Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bæn mínn:

Bæn mínnKvöldbæn

 Góði Guð

Þakka þér fyrir þennan dag sem nú er kominn að kvöldi. Þakka þér fyrir að þú varst með mér í dag og verndaði mig frá öllu illu. Elsku Guð, viltu gefa mér þinn frið og hjálpaðu mér að leggja allt í þínar hendur sem íþyngir mér. Drottinn Jesús, ég þakka þér fyrir að þú lifir og viltu leyfa mér að finna fyrir nærveru þinni á þessari stundu. Gefðu að ég megi finna fyrir nærveru þinni hvern einasta dag. Ég bið þig að vernda okkur í nótt og gefa þinn frið á inn á öll heimili landsins og að vera með öllum þeim sem eiga bágt. Alvaldi Guð, þér er enginn hlutur um megn, hjálpa öllum sem kunna ekki að leita til þín og þekkja þig ekki. Opnaðu hjarta þeirra fyrir Orði þínu í Biblíunni, og sendur Heilagan Anda til þeirra og færðu þeim þinn frið. Í Jesú nafni, amen

                         ------------------------------------------

Faðir ég trúi því og þakka þér að Drottinn Jesús Kristur sé upprisinn. Hjálpaðu mér að iðrast, láta skírast og gera þinn vilja. amen.


Bæn mínn

Anna+Gulli.engla Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. 1.Pét.5:7. amen

Drottinn Jesús Kristur blessa mig og allar mína vinir. amen.


Bæn mínn:

Anna Heida001Morgunbæn

 Góði Guð

Þú ert Guð sem gefur lífið og þú einn veist hvað á eftir að mæta mér í dag. Viltu gefa mér gleði, þolinmæði og hógværð í öllu því sem mætir mér í dag. Drottinn Jesú,fylltu mig gleði og hjálpa mér að sjá ávallt hið jákvæða í öllum kringumstæðum, þakka þér fyrir náðarfrelsun þína og ég bið þig að auka mér trú á nafn þitt kæri Jesús og hjálpaðu mér að líkjast þér. Ég bið þig, Drottinn, um kraft og vernd frá öllum illu, slysum sjúkdómum og hverskyns veikindum. Hjálpaðu mér að heyra þegar þú talar og að hlýða Orði þínu. Ó Guð styð mig á gönguminni með þér og hjálpa mér að láta gott af mér leiða í dag, því án þín er ég ekkert. Tendra ljós þitt í mér elsku Jesús og vertu velkominn í hjarta mitt í dag og alla daga. Í Jesú nafni, amen.

                             -------------------------------    

Faðir ég trúi því og þakka þér að Drottinn Jesús Kristur sé upprisinn. Hjálpaðu mér að iðrast, láta skírast og gera þinn vilja. amen


Bæn mínn:

3.10.11.

Jesús sagði: ,,Hver, sem vill fylgja mér afneiti sjálfum sér, taki kross sinn daglega og fylgi mér." Lúk.9:23.


Bæn mínn:

2.10.11

Jesús sagði: ,,Hver, sem gjörir vilja föður míns, sem er á himnum, sá er bróðir minn, systir og móðir." Matt.12:50.


Bæn mínn:

1.10.11

Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist! 1. Kor.15:57.


Bæn mínn:

30.9.11

Leitið Drottins, meðan hann er að finna, kallið á hann meðan hann er nálægur! Jes.55:6


Bæn mínn:

29.9.11

Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða. Orðskv.16:3. Amen

Þakkið alla hluti, því að það er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú.1.þess.5:18. Amen


Bæn mínn

28.9.11

Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum. Matt.22:37.


Bæn mínn

26.9.11

Ef vér segjum: ,,Vér höfum samfélag við hann," og göngum þó í myrkrinu, þá ljúgum vér og iðkum ekki sannleikann. 1.Jóh.1:6.

Hjálp vor er fólgin í nafni Drottins, skapara himins og jarðar. Sálm.124:8


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

94 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.9.): 9
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 82
  • Frá upphafi: 218218

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 66
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.