Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bæn.

05 10 ´16.

Og hver sem hefur yfirgefið

heimili, bræður eða systur, föður eða móður,

börn eða akra sakir nafns míns,

mun fá margfalt aftur og öðlast eilíft líf. matt.19,29.

 


Bæn.

02 10 ´16

Hinir réttlátu gróa sem pálminn,

vaxa sem sedrustréð á Líbanon. sálm.92,13.

Þeir eru gróðursettir í húsi Drottins,

gróa í forgörðum Guðs vors. sálm.92,14.


Bæn.

1.10 ´16

Drottinn er minn hirðir, mig mun

ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann mig hvílast,

leiðir mig að vötnum, 

þar sem ég má næðis njóta.

Hann hressir sál mína,

leiðir mig um rétta vegu

fyrir sakir nafns síns. sálm.23,1-3.


Bæn.

30 09 ´16.

Hún hugsaði með sér: ,,Ef ég fæ aðeins snert klæði hans, mun ég heil vera.´´

Jesús sneri sér við, og er hann sá hana, sagði hann: ,,Vertu hughraust, dóttir, trú þín hefur bjargað þér.´´Og konan varð heil frá þeirri stundu. matt.9,21-22.


Bæn.

28 09 ´16.

Því að Drottinn hefir þóknun á lýð sínum,

hann skrýðir hrjáða með sigri. sálm.149,4.

 


Bæn.

27 09 ´16.´

Seg við þá: Svo sannarlega sem ég lifi, - segir Drottinn

Guð - hefi ég ekki þóknun á dauða hins óguðlega,heldur að

hinn óguðlegi hverfi frá breytni sinni og haldi lífi.

Snúið yður, snúið yður frá yðar vondu breytni! Hvi

viljið þér deyja, Ísraelsmenn? Esek.33,111.


Bæn .

27 september 2016

Drottinn er minn hirðir, mig mun 

ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann mig

hvílast,

leiðir mig að vötnum,

þar sem ég má næðis njóta.

Hann hressir sál mína,

leiðir mig um rétta vegu

fyrir sakir nafns síns.

Jafnvel þótt ég fari um dimman dal,

óttast ég ekkert illt,

því að þú ert hjá mér.

sproti þinn og stafur hugga mig.

Þú býr mér borð

frammi fyrir fjendum mínum,

þú smyr höfuð mitt með olíu,

bikar minn er barmafullur.

Já gæfa og náð fylgja mér

alla ævidaga mína,

og í húsi Drottins bý ég

langa ævi.

 

 

 

 


Bæn.

26 09 16.

Kærleiki Krists knýr oss, 

Því að vér höfum ályktað svo: EF

einn, er dáinn fyrir alla þá eru þeir allir

dánir. Og hann er dáinn fyrir alla, til þess

að þeir, sem lifa, lifi ekki framar sjálfum

sér, heldur honum, sem fyrir þá er dáinn

og upprisinn. kor.5,14-15


Bæn.

25.09.´16.

Þér eruð ljós heimsins. Borg, sem á

fjalli stendur, fær ekki dulist. Ekki

kveikja menn heldur ljós og setja undir 

mæliker, heldur á ljósastiku, og þá lýsir

það öllum í húsinu. Þannig lýsi ljós yðar

meðal mannann, að þeir sjái góð verk

yðar og vegsami föður yðar, sem er á himnum.

matt.5,14-16.

 

 

 


Bæn.

23 09 ´16.

Jesús svaraði honum. ,,Sannlega, sannlega segi ég þér. 

Enginn getur séð Guðs ríki, nema hann fæðist að nýju.´´

Jóh.3,3.

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

171 dagur til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.7.): 41
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 217049

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband