Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bæn mínn.

05.03.12.Jesús sagði: ,, Ég er dyrnar. Sá, sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga." Jóh.10:9.

Bæn mínn.

04.03.12.Hann bar sjálfur syndir vorar á líkama sínum upp á tréð, til þess að vér skyldum deyja frá syndunum og lifa réttlætinu.1.Pét.2:24.

Bæn mínn.

03.03.12.Hann, sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldr framseldi hann fyrir oss alla, hví skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum? Róm.8.32.

Ef einhver er í Kristi, er hann skapaðr á ný, hið gamla varð að engu, sjá,nýtt er orðið til. 2.Kor.5:17.


Bæn mínn

02.03.12.Ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segir Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð.Jer.29:11.

Bæn mínn

01.03.12.Hvað sem þér gjörið, þá vinnið af heilum huga, eins og Drottinn ætti í hlut, en ekki menn.Kól.3:23

Lofa þú Drottin, sála mín, og allt, sem í mér er, hans heilaga nafn, lofa þú Drottin, sála mín, og gleym eigi öllum velgjörðum hans.Sálm.103:1-2.


Bæn mínn

29.02.12.Drottinn er í nánd.fil.4.5.

Ég fulltreysti einmitt því, að Guð, sem byrjaði í yður góða verkið, muni fullkomna það allt til dags Jesú Krists. fil. 1:6.

Verið ávallt glaðir í Drottni. Ég segi aftur: Verið glaðir.fil. 4:4.Bæn mínn


Bæn mínn.

28.02.12Ég geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að ég skuli eigi syndga gegn þér.Sálm.119:11.

Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.Sálm.107:1.


Bæn mínn

27.02.12.Þeir, sem leita Drottins, fara einskis á mis.Sálm.34:11.

Ég vil lofa þig, Drottinn, af öllu hjarta, segja frá öllum þínum dásemdarverkum.Sálm 9:2.


Dag í senn, eitt andartak í einu,

hjálpDag í senn, eitt andartak í einu, eilíf náð þín, faðir, gefur mér. Mun ég þurfa þá að kvíða neinu, þegar Guð minn fyrir öllu sér? Hann sem miðlar mér af gæsku sinni - minna daga skammt af sæld og þraut sér til þess að færa leið ég finni fyrir skrefið hvert á lífsins braut.

Hann, sem er mér allar stundir nærri, á við hverjum vanda svar og ráð, máttur hans er allri hugsun hærri, heilög elska, viska, föðurnáð. Morgundagsins þörf ég þekki eigi, það er nóg, að Drottinn segir mér: Náðin mín skal nægja hverjum degi, nú í dag ég styð og hjálpa þér.

Guð, ég fæ af fyrirheitum þínum frið og styrk sem ekkert buga má. Auk mér trú og haltu huga mínum - helgum lífsins vegi þínum á, svo að ég af hjartaþeli hreinu, hvað sem mætir geti átt með þér - daginn hvern, eitt andartak í einu uns til þín í ljóssins heim ég fer.

              Sigurbjörn Einarsson


Bæn mínn.

26.02.12.Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.matt 5:8.

Jesús sagði: ,,Sá ber mikinn ávöxt, sem er í mér og ég í honum, en án mín getið þér alls ekkert gjört."


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

96 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.9.): 12
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 79
  • Frá upphafi: 218194

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 63
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.