Bæn dagsins...

Þegar Kristur, sem er líf ykkar, opinberast, þá munuð þið og ásamt honum opinberast í dýrð. amen.

kólossubréfið:3:4.


Bæn dagsins...

Minnstu hans á öllum vegum þínum, þá mun hann gera leiðir þínar greiðar.

Orðskviðirnir:3:6

Mannssonurinn mun koma í dýrð föður síns með englum sínum og þá mun hann gjalda sérhverjum eftir breytni hans.

matt:16:27


Bæn dagsins...

Ef við játum syndir okkar, þá er hann trúr og réttlátur svo að hann fyrirgefur okkur syndirnar og hreinsar okkur af öllu ranglæti. amen.

1 Jóhannesarbréf:1:9

 


Bæn dagsins...

    Frelsisbæn

Ég trúi því að Jesú Kristur hafi dáið fyrir mig á krossinum og að hann hafi risið upp frá dauðum. Jesús ég bið þig um að koma inn í hjarta mitt, á þessu augnabliki og frelsa mig frá öllum syndum mínum. Laugaðu mig í blóði þínu og fyrirgefðu mér sérhverja synd. Taktu völdin yfir hjarta mínu og hjálpaðu mér að þekkja og rata um vegu þína. Hjálpaðu mér að fylgja þér sem Drottni mínum og frelsara, fylltu mig af Heilögum Anda þínum. Himneski Faðir minn, ég þakka þér fyrir að ég er nú þitt barn vegna fyrirheita þinna, sem vara að eilífu. Í Jesú nafni amen.


Bæn dagsins...

    Sunnudagsmorgunn

Góði Guð

Vertu velkominn inn í hjarta mitt í dag. Viltu hjálpa mér að halda því hreinu og hjálpaðu mér að gæta tungu minnar. Ég bið þess að þú stýrir skrefum mínum í dag að þú leiðir mig þangað sem þú vilt. Hjálpaðu mér að láta gott af mér leiða og bera ljósið þitt og kærleika til allra þeirra sem ég hitti í dag. Ég bið þig, Drottinn, að hjálpa mér að láta aldrei skapið hlaupa með mig í gönur. Vilt þú sniða af þá galla sem þú sérð í fari mínu til þess að allir þeir kostir sem þú hefur gefið mér fái notið sín betur, þér til dýrðar og öðrum til blessunar. Hjálpaðu mér að muna að lífið er gjöf frá þér og ég þarfnast hjálpar þinnar til að fara vel með það. Ég fel hús mitt allt, ættingja mína, vini og Íslendinga alla í þínar hendur í dag. Hjálpaðu okkur öllum að fylgja þér og gefðu okkur þinn frið. Í Jesú nafni amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Laugardagskvöld

Góði Guð

Þakka þér fyrir þennan dag sem nú er að baki. Þakka þér fyrir að þú varst með mér í dag, fylgdir mér eftir og hjálpaðir mér. Viltu vaka yfir mér í nótt og öllu mínu fólki. Viltu gefa að við vöknum frísk og heil heilsu í fyrramálið á Drottins degi. Hjálpaðu okkur öllum að fara vel með gjafir þínar og vera góð hvert við annað. Ég bið þig, Jesús, að þinn vilji verði í lífi mínu, að þú hjálpir mér að líkjast þér í orði og verki. Viltu hjálpa mér að lesa orðið þitt, Biblíuna, og gefa mér skilning á því sem ég les. Varðveittu skref mín frá hrösun og verndaðu mig og allt mitt fólk frá öllu illu. Ég fel land mitt og þjóð í þínar hendur í nótt og alla daga. Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Laugardagsmorgunn

góði Guð

Þakka þér fyrir þennan dag. Þakka þér fyrir allt sem þú gefur mér. Hjálpaðu mér að feta í fótspor þín í dag. Hjálpaður mér að leita þín af öllu hjarta. Verði þinn vilji í lífi mínu í dag. viltu hjálpa mér að skilja hvað þú, Jesúys, gerðir fyrir mig á Golgata. Þakka þér fyrir að þú  dóst á krossinum til þess að ég kæmist til þín þegar þ´ðu kallar mig burt úr þessum heimi. Leyfðu mér að finna hinn sanna tilgang lífsins og hjálpaðu mér að trúa á þig. Þú ert styrkurinn minn og ég vil fylgja þér. Drottinn, ég bið þig að hjálpa mér að lifa í friði, sátt og samlyndi við alla menn og gefðu mér styrk til að þegja yfir þeim leyndamálum sem mér er trúað fyrir. Í Jesú nafni, amen.

bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Föstudagskvöld

Góði Guð 

Þakka þér fyrir varðveislu þína í dag. Þakka þér fyrir að mega tala við þig hvern einasta dag og hvert einasta kvöld. Þakka þér fyrir að þú skulir alltaf hafa tíma. Ég bið, Jesús, fyrir öllum þeim sem á þig trúa. Viltu auka þeim trú. Ég bið líka fyrir þeim sem eru ofsóttir fyrir að trúa á þig. Hjálpaðu þeim að gefast ekki upp. Elsku Jesús, ég bið þig líka að vera með öllum kristniboðunum út um allan heim, gefa þeim visku og styrk til að takast á við allt sem mætir þeim. Leiddu þá alla eftir þínum vilja. Hjálpaðu öllum börnunum út um allan heim sem eiga ekkert heimili. Ég bið þig líka að hugga og hjálpa öllum börnum á Íslandi sem eiga bágt. Hjálpaðu þeim sem eiga foreldra sem drekka mikið eða neyta fíkniefna. Sendu þína lausn inn á þau heimili. Svo bið ég þig, Jesús, umfrið yfir allt mitt hús í nótt og rektu allt illt í burtu. Í Jesús nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Föstudagsmorgunn

Góði Guð

Ég þakka þér fyrir nýjan dag. Þakka þér fyrir hvíld næturinnar. Þakka þér fyrir dagana sem að baki eru og þakka þér fyrir þér fyrir þá sem framundan eru. Viltu hjálpa mér að vera trú/r í öllu sem ég tek mér fyrir hendur í dag. Viltu gefa mér löngun til að vera heiðarleg/urr og segja satt. Hjálpaðu mér að stæra mig ekki í dag og gefðu að ég geri ekki lítið úr öðrum. Ég á ekkert sem ég hef ekki þegið úr þinni hendi og ég bið þig að hjálpa mér að muna það Jesús, vilt þú sjálfur ganga mér við hlið í dag og ég bið þess að aðrir megi finna að þú ert vinur minn. Ég þakka þér fyrir að þú bregst mér ekki og ég bið þig að hjálpa mér að bregðast þér ekki. Heilagur andi, þú sem hjálpar mér og biður fyrir mér, gefðu að ég megi kynnast þér betur og þekkja þig. Verði þinn vilji í lífi mínu, Drottinn, í dag og alla daga. Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.

 

 


Bæn dagsins...

    Fimmtudagskvöld

Góði Guð

Ég þakka þér fyrir þennan dag. Þakka þér fyrir að ég fékk að vakna í morgun og lifa fram á kvöld. Viltu hugga alla þá sem hafa misst vini sína eða ættingja og syrgja. Viltu hugga alla þá sem kvíða nóttunni og leyfa þeim að finna þig og þann frið sem þú gefur. Ef það er eitthvað, Drottinn, sem ég hef gert og þér líkar ekki þá bið ég að fyrirgefa mér. Ef ég hef komið illa fram við einhvern án þess að taka eftir því, þá bið ég þig að fyrirgefa mér, og ég bið þig líka að hjálpa þeim að fyrirgefa mér sem ég hef sært. Hér er ég, Drottinn.Gerðu mig eins og þú vilt hafa mig. Taktu gallana burt úr fari mínu og mótaðu mig eins og þú vilt. Ég þakka þér fyrir að áætlun þín er mér fyrir bestu. Þú elska mig eins og ég er og þú hefur máttinn til að laga það sem betur má fara. Góða nótt, Jesús. Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Fimmtudagsmorgunn

Góði Guð

Enn á ný hefur þú varðveitt mig og gætt mín vel. Hjálpaðu mér í dag að fara vel með gjafir þínar. Jesús, viltu varðveita hjarta mitt hreint. Gefðu mér visku til að hleypa óhreinu inn í huga eða hjarta og ég bið þig, Jesús, að búa í hjarta mínu. Leyfðu mér að finna hvenær þér mislíkar það sem ég geri eða hugsa svo ég geti hagað mér vel á allan hátt. Ég legg þennan dag í þínar hendur og allt sem ég þarf að gera í dag. Viltu hjálpa mér að lifa þannig að ég þurfi ekki að sjá eftir neinu í kvöld. Hjálpaðu mér að vera sannur vinur vina minna og bregðast þeim ekki. Hjálpaðu mér líka að tala ekki illa um neinn og vera góð/urr við þá sem eru minni máttar. Taktu burt allan kvíða, óróa og efa og hjálpaðu mér að treysta þér. Jesús, fylltu mig af anda þínum og varðveittu mig í trúnni á þig. Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Miðvikudagskvöld

Góði Guð Þakka þér fyrir þennan dag sem nú er kominn að kvöldi. Þakka þér fyrir að þú varst með mér í dag. fylgdir mér hvert sem ég fór og verndaðir mig frá öllu illu. Viltu gefa mér þinn frið. Hjálpaðu mér að leggja allt í þínar hendur sem íþyngir mér. Jesús, ég þakka þér fyrir að þú lifir og viltu leyfa mér að finna fyrir nærveru þinni á þessari stundu. Gefðu að ég megi finna fyrir nærveru þinni hvern einasta dag. Ég bið þig að vaka yfir öllum ættingjum mínum og vinum í nótt og vera með öllum þeim sem eiga bágt. viltu gefa þinn frið yfir landið mitt í nótt og gefa vináttu og kærleika inn á öll heimilin. Þér er enginn hlutur hulinn, Drottinn, og þú getur allt. Þess vegna bið ég þig að hjálpa öllum þeim sem þurfa á þinni hjálp að halda, en kunna ekki að leita til þín og þekkja þig ekki. Opnaðu hjarta þeirra fyrir orði þínu, Biblíunni, og sendu einhvern til þeirra sem færir þeim þinn frið. Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar


Bæn dagsins

    Miðvikudagsmorgunn

Góði Guð

Þú ert Guð sem gefur lífið og þú einn veist hvað á eftir að mæta mér í dag. Viltu gefa mér gleði, umburðarlyndi og hógværð, hvað sem hendir mig. Viltu gefa mér gleðina þína og hjálpa mér að sjá alltaf jákvæða hluti í öllum kringumstæðum. Þakka þér fyrir þá trú sem þú gefið mér og bið þig að auka mér trú Hjálpaðu mér að líkjast þér, Jesús, og fylltu mig af krafti þínum. Ég bið þig Drottinn, að vernda mig í dag frá öllum slysum og hættum og frá öllum sjúkdómum og veikindum. Varðveittu mig í umferðinni og gefðu mér skynsemi. Viltu líka gefa að ég heyri þegar þú tala og hjálpaðu mér að hlýða þér. Ég vil ganga með þér hvern einasta dag og viltu hjálpa mér að láta gott af mér leiða. Leiddu mig í veg fyrir það fólk sem þú vilt að ég hitti í dag og láttu ljósið þitt lýsa í mér. Jesús, vertu velkominn inn í hjarta mitt í dag og alla daga. Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Þriðjudagskvöld

Góði Guð

Þakka þér fyrir að mega koma fram fyrir þig hvar og hvenær sem er. Þakka þér fyrir að þú þekkir alla hluti og í návist þinni get ég verið nákvæmlega eins og ég er. Þú þekkir mig betur en ég sjálf/ur og þú veist hvað ég hugsa. Fyrirgefðu mér, Drottinn, að ég hef oft syndgað gegn þér og gert það sem rangt er í þínum augum. En ég vil vera góð manneskja og ég vil Vaxa og þroskast í lífinu. Hjálpaðu mér að láta ekki óhöpp lífsins, særandi orð eða háðsglósur annarra skapa hatur í hjarta mínu. Ég bið fyrir öllum þeim sem einhvern tíma hafa sært mig. Hjálpaðu mér að fyrirgefa þeim og ég bið þig, Jesús, að hjálpa þeim að fyrirgefa mér. Hjálpaðu mér að láta ekki vonsku annarra hafa þau áhrif á mig að ég verði vond/ur og bitur. Gefðu heldur, Drottinn, að jákvætt viðhorf mitt og góðmennska breyti framkomu annarra til betri vegar. Svo bið ég þig að gefa mér góða nótt í nótt og vernda heimilið mitt. Í Jesú nafni. amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Þriðjudagsmorgunn

Góði Guð

Þakka þér fyrir að þú sendir Jesú í heiminn til að verða frelsarinn minn. Þakka þér, Jesús, fyrir að vilja koma og ganga þann veg sem Guð ætlaði þér. Þakka þér fyrir að gefast ekki upp og ég bið þig að hjálpa mér í dag að hafa sama hugarfar og þú. Viltu hjálpa mér að gefast aldrei upp og viltu gefa að ég finni þann tilgang sem þú, Drottinn, hefur með lífi mínu. Jesús, viltu hjálpa mér við allt sem ég tek mér fyrir hendur í dag. Láttu það heppnast og viltu hjálpa mér að vera þér til gleði. Hjálpaðu mér líka að upphefja ekki sjálfa/n mig því að allir mínir hæfileikar og kostir eru frá þér komnir. Þú einn hefur líf mitt í þinni hendi og þú veist hversu margir ævidagar mínir verða. Viltu gefa, Drottinn minn, að ég verði tilbin/n að mæta þér og ég bið þess að nafnið mitt verði skráð í lífsins bók og aldrei afmáð þaðan. Þinn er mátturinn og þin er dýrðin. Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar


Bæn dagsins

   Mánudagskvöld

Góði Guð

Þakka þér fyrir þennan dag, sem nú er kominn að kvöldi. Þakka þér fyrir alla þá sem ég hitti í dag og  viltu varðveita okkur öll frá öllu illu. Ég bið þig, Jesús, að fyrirgefa mér það sem ég gerði rangt í dag og hjálpaðu mér að gera það sem rétt er. Viltu hjálpa mér að hleypa aldrei hatri inn í hjarta mitt heldur lifa í kærleika og fyrirgefningu þinni. Þakka þér fyrir lífið sem þú gafst mér og viltu hjálpa mér að fara vel með allar þær gjafir sem þú hefur gefið mér. Viltu vaka yfir heimili mínu í nótt og gæta mín á meðan ég sef. Láttu líkama þinn og blóð, Jesús, sem við minnumst í altarisgöngunni vernda okkur öll og alla okkar lífsleið. Þinn er mátturinn og dýrðin Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar.


Bæn dagsins...

    Mánudagsmorgunn

Góði Guð

Þakka þér fyrir nóttina sem þú gafst mér. Þakka þér fyrir að leyfa mér að vakna og lifa. Ég þakka þér fyrir, Drottinn, að þú gefur mér styrk til að takast á við vikuna sem er framundan og allt sem henni fylgir. Viltu hjálpa mér að líkjast þér í dag. Hjálpaðu mér að vera sú manneskja sem þú skapaðir mig til að verða. Verði þinn vilji í lífi mínu. Heilagur andi viltu fylla mig af þér og hjálpa mér að líkjast Jesú á allan hátt. Hjálpaðu mér, Drottinn, að vera góð/ur við alla sem ég hitti í dag og viltu láta ljósið þitt lýsa í mér. Jesús, ég bið þig að koma inní hjarta mitt og fylla það af kærleika til allra manna. Ég bið þess líka að ríki þitt komi á jörðinni. viltu, Drottinn, blessa landið mitt, heimilið mitt og alla sem mér þykir vant um. Frelsaðu okkur frá öllu illu og hjálpaðu okkur að vera tilbúin að mæta þér. Í Jesú nafni, amen.

Bænabók Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar


Bæn dagsins...

    Sunnudagskvöld

Góði Guð

Þakka þér fyrir helgina sem nú er að baki. Viltu hjálpa mér að vera þér til gleði og öllum til hjálpar og hamingju sem verða á vegi mínum næstu daga. Huggaðu þá sem syrgja og eiga bágt og hjálpaðu þeim að leita huggunar í orði þínu, Biblíunni. Viltu blessa þjóðina mína í nótt og alla daga. Ég bið þig líka að vera með prestunum og þeim sem heimsækja þá sem eiga erfitt. Ég þakka þér fyrir, Drottinn, að mega segja þér allt. Þú skilur allt og ferð ekki með það lengra. Ég bið fyrir öllum sem hafa sært mig og ég bið þig að hjálpa mér að fyrirgefa þeim. Ég bið þig líka að fyrirgefa mér allt sem ég hef gert rangt og viltu hjálpa þeim að fyrirgefa mér sem ég hef sært. Ég legg mig í þínar hendur í nótt og bið að þinn vilji verði í lífi mínu. Í Jesú nafni, amen

        Bænabók

Morgun og kvöldbæn alla daga vikunnar


Bæn dagsins

Þitt hæli er Drottinn, þú hefur gert Hinn hæsta að athvarfi þínu. Engin ógæfa hendir þig og engin plága nálgast tjald þitt því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. Þeir munu bera þig á höndum sér svo að þú steytir ekki fót þinn við steini.Þú munt stíga yfir ljón og nöðru, troða fótum ungljón og dreka.Amen.

Sálm:91:9-13


Bæn dagsins...

23 Davíðssálmur.

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig og um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býrð mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Amen.

Sálm:23:1-6


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

265 dagar til jóla

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.4.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 116
  • Frá upphafi: 215518

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 82
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.