Bæn dagsins

Tak þú eigi miskunn þína frá mér, Drottinn, lát náð þína og trúfesti ætíð vernda mig því að ótal hættur umkringja mig, misgjörðir mínar hafa náð mér svo að ég má eigi sjá, þær eru fleiri en hárin á höfði mér, mér fellst hugur. AMEN.

Sálm 40:12-13


Bæn dagsins

Ég hef flutt fagnaðarboðin um réttlæti í stórum söfnuði, ég lauk ekki vörunum aftur, það veist þú, Drottinn. AMEN.

Sálm 40:10


Bæn dagsins

Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda. Margar eru raunir réttláts manns en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum.AMEN Sálm 34:19-20


Bæn dagsins

Drottinn, Guð minn, hjá þér leita ég hælis, hjálpa mér frá öllum ofsækjendum mínum og bjarga mér svo að enginn rífi mig sundur eins og ljón, dragi mig burt, þangað sem enginn  hjálpar. Drottinn, Guð minn, hafi ég gert þetta loðir ranglæti við hendur mínar, hafi ég gert vinveittum illt eða rúið óvin minn öllu að ástæðulausu þá má fjandmaður minn elta mig og ná mér, traðka á lífi mínu og troða sæmd mína niður í svaðið. AMEN Sálm 7:2-6


Bæn dagsins

Frelsa mig frá öllum syndum mínum, lát mig eigi verða heimskingjum að spotti. Ég þegi, lýk ekki upp munni mínum því að þetta er verk þitt.AMEN.

Sálm 39:9-10


Bæn dagsins

Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við lama manninn: ,,Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar."AMEN. 

Matt 9:1-2


Bæn dagsins

Drottinn, þú ert minn Guð. Ég vegsama þig, ég lofa nafn þitt því að þú hefur unnið furðuverk, framkvæmt löngu ráðin ráð sem engu brugðust AMEN Jesaja 25:1


Bæn dagsins

Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. AMEN.

Sálm 90:1-2


Bæn dagsins

Heyr orð mín, Drottinn, gef gaum að andvörpum mínum. Heyr þú hróp mitt, konungur minn og Guð minn, því að til þín bið ég.AMEN.

Sálm 5:2-3


Bæn dagsins

Jesús kom í hús Péturs og sá tengdamóðir hans lá með sótthita. Hann snart hönd hennar og sótthitinn fór úr henni. Hún reis á fætur og gekk honum fyrir beina. AMEN.

Matt 8:14-15.


Bæn dagsins

Ef við segjum: ,,Við höfum ekki synd," þá blekkjum við sjálf okkur og sannleikurinn er ekki í okkur. Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti. Ef við segjum: ,,Við höfum ekki syndgað," þá gerum við hann að lygara og orð hans er ekki í okkur. AMEN. 

Fyrsta bréf Jóhannesar hið Almenna 1:8-1


Bæn dagsins

Og þetta er boðskapurinn sem við höfum heyrt af honum og boðum ykkur: ,,Guð er ljós og myrkur er alls ekki í honum. Ef við segjum: ,,Við höfum samfélag við´hann," og göngum þó í myrkrinu, þá ljúgum við og iðkum ekki sannleikann. En ef við göngum í ljósinu, eins og hann sjálfur er í ljósinu, þá höfum við samfélag hvert við annað og blóð Jesú, sonar hans, hreinsar okkur af allri synd. AMEN. fyrsta bréf Jóhannesar Hið Almenna.1:5-7


Bæn dagsins

Ég leyndi eigi réttlæti þínu í hjarta mér, ég vitnaði um trúfesti þína og hjálp og  dró eigi dul á náð þína og tryggð í hinum mikla söfnuði.AMEN. 40:11


Bæn dagsins

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Þótt  ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi.AMEN.

Sálm 23


Bæn dagsins

Þegar Jesús kom til Kapernaúm gekk til hans hundraðshöfðingi og bað hann: ,,Drottinn, sveinn minn liggur heima lami, mjög þungt haldinn." Jesús sagði: ,,Ég kem og lækna hann." Þá sagði hundraðshöfðinginn: ,, Drottinn, ég er ekki verður þess að þú gangir inn undir þak mitt. Mæl þú aðeins eitt orð og mun sveinn minn heill verða. Því að sjálfur er ég maður sem verð að lúta valdi og ræð yfir hermönnum og ég segi við einn: Far þú, og hann fer, og við annan: Kom þú, og hann kemur, og við þjón minn: Ger þetta, og hann gerir það." Þegar Jesús heyrði þetta undraðist hann og mælti við þau sem fylgdu honum: ,,Sannlega segi ég ykkur, þvílíka trú hef ég ekki fundið hjá neinum í Ísrael. En ég segi ykkur: Margir munu koma frá austri og vestri og sitja til borðs með Abraham, Ísak og Jakob í himnaríki en börn ríkisins munu út rekin í ystu myrkur. Þar verður grátur og gnístran tanna." Þá sagði Jesús við hundraðshöfðingjann: ,,Far þú verði þér sem þú trúir." Og sveinninn varð heill á þeirri stundu. AMEN. Matt 8:5-13. 


Bæn dagsins

Nú gekk Jesús niður af fjallinu og fylgdi honum mikill mannfjöldi. Þá kom til hans líkþrár maður, laut honum og sagði: ,,Drottinn, ef þú vilt getur þú hreinsað mig. Jes´ðus rétti út höndina, snart hann og mælti : ,,Ég vil, verð þú hreinn!" Jafnskjótt verð hann hreinn af líkþránni. Jesús sagði við hann: ,,Gæt þess að segja þetta engum en far þú, sýn þig prestinum og færðu þá fórn sem Móse bauð, þeim til vitnisburðar." AMEN.

Matt 8:1-4


Bæn dagsins

En hver sem heyrir þessi orð mín og breytir ekki eftir þeim, sá er líkur heimskum manni er byggði hús sitt á sandi. Steypiregn skall á, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi. Það féll og fall þess var mikið." Þegar Jesús hafði lokið þessari ræðu varð mannfjöldinn djúpt snortinn af orðum hans því að hann kenndi eins og sá er vald hefur og ekki eins og fræðimenn þeirra. AMEN.

7:26-29


Bæn dagsins

Ekki mun hver sá sem segir við við mig: Drottinn, Drottinn, ganga inn í himnaríki heldur sá einn er gerir vilja föður míns sem er á himnum. Margir munu segja við mig á þeim degi: Drottinn, Drottinn, höfum vér ekki í þínu nafni flutt orð Guðs, rekið út illa anda og gert mörg kraftaverk? Þá mun ég votta þetta: Aldrei þekkti ég yður. Farið frá mér, illgjörðamenn. Hver sem heyrir þessi orð mín og breytir eftir þeim, sá er líkur hyggnum manni er byggði hús sitt á bjargi. Nú skall á steypiregn, vatnið flæddi, stormar blésu og buldu á því húsi en það féll eigi því það var grundvallað á bjargi.AMEN. Matt 7:21-25   


Bæn dagsins

Varist falsspámenn. Þeir koma til yðar í sauðaklæðum en innra eru þeir gráðugir vargar. Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá. Hvort lesa menn vínber af þyrnum eða fíkjur af þistlum? Þannig ber sérhvert gott tré góða ávöxtu en slæmt tré vonda. Gott tré getur ekki borið vonda ávöxtu, ekki heldur slæmt tré góða ávöxtu. Hvert það tré, sem ber ekki góðan ávöxt, verður upp höggvið og því í eld kastað. Af ávöxtum þeirra skuluð þér því þekkja þá. AMEN. Matt 7:15-20


bæn dagsins

Gangið inn um þrönga hliðið. Því að vítt er hliðið og vegurinn breiður sem leggur til glötunar og margir þeir sem þar fara inn. Hve þröngt er það hlið og mjór sá vegur er liggur til lífsins og fáir þeir sem finna hann.AMEN.

Matt 7:13-14


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

217 dagar til jóla

Júní 2023
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 12
  • Sl. sólarhring: 23
  • Sl. viku: 182
  • Frá upphafi: 208484

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 114
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.