Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Bæn mín.

3.11.2012.Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig og sé þér náðugur! Drottinn upplyfti sínu augliti yfir þig og gefi þér frið! 4.mós.6:25-26.

Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir  Drottin vorn Jesúm Krist! 1.Kor.15:57.

Verið ávallt glaðir í DDrottni. Ég segi aftur: Verið glaðir. Fil.4:4.


Bæn mín.

2,nov.2012.Fel þú Drottni verk þín, þá mun áformun þínum framgengtvverða. Orðskv. 16:3

Jesús sagði: ,,Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn." Jóh.16:24.

Jesús sagði: ,,Óttast ekki, trú þú aðeins." mark.5:36.


Bæn mín.

1.nov.2012.Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá nýtt er orðið til. 2.Kor. 5:17.

Jesús sagði: ,,Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig. Jóh.14:6.


Bæn mín.

31.10.2012.Ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar. Fyrirverð þig því ekki fyrir vitnisburðinn um Drottin vorn. 2.Tím.1:7-8.

Orð krossins er heimska þeim, er glatast, en oss, sem hólpnir verðum, er það kraftur Guðs. 1.Kor.1:18.


Bæn mín.

30.10.2012.Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum. Sálm.55:23.

Ég leitaði Drottins, og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því, er ég hræddist. Sálm.34:5.

Þú skalt vegsama Drottin Guð þinn fyrir landið góða, sem hann gaf þér. 5.mós.8:10.


í skugga,

Ég vil dvelja í skugga vængja þinna.

                      Ég vil þiggja þann frið, er færir þú.

                      Nóttin kemur, en ég mun ekki hræðast,

                      er ég dvel í

                      skugga vængja þinna,

                      :,: Í skugga, í skugga,

                      í skugga vængja þinna :,:

                     Undir vængjum hans má ég hælis

                     leita,

                    trúfesti hans er skjöldur minn.

                    Örvar fljúga en ég dvel í skugga

                    vængja þinna.

                   :,: Í skugga, í skugga,

                   í skugga vængja þinna. :,:


Bæn mín.

29.10.2012 Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefir í Kristi fyrirgefið yður. Efes.4:32.

Ákalla mig á degi neyðarinnar, og ég mun frelsa þig, og þú skalt vegsama mig. Sálm.50.15.


Bæn mín.

28.10.2012Ef einhver óttast Drottin, mun hann kenna honum veg þann, er hann á að velja. Sálm.25:12.

Drottinn er í nánd.Fil.4:5


Bæn mín.

27.10.2012.Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð, og þeir réttlætast án verðaskuldunar af náð hans fyrir endurlausnina, sem er í Kristi Jesú. Róm.3:23-24.

Jesús sagði: ,,Ég er dyrnar. Sá, sem kemur inn um mig, mun frelsast, og hann mun ganga inn og út og finna haga." Jóh.10:9.


Bæn mín.

26.10.2012Ég mun gefa yður nýtt hjarta og leggja yður nýjan anda í brjóst, og ég mun taka steinhjartað úr líkama yðar og gefa yður hjarta af holdi. Esek.36.26.

Jesús sagði: ,,Ef þér elskið mig, munuð þér halda boðorð mín." Jóh.14:15.

Góðan daginn vinir.

Drottinn Jesús elska allar.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

97 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.9.): 5
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 72
  • Frá upphafi: 218177

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 56
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.