkva. Amen.

Jesaja:1:21-31


Bæn dagsins...

Fánýtar fórnir

Heyrið orð Drottins, höfðingjar Sódómu. Hlýðið á leiðsögn guðs vors, íbúar Gómorru: Hvað varða mig yðar mörgu sláturfórnir? spyr Drottinn. Ég hef fengið of mikið af brennifórnum hrúta og feiti alikálfa, í blóð úr nautum, lömbum og geitum langar mig ekki. Þegar þér komið til að líta auglit mitt, hver hefur þá beðið yður að traðka forgarða mína? Færið mér ekki framar fánýtar kornfórnir, reykelsi er mér viðurstyggð. Tunglkomudagar, hvíldardagar og hátíðarsamkomur, ég þoli ekki að saman fari ranglæti og hátíðarglaumur. Ég hata tunglkomudaga yðar og hátíðir, þær eru mér byrði,ég er orðinn þreyttur á að bera þær. Þegar þér lyftið höndum yðar í átt til mín loka ég augunum og þótt þér biðjið margra bæna heyri ég ekki. Hendur yðar eru ataðar blóði. Þvoið yður! Hreinsið yður! Fjarlægið illvirki yðar frá augum mínum. Hættið að gera illt, lærið að gera gott, leitið réttarins, hjálpið hinum kúgaða. Rekið réttar munaðarleysingjans. Verjið mál ekkjunnar. Komið vér skulum eigast lög við, segir Drottinn. Þó að syndir yðar séu sem skarlat skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri skulu þær verða sem ull. Ef þér eruð auðsveipir og hlýðnir skuluð þér njóta landsins gæða en séuð þér óhlýðnir og þrjóskir verðið þér sverði bitnir. Munnur Drottins hefur talað það. Amen.

Jesaja:1:10-20

 


Bæn dagsins...

Fyrsti Hluti

 

 

Vitrun Jesaja Amotssonar um Júda og Jerúsalem sem hann fékk í stjórnartíð Ússía, Jótams, Akasar og Hiskía, konunga í Júda.

Drottinn ákærir þjóð sína

Heyr þú, himinn, hlusta þú, jörð, því að Drottinn talar. Ég hef fóstrað börn og alið þau upp en þau hafa brugðist mér. Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns en Ísrael þekkir ekki, fólk mitt skilur ekki.

Vei syndugri þjóð, lýð sem hlaðinn er misgjörðum, niðjum illræðismanna, spilltum börnum. Þér hafið yfirgefið Drottin, hafnað Hinum heilaga Ísraels og snúið baki við honum. Hvar má enn ljósta yður sem sífellt eruð fráhverfir? Höfuðið er allt í sárum, hjartað allt sjúkt. Frá hvirfli til ilja er ekkert heilt, hvarvetna mar, undir og opin sár sem hvorki eru hreinsuð né bundið um né mýkt með olíu. Land yðar er auðn, borgirnar brenndar. Fyrir augum yðar gleypa útlendingar akurland yðar, það er eyðimörk líkt og varð þegar Sódómu var eytt. Dóttirin Síon er ein eftir eins og skýli í víngarði, eins og afdrep á gúrkuakri, eins og umsetin borg. Hefði Drottinn allsherjar ekki látið oss eftir örfáa sem björguðust, hefðum vér orðið eins og Sódóma, líkst Gómorru. Amen.

Jesaja:1:2-9


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

124 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 93
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 68
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband