Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bæn.

images (11)Bæn dagsins:

Ég bið að ég beri í dag svo mikið traust til Guðs, að ég óttist ekki neitt að ráði. Ég bið að ég sé þess fullviss að Guð muni annast um mig þegar til lengdar lætur.

Guð hefir gefið oss eilíft líf, og þetta líf er í syni hans. Sá, sem hefir soninn á lífið, sá, sem hefir ekki Guðs son á ekki lífið. 1.Jóh.5:11-12.

Gjörið því iðrun og snúið yður, að syndir yðar verði afmáðar. Post.3:19.


Bæn.

1493278_249735218525446_204803893_nBæn dagsins:

Ég bið að mér takist að móta eitthvað gott úr lífi mínu. Ég bið að ég verði góður handverksmaður þess efniviðar, sem mér hefur verið fenginn.

Verið ekki hugsjíkir um neitt, heldur gjörið í öllum hlutum óskir yðar kunnar Guði með bæn og beiðni og þakkargjörð. Og friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun varðveita hjörtu yðar og hugsanir yðar í Kristi Jesú. Fil.4:6-7.

Jesús sagðu: ,,Hverja þá bæn, sem tveir yðar verða einhuga um á jörðu, mun faðir minn á himnum veita þeim.'' Matt.18:19.


Bæn.

1380006_10152058697558724_1256149462_nBæn dagsins:

Ég bið að ég hafi ekki áhyggjur af takmörkunum hugarheims míns mannlega huga. Ég bið að mér sé unnt að lifa sem væri hugur minn endurspeglun af himneskri hugsun.

Skapa í mér hreint hjarta, ó, Guð, og veit mér af nýju stöðugan anda. Sálm.51:12.

Þreytumst ekki að gjöra það, sem gott er, því að á sínum tíma munum vér uppskera, ef vér gefumst ekki upp. Gal.6:9.


Bæn.

hqdefaultBæn dagsins:

Ég bið að í dag velji ég leið hins andlega lífs. Ég bið að í dag lifi ég í trú, von og kærleika.

Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Sálm.119:105.

Jesús sagði: ,,Sá ber mikinn ávöxt, en án mín getið þér alls ekkert gjört.'' Jóh.15:5.


Bæn.

images (1)Bæn dagsins:

Ég bið að ég leiti ekki hamingjunnar heldur leitist við að gera rétt. Ég bið að égmuni síður sækjast eftir nautnum heldur velja það, sem færir mér sanna hamingju.

Hvern á ég annars að á himnum? Og hafi ég þig, hirði ég eigi um neitt á jörðu. Þótt hold mitt og hjarta tærist, er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilífð. Sálm.73:25-26,


Bæn.

images (4)Bæn dagsins:

Ég bið að ég hafi kjark til að taka leiðum dögum. Ég bið að ég hafi trú á því að upp birti á ný

Gjörið iðrun, himnaríki er í nánd. Matt.4:17

Þakkið alla hluti, því að það er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú. 1. þess.5:18.


Bæn.

images (8)Bæn dagsins:

Ég bið að ég fái að eiga þennan griðasstað áfram, þar sem ég kemst í einingu við Guð. Ég bið að ég megi endurnærast við að hugleiða eilífðina.

Jesús sagði: ,,Sælla er að gefa en þiggja.'' Post.20:35.

Sælir eru hjartahrein, því að þeir munu Guð sjá. 5:8


Bæn.

993464_10152057120278724_574680160_nBæn dagsins

Ég bið að ég velji rétt í dag. Ég bið að mér verði sýnt hvernig ég á að lifa lífinu rétt í dag.

Eigi lifir maðurinn á einu saman brauði, heldur á hverju því orði, sem fram gengur af Guðs munni. Matt.4:4.

Jesús sagðy: ,,Yðar himneski faðir veit, að þér þarfnist alls þessa. En leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta veitast yður að auki.'' Matt.6:32-33.


Bæn.

images (9)Bæn dagsins:

Ég bið að kærleikurinn hreki óttan úr lífi mínu. Ég bið að óttinn leggi á flótta fyrir kærleiksmætti Guðs.

Jesús sagði: ,,Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni.'' Jóh.10:27-28.

Trúr er Guð, sem, yður hefir kallað til samfélags sonar síns, Jesú Krists vors. 1.Kor.1:9.


Bæn.

annaBæn dagsins:

Ég bið að ég þiggi þennan dag sem Guðs gjöf. Ég bið að ég verði Guði þakklátur fyrir hann og llifi hann glaður.

 Guð skal reynast sannorður, þótt sérhver maður reyndist lygari. Róm.3:4

Augu Drottins hvarfla um alla jörðina, til þess að hann meegi sýna sig máttkan þeim til hjálpar, sem eru heils hugar við hann. 2.Kron.16:9.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

159 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 85
  • Frá upphafi: 217195

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.