Bæn dagsins

Guð er sá sem dæmir, hann niðurlægir einn og upphefur annan.Í hendi Drottins er bikar, fullur af freyðandi, krydduðu víni. Af honum skenkir hann og hinir óguðlegu á jörðinni munu allir drekka, jafnvel dreggjarnar skulu þeir sötra. AMEN

Sálmarnir 75:8-9

 


Bæn dagsins

En ég mun fagna að eilífu, syngja lof Guði Jakobs. Ég mun höggva hornin af óguðlegum. en horn réttlátra skulu gnæfa hátt. AMEN.

Sálmarnir.75:10-11.


Bæn dagsins

Jesús segir:

,,Hvað stoðar það manninn að eignast allan heiminn og fyrirgjöra sálu sinni?" AMEN.

Matt.16:26


Bæn dagsins

Gjaldið ekki illt með illu eða illmæli fyrir illmæli heldur þvert á móti blessið því að þið eruð til þess kölluð að öðlast blessunina. Sá sem vill elska lífið og sjá góða daga haldi tungu sinni frá vondu og vörum sínum frá svikatali. Hann sneiði hjá illu og geri gott, ástundi frið og keppi eftir honum. AMEN.

1. Pétursbréf 3:9

Drottinn ger meg að verkfæri friðar þíns. Að í stað haturs ráði kærleikur, í stað ranglætis fyrirgefning, í myrkri ljós, í örvænting von, í sorginni gleði.


Bæn dagsins

Misnotið ekki frelsið í þágu eigin girnda heldur þjónið hvert öðru í kærleika. AMEN.

Galarabréfið 5:13

Við þráum að illsku sé útrýmt/ svo ávöxtur kærleikans dafni og mannkynið velji Guðs vilja/ en vonsku og ofbeldi hafni. Lát friðinn þinn fylla allan heim/ og fögnuð þinn sorgirnar hylja, við biðjum þig komdu nú brátt/ og breyttu öllu að þínum vilja.


Bæn dagsins

...Þreytist aldrei gott að gera.AMEN.

Þessaloníkubréfið 3:13

Að elska og að gera gott er langhlaup...


Bæn dagsins

Hatur vekur illdeilur en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti.AMEN.

Orðskvarnir 10:12

Guð, hjálpaðu mér að elska svo mikið að ég geti miðlað elsku þinni þangað sem hatrið ríkir. Gefðu mér svo mikið óttaleysi að ég þori að faðma þau sem vilja mér ekkert gott.


Bæn dagsins

Dæmið ekki og þér munuð eigi verða dæmd. Sakfellið eigi og þér munuð eigi verða sakfelld. Fyrirgefið öðrum og Guð mun fyrirgefa yður.AMEN.

Lúkasarguðspjall 6:37

 


Bæn dagsins

Jesús segir: Eins og ég hef elskað yður skuluð þér einnig elska hvert annað. AMEN.

Jóhannesarguðspjall 13:34

Bið þess að hafa ætíð augu sem sjá hið besta í fólki, hjarta sem fyrirgefur hið versta, huga sem gleymir því slæma, og sál sem missir aldrei trúna á Guð.


Bæn dagsins

Synjaðu ekki góðs þeim sem þarfnast ef það er á þínu valdi að veita það. Amen.

Orðskviðirnir 3:27

Guð, heimurinn saknar sárlega kærleika þíns. Hjálpa okkur að endurspegla kærleika þinn.


Bæn dagsins

Elskan sé flærðarlaus. Hafið andstyggð á hinu vonda en haldið fast við hið góða. AMEN.

Rómverjabréfið 12:9

Gæskan er öflugri en illskan, ástin gegn hatrinu fer, ljósgeislinn lýsir upp myrkrið, lífið af dauðanum ber! Sigurinn fæst, sigurinn fæst, því ást Guðs er næst.

(Desmold Tutu - sálmur 847 í Sálmabók 2013)

 


Bæn dagsins

Gefum gætur hvert að öðru og hvetjum hvert annað til kærleika og góðra og góða verka. AMEN.

Hebreabréfið 10:24

 


Filippímanna 1.

Þakkir og fyrirbæn

3 Ég þakka Guði mínum í hvert skipti sem ég hugsa til ykkar 4 og geri ávallt í öllum bænum mínum með gleði bæn fyrir ykkur öllum 5 vegna samfélags ykkar um fagnaðarerindið frá því þið tókuð við því og allt til þessa. 6 Ég fulltreysti einmitt því að hann, sem byrjaði í ykkur góða verkið, muni fullkomna það alt til dags Jesú Krists. 


Filippímanna.1

Kveðja

Páll og Tímóteus, Þjónar Krists Jesú, heilsa öllum heilögum í Filippí, sem eru í Kristi Jesú, ásamt biskupum þeirra og djáknum. Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi.


Bæn dagsins

Ég hef elskað yður eins og faðirinn hefur elskað mig. Verið stöðug í elsku minni.AMEN.

Jóhannesarguðspjall 15:9

Það er ómögulegt, sagði efinn.

Það er hættulegt, sagði óttinn.

Það er ónauðsynlegt, sagði skynsemin.

Reyndu samt! hvíslaði hjartað.


Bæn dagsins

Betra er að eiga lítið og óttast Drottin en mikinn fjársjóð með áhyggjum. 

Orðskviðirnir 15:16

Hin raunverulegu auðæfi eru ekki geymd í buddum eða bankahólfum. Þau eru í hjartanu og í huganum.


Bæn dagsins

Af því þekkjum við kærleikann að Jesús lét lífið fyrir okkur. AMEN.

1 Jóhannesarbréf 3:16

 


Rómverjabréfið 5:12-15

Adam og Kristur 

12.Syndin kom inn í heiminn með einum manni og dauðinn með syndinni. Þannig er dauðinn runninn til allra manna því að allir syndguðu þeir. 13 Víst var syndin í heiminum áður en lögmálið kom til en synd verður ekki metin til sektar ef ekkert er lögmál. 14 Samt ríkti dauðinn frá Adam til Móse, einnig yfir þeim sem höfðu ekki syndgað á sömu lund og Adam en hann er fyrirmynda Krists sem koma átti. 15 En náðargjöf Guðs og falli Adams verður ekki jafnað saman. Einn maður féll og við það dóu allir, en einn maður, Jesús Kristur, er sú náðargjöf Guðs sem allir skulu njóta ómælt.


Bæn dagsins

Þótt ég hefði svo takmarkalausa trú að færa mætti fjöll úr stað en hefði ekki kærleika, væri ég ekki neitt.AMEN.

Fyrra korintubréf 13:2

Guð kærleikans. Ég þakka þér gjöf trúarinnar. Hjálpaðu mér að lifa í kærleika þínum


Bæn dagsins

Kærleikurinn gleðst ekki yfir óréttvísinni en samgleðst sannleikanum. Hann breiðir yfir allt, trúir öllu, vonar allt, umber allt. Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi. AMEN.

Korintubréf 13:6-8

                 GUÐ ER KÆRLEIKUR...


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

91 dagur til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 6
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 218268

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.