Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bæn.

7.3.2014Bæn dagsins:

Ég bið að ég reyni af öllum mætti að gera vilja Guðs. Ég bið, að ég geri allt sem ég get til að hjálpa öðrum að átta sig á  Guðs vilja.

Jesús sagði: ,,Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið þvíherra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.'' Matt.9:37-38.

Drottinn agar þann, sem hann elskar, og hirtir harðlega hvern þann son, er hann að sér tekur. Þolið aga. Heb.12:6-7.


Bæn.

6.3.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég vinni fyrir Guð og með honum. Ég bið, að Guð hjálpi mér til að hjálpa öðrum.

Sæll er sá maður, sem stenzt freistingu, því að þegarhann hefir reynzt hæfur, mun hann öðlast kórónu lífsins, sem Guð hefir heitið þeim, er elska hann. Jak.1:12.


Bæn.

5.3.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég sé óhræddur. Ég bið, að ég geti úthýst öllum ótta úr lífi mínu.

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.

Farmar ber að hlýða Guði en mönnum.


Bæn.

4.3.2014Bæn dagsins:

Ég bið að ég verði óeigingjarnari, heiðvirðari, sannari og kærleiksríkari en áður. Ég bið að dag hvern velji ég réttu leiðina.

Jesús sagði: ,,Upskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar.'' Matt.9.37-38.

Á hagkvæmri tíð bænheyrði ég þig, og á hjálpræðis degi hjálpaði ég þér. 2.Kor.6:2


Bæn.

3.3.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég sjái merki um framför mína á nýrri lífsbraut. Ég bið, að ég haldi alltaf áfram viðleitni minni til þroska.

Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. Róm.3:23-24.


Bæn.

2.3.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég finni að máttur Guðs býr í mér. Ég bið að með hjálp hans geti ég tekist á við það sem að höndum ber.

Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn og heimili þitt. Post.16:31.

Jesús sagði: ,,Óttast ekki, trú þú aðeins.'' Mark.5:36.


Bæn.

1.3.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að andi Guðs verði mér fyrir öllu. Ég bið, að hann dafnihið innra með mér.

Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. Efes.6:10.

Ég og ættmenn mínir munum þjóna Drottni. Jós.24:15.

Sjá, hönd Drottins er eigi svo stutt, að hann geti ekki hjálpað, og eyra hans er ekki svo þykkt, að hann heyri ekki. Jes.59:1.

 


Bæn.

28.2.2014.Bæn dagsins:

Ég bið að ég verji meiri tíma einn með Guði. Ég bið að slíkar stundir veiti mér vaxandi styrk og fögnuð, sem auki gildi vinnu minnar.

Ef vér lifum, lifum vér Drottni, og ef vér deyjum, deyjum Drottni. Hvort sem vér þess vegna lifum eða deyjum, þá erum vér Drottins. Róm.14:8.


Bæn.

27.2.2014 anna heiða.Bæn dagsins:

Ég bið að höfgi gremju, áhyggna og ótta létti. Ég bið, að heilbrigði gleði, friður og æðruleysi komi í staðnn.

Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki. Sjá, ég hefi rist þíg í lófa mína.  Jes. 49:15-16.


Bæn.

26.2.2014Bæn dagsins:

Ég bið að ég öðlist skilning á því, að hjá Guði sé allt sem ég þarfnast. Ég bið að ég skilji að máttur Guðs stendur mér ætíð til boða.

Drottinn bíður þess að geta miskunnaðyður og heldur kyrru fyrir, unz hann getur líknað yður. Því að Drottinn er Guð réttlætis. Sælir eru allir þeir, sem á hann vona. Jes.30:18.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

161 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.7.): 11
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 88
  • Frá upphafi: 217176

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.