Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bæn

29 10´16.

Ekki getið þér drukkið bikar Drottins og bikar illra anda. Ekki getið þér tekið þátt í borðhaldi Drottins og borðhaldi illra anda. 1.kor.10,21.

 


Bæn.

28 10 ´16

Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: ,,Herra, ef þú vilt, getur þú hreinsað mig. Jesús rétti út höndina, snart hann og mælti: ,,Ég vil, verð þú hreinn! Jafnskjótt varð hann hreinn af líkþránni. Matt.8,2-3


Bæn.

26 10 ´16.

Og er hann hafði látið fólkið fara, gekk hann til fjalls að biðjast fyrir í einrúmi. Þegar kvöld var komið, var hann þar einn. En báturinn var þegar kominn langt frá landi og lá undir áföllum, því að vindur var á móti. En er langt var liðið nætur kom hann til þeirra, gangandi á vatninu. Þegar lærisveinarnir sáu hann ganga á vatninu, varð þeim bilt við, þeir sögðu: ,,Þetta er vofa,´´og æptu af hræðslu. En Jesús mælti jafnskjótt til þeirra: ,,Verið hughraustir, það er ég, verið óhræddir.´´Pétur svaraði honum: ,,Ef það ert þú, herra, þá bjóð mér að koma til þín á vatninu.´´ Jesús svaraði: ,,Kom þú!´´ Og Pétur sté úr bátnum og gekk á vatniu til hans. En sem hann sá rokið, varð hann hræddur og tók að sökkva. Þá kallaði hann: Herra, bjarga þú mér!´´ Jesús rétti þegar út höndina, tók í hann og sagði: ,,Þú  trúlitli, hví efaðist þú?´´ Matt.14,23-31.

Þeir stigu í bátinn, og þá lægði vindinn. En þeir sem í bátnum voru, tilbáðu hann og sögðu:,, Sannarlega ert þú sonur Guðs.´´Matt.14,32.


Bæn.

25 10 ´16.

Þú lætur manninn hverfa aftur til dufsins og segr. ,,Hverfið, aftur þér mannanna börn!´´Sálm 90,3.

 


Bæn.

21 10 ´16.

Drottinn, Guð minn, ég hrópaði til þín og þú læknaðir mig. Drottinn, þú heimtir sál mína úr Helju, lést mig halda lífi, er aðrir gengu til grafa. Sálm. 30,2-4.

Hjá þér, Drottinn, leita ég hælis, lát mig aldrei verða til skammar. Sálm.31,2.


Bæn.

19 10 ´16.

Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir. Heb.13,8


Bæn.

18,10,´16

Sælir eru þeir þjónar, sem húsbóndinn finnur vakandi, er hann kemur. Sannlega segi ég yður, hann mun gyrða sig belti, láta þá setjast að borði og koma og þjóna þeim. Lúk.12,37.


Bæn.

17 10 ´16

Undrist þetta ekki. Sá stund kemur, þegar allir þeir, sem í gröfunum eru, munu heyra raust hans og ganga fram, þeir, sem gjört hafa hið góða, munu rísa upp til lífsins, en þeir, sem drýgt hafa hið illa, til dómsins. Jóh.5,28-29.


Bæn.

16 10 ´16

Drottinn veitir lýð sínum styrklleik, Drottinn blessar lýð sinn með friði. Sálm.29,11.


Bæn.

15 10 ´16.

En ver samt hughraustur, Serúbabel - segir Drottinn - og ver hughraustur, Jósúa Jósadaksson æðsti prestur, og ver hughraustur, allur landslýður - segir Drottinn - og haldið áfram verkinu, því að ég er með yður - segir Drottinn allsherjar - samkvæmt heiti því, er ég gjörði við yður, þá er þér fóruð af Egyptalandi, og andi minn dvelur meðal yðar. Óttist ekki. Hagg.2,4-5.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

172 dagar til jóla

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.7.): 6
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 70
  • Frá upphafi: 217004

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 53
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband