Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bæn.

5.2.2014. Bæn dagsins:

Ég bið að ég megi rækta anda minn af staðfestu. Ég bið að slík iðkun færi mér andlegan þroska.

Jesús sagði: ,,Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.'' Matt.7:7.


Bæn.

4.2.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég reiði mig í auknum mæli á Guð. Ég bið að ég geti stuðst við mátt Guðs og því varpað frá mér hækjunni sem áfengið er mér.

Sæll er hver sá, er óttast Drottin, er gengur á hans vegum. Já, afla handa þinna skalt þú njóta. Sæll ert þú, vel farnast þér. Sálm.128:1-2.


Bæn.

3.2.2014.anna.Bæn dagsins:

Ég bið að ég megi styrkja trú mína dag frá degi. Ég bið að traust mitt á mætti Guðs fari vaxandi.

Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðunur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið! 4.Mós.6:25-26.


Bæn.

2.2.2014. anna heiða.Bæn dagsins:

Ég bið að ég fái gert allt sem í mínu valdi stendur til að þykja vænt um aðra, þrátt fyrir galla þeirra. Ég bið eins og ég auðsýni kærleika, verði ég aðnjótandi hans.

Á hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, og á hjálpræðis degi hjálpaði ég þér. 2.Kor.6:2.


Bæn.

1.2 2014. anna.Bæn dagsins:

Ég bið að ég spilli ekki lífi mínu með kvíða, áhyggjum og eigingirni. Ég bið að ég öðlist glaðværð, þakklæti og auðmýkt hjartans.

Hann, sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum? Róm.8:32.


Bæn.

31.1.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég taki þjáningum mínum, sársauka og ósigri með þolimæði.

Hvað segir ritningin: ,,Abraham trúði Guði, og það var reiknað honum til réttlætis.'' Róm.4:3.

Um Jesúm: ,,Ekki er hjálpræðið í neinum öðrum. Og ekkert annað nafn er mönnum gefið um víða veröld, sem getur frelsað oss.'' Post.4:12.


Bæn.

30.1.2014.anna.Bæn dagsins:

Ég bið að mér hlotnist sálarstyrkur, svo að ég finni æðruleysið. Ég bið að sál mín endurnærist í friði.

Orð Guðs er lifandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði og smýgur inn í innstu fylgsni sálar og anda, liðamóta og mergjar, það dæmir hugsanir og hugrenningar hjartans. Heb.4:12.

.


Bæn.

29.1.2014. anna.Bæn dagsins:

Ég bið að mér auðnist að setja traust mitt á Guð, því að hann ætlar lífi mínu markmið. Ég bið að ég megi lifa lífi mínu samkvæmt vilja Guðs.

Ég fulltreysti einmitt því, að Guð, sem byrjaði í yður góða verkið muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists. Fil.1:6.


bæn.

28.1.2014.anna.Bæn dagsins:

Ég bið að ég verði hvorki uppgefinn, dapur né vonsvikinn. Ég bið aðmér auðnist að feta hinn þrönga stíg, en bindi ekki traust mitt við háttu heimsins.

Þú ert skjól mitt, þú leysir mig úr nauðum, með frelsisfögnuði umkringir þú mig. Sálm.32:7.

Hann veitir kraft hinum þreytta og gnógan styrk hinum þróttlausa. Jes.40:29.


Bæn.

27.1.2014.anna.Bæn dagsins:

Ég bið að ég losni við ótta og gremju en öðlist þess í stað frið og æðruleysi. Ég bið að ég megi hreinsa líf mitt af öllu illu, svo að hið góða komi í staðinn.

Jesús sagði: ,, Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður.'' Matt.5:44.

Trúin er fullvissa um það, sem menn vona, sannfæring um þá hluti, sem eigi er auðið að sjá. Heb.11:1.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

160 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 9
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 90
  • Frá upphafi: 217187

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband