12.9.2024 | 06:20
Bæn dagsins...
Kennsla hins vitra er lífslind og forðar frá snörum dauðans. Góðir vitsmunir veita hylli en vegur svikaranna leiðir í glötun. vitur maður fer að öllu með hyggindum en flónið dreifir um sig heimsku. Ótrúr sendiboði færir ógæfu en trúr sendimaður lækningu.Amen.
Orðs:13:14-17
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.9.2024 | 05:18
Bæn dagsins...
Skjótfenginn auður hjaðnar en þeim sem safnar smátt og smátt vex auður. Löng eftirvænting gerir hjartað sjúkt en uppfyllt ósk er lífstré. Sá sem fyrirlítur hollráð býr sér glötun en sá sem hlítir leiðsögn hlýtur umbun. Amen.
Orðs:13:8-10
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2024 | 05:31
Bæn dagsins...
Auðæfi manns eru lífi hans lausnargjald en enginn hótar hinum fátæka. Ljós r´ðettlátra logar skært en lampa ranglátra slokknar. Af hroka kvikna deilur en hjá ráðþægnum mönnum er viska. Amen.
Orðs:13.8-10
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.9.2024 | 05:19
Bæn dagsins...
Vitur sonur hlýðir fyrirmælum föður síns en hinn þvermóðskufulli sinnir engri umvöndun. Góðs má njóta af ávexti munnsins en svikarana þyrstir í ofbeldi. Sá sem gætir munns síns varðveitir líf sitt en glötun bíður hins lausmála. Sál letingjans girnist og fær ekki en sál hins eljusama mettast ríkulega. Réttlátur maður hatast við lygi en hinn rangláti fremur smán og svívirðu. Réttlætið verndar hinn grandvara en ranglætið verður syndaranum að falli.Einn þykist ríkur en á þó ekkert, annar læst fátækur þótt auðugur sé.Amen.
Orðs:13:1-7
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.9.2024 | 07:27
Bæn dagsins...
Ávextir varanna metta mann gæðum og af handaverkum sínum hlýtur hann umbun. Heimskingi telur sig breyta rétt en vitur maður þiggur ráð. Bræði afglapans birtist strax, greindur maður dylur gremju sína. Sannsögult vitni mælir það sem rétt er en falsvotturinn svik. Vanhugsuð orð eru sem sverðalög en tunga hins vitra græðir. Sönn orð standa að eilífu en lygimál aðeins skamma hríð. Svik eru í hjarta hins meinfýsna en sá gleðst sem stuðlar að friði. Hins réttláta bíður ekkert böl en ógæfan hleðst á hinn rangláta. Lygarar eru Drottni andstyggð en hinir sannorðu eru yndi hans. Vitur maður dylur þekkingu sína en heimskinginn flíkar flónsku sinni. Hönd hinna iðnu mun drottna en hangandi hönd á erfiði í vændum. Hugsýki íþyngir hjartanu, eitt vingjarnleg orð gleður það. Hinn réttláti vísa öðrum veginn en vegur ranglátra leiðir þá í villu. etin nær ekki bráðinni en iðnin er dýrmætur auður. Á vegi réttlætisins er líf en glæpaleiðin liggur í dauðann. Amen.
Orðs:12:14-28
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.9.2024 | 10:51
Bæn dagsins...
Ranglátir kollsteypast og hverfa en hús réttlátra stendur. Af vitsmunnum sínum hlýtur maðurinn lof en hinn fláráði verður fyrirlitinn. Betra er að vera lítils metinn og eiga þó þræl en að berast á og skorta brauð. Hinn réttláti annast búfé sitt vel en harðneskja er í hjarta rangláta. Sá sem yrkir land sitt mettast af brauði en sá sem sækist eftir hégóma er heimskur. Hinn rangláti girnist illan feng en hinn réttláti á sér trygga staðfestu. Yfirsjón varanna er ill snara en hinn réttláti bjargast úr nauðum. Amen.
Orðs:12:7-13
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.9.2024 | 05:23
Bæn dagsins...
Sá sem elskar aga elskar þekkingu en sá sem hatar umvöndun er heimskur. Hinn góði hlýtur velþóknun Drottins en meinfýsinn mann fyrirdæmir hann. Ranglætið veitir engum fótfestu en réttlætið stendur djúpum rótum. Væn kona er kóróna manns síns en vond kona er sem rotnun í beinum hans. Réttlátir hyggja á réttlæti en ranglátir hafa svik í huga. Orð ranglátra eru banvæn en tunga hinna hinna réttsýnu frelsar þá.Amen.
Orðs:12:1-6
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.9.2024 | 05:31
Bæn dagsins...
Eins og gullhringur í svínstrýni er fríð kona sem enga háttvísi kann. Óskir hinna réttlátu leiða aðeins til góðs en vonir ranglátra kalla yfir sig reiðidóm. Einn miðlar öðrum af örlæti og eignast æ meira, annar heldur í meira en rétt er og verður þó enn snauðari. Örlátur maður hlýtur ríkulega umbun og sá sem gefur öðrum að drekka fær þorsta sínum svalað. Fólkið formælir þeim sem heldur í kornið en blessun kemur yfir þann sem býður það falt. Sá sem leitar góðs leitar velþóknunar en sá sem sækist eftir illu verður fyrir því. Sá fellur sem treystir á auð sinn en hinir réttlátu þrífast sem trjálauf. Sá sem spillir heimili sínu mun erfa vindinn en heimskinginn verður þræll hins vitra. Ávöxtur réttlætisins er lífstré og hinn vitri eignast hylli manna. Fái hinn réttláti endurgjald hér á jörðu, hvað þá um hinn rangláta og syndarann? Amen.
Orðs:11:22-31
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2024 | 05:17
Bæn dagsins...
Yndisleg koma hlýtur sæmd, hinn ötuli hlýtur auð. Kærleiksríkur maður vinnur sjálfum sér gagn, harðlyndur maður vinnur sér mein. Hinn rangláti eignast sýndarávinning en sá sem réttlæti sáir hlýtur ósvikin laun. Að stunda réttlæti leiðir til lífs, að elta hið illa leiðir til dauða. Fláráðir eru Drottni andstyggð en hinir vammlausu yndi hans. Víst er að hinn illi sleppur ekki við refsingu en hinir réttlátu eru óhultir. Amen.
Orðs:11:16-21
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2024 | 05:12
Bæn dagsins...
Borgin fagnar gæfu réttlátra og þegar ranglátir menn farast gjalla gleðióp. Blessun hinna réttsýnu reisir borgina en orð ranglátra steypa henni. Óvitur maður sýnir náunga sínum fyrirlitningu en vitur maður þegir. Rógberinn ljóstrar upp leyndarmáli en hinn þagmælski virðir trúnað. Án stjórnar tortímist herinn en séu ráðgjafar margir getur allt farið vel. Illa fer fyrir þeim sem gengur í ábyrgð fyrir annan mann, sá sem forðast handsöl er óhultur. Amen.
Orðs:11:10-15
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2024 | 05:12
Bæn dagsins...
Svikin vog er Drottni andstyggð en rétt vog er honum geðfeld. Komi hroki kemur og smán en hjá hinum hógværu er viska. Ráðvendni hreinskilinna leiðir þá en undirferli lygarans tortímir honum. Lítt gagna auðæfi á degi reiðinnar en réttlæti frelsar frá dauða. Réttlæti hins ráðvanda gerir veg hans sléttan en hinn rangláti hrasar um eigin illsku. Réttlæti hinna hreinskilnu frelsar þá en lygarar ánetjast eigin græðgi. Í dauðanum brestur von hins rangláta og væntingar illvirkjans bregðast. Hinn réttláti frelsast úr nauðum, hinn rangláti kemur í hans stað. Með orðum tortímir hinn rangláti náunga sínum en þekking hinna réttlátu bjargar þeim. Amen.
Orðs:11:1-9
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2024 | 07:13
Bæn dagsins...Safn spakmæla
Orðskviðir Salómons:
Vitur sonur gleður föður sinn en heimskur sonur er móður sinni til mæðu. Rangfenginn auður stoðar ekki en réttlæti frelsar frá dauða. Drottinn lætur ekki réttlátan mann þola hungur en kröfum hinna ranglátu hafnar hann. Iðjuleysi færir örbirgð en auðs aflar iðin hönd. Hygginn er sá er safnar á sumri en illa fer þeim sem sefur af sér uppskeruna. Blessun hvílir yfir höfði hins réttláta en lögleysan hylst í munni hins illa. Minning hins réttláta verður blessuð en nafn óguðlegra tærist burt. Sá sem er vitur í hjarta þýðist áminningar en þeim farnast illa sem talar af gáleysi. Sá sem fer rétta vegu gengur óhultur en upp kemst um þann sem þræðir hlykkjóttan veg. Sá sem deplar auga veldur sárindum en sá sem finnur að af hreinskilni stillir til friðar. Lífslind er munnur réttláts manns en lögleysan hylst í munni hins illa. Hatur vekur illdeilur en kærleikurinn breiðir yfir alla bresti. Viskan er á vörum hyggins manns en á baki hins óvitra dynur vöndurinn. Vitir menn geyma þekkingu sína en orð afglapans boða bráða glötun. Auður ríks manns er honum öflugt vígi en fátækt hinna snauðu verður þeim að falli. Eljusemi hins réttláta verður til lífs en gróði hins rangláta til syndar. Sá fer leið lífsins sem hlítir leiðsögn en sá villist af leið sem hafnar umvöndun. Sá sem leynir hatri er hræsnari, sá sem dreifir hiksögum er heimskingi. Málæðinu fylgja yfirsjónir en sá breytir hyggilega sem hefur taumhald á tungu sinni. Tunga hins réttláta er hreint silfur. Orð hins réttláta eru margra framfæri en afglaparnir deyja úr fákænsku. Blessun Drottins auðgar og erfiði mannsins bætir engu við hana. Heimskingjanum er ósóminn ánægja en viskan er hyggnum manni gleði. Það sem hinn óguðlegi óttast kemur yfir hann en réttlátum verður að von sinni. Stormur feykir burt hinum rangláta en hinn réttláti stendur á ævarandi grunni. Það sem tönnunum er vínsýra og augunum reykur, það er letinginn þeim sem fela honum erindi. Ótti Drottins lengir lífdagana en æviár ranglátra verða stytt . Eftirvænting réttlátra endar í gleði en vonir ranglátra rætast ekki. Vegur Drottins er athvarf vammlausum en illvirkjum tortíming. Hinum réttláta verður ekki þokað og hinir óguðlegu munu ekki byggja landið. Af munni hins réttláta streymir viska en lygatungan verður skorin burt. Varir hins réttláta vita hvað geðfellt er en munnur óguðlegra er flærðin ein. Amen.
Orðs:10:1-32
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2024 | 10:09
Bæn dagsins...Spekin og heimska
Spekin hefur reist sér hús og höggvið til sjö stólpa sína. Hún hefur slátrað sláturfé sínu, blandað vín sitt og búið borð sitt. Hún hefur sent út þernur sínar, hún kallar af hæðunum í borginni:" ,,Hver sem óreyndur er komi hingað." Og við hinn fávísa segir hún: ,,Komið, etið mat minn og drekkið vínið sem ég hef blandað. Látið af flónsku, þá munuð þér lifa, gangið á braut skynseminnar." Sá sem átelur háðskan mann verður aðhlátursefni og sá sem ávítar hinn rangláta verður hafður að háði. Ávítaðu ekki hinn háðska svo að hann hati þig ekki, ávítaðu hinn vitra og hann mun elska þig. Gefðu hinum vitra, þá verður hann að vitrari, fræddu hinn réttláta og hann mun auka lærdóm sinn. Að óttast Drottin er upphaf spekinnar og að þekkja Hinn heilaga er hyggindi. Með mínu fulltingi verða dagar þínir margir og árum lífs þíns fjölgar. Sértu vitur verður vitið þér til góðs en sértu spottari þá mun það bitna á þér einum. Heimskan er eirðarlaus, léttúðug og veit ekkert. Hún situr við dyr sínar, býr sér sess á hæðum borgarinnar til þess að kalla á þá sem fara hjá, þá sem stefna fram á leið sinni: ,,Hver sem óreyndur er komi hingað." Og við hinn fávísa segir hún: ,,Stolið vatn er sætt og lostætt er launetið brauð." Og hann veit ekki að þar eru heimkynni hinna dauðu, að gestir hennar hafna í djúpum heljar. Amen.
Orðs:9:1-18
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2024 | 05:20
Bæn dagsins...Spekin tekur til máls
Þegar hann þandi út himininn var ég þar, þegar hann steypi hvelfingunni yfir hafdjúpin, þegar hann festi upp skýin af mætti sínum og lét uppsprettur undirdjúpanna streyma fram, þegar hann setti hafinu skorður til þess að vötnin staðnæmdust þar sem hann bauð, þegar hann ákvað grundvöll jarðarinnar, þá var ég með í ráðum við hlið honum, var yndi hans dag hvern og lét mér fyrir augliti hans alla tíma, ég lét mér í byggðum heimi hans og fagnaði með mannanna börnum. Hlýðið mér, synir, því að sælir eru þeir sem halda sigá vegum mínum. Hlustið á hvatningu mína, svo að þér verðið vitrir, og hafnið henni ekki.Sæll er sá maður sem hlýðir á mig, kemur daglega að hliðum mínum og dvelst við dyr mínar. Sá sem finnur mig finnur lífið og öðlast velþóknun Drottins. Sá sem missir mín vinnur sjálfum sér mein. Þeir sem hata mig elska dauðann. Amen.
Orðs:8:27-36
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2024 | 05:14
Bæn dagsins...Spekin tekur til máls
Ég færi þeim sanna auðlegð sem elska mi9g og fylli sjóði þeirra. Drottinn skapaði mig í upphafi, á undan öðrum verkum sínum, í árdaga. Fyrir óralöngu var ég mynduð, í upphafi, áður en jörðin varð til. Ég fæddist áður en hafdjúpin urðu til, þegar engar vatnslindir voru til. Áður en fjöllunum var hleypt niður, á undan hæðunum fæddist ég, áður en hann skapaði lönd og akra og fyrstu moldarköggla jarðar. Amen.
Orðs:8:21-26
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.8.2024 | 05:20
Bæn dagsins...Spekin tekur til máls
Að óttast Drottin er að hata hið illa, hroka og dramb, meinfýsi og ósannsögli hata ég. Ráð veit ég og velgengni, hjá mér er hyggin og minn er mátturinn og valdhafar úrskurða það sem rétt er. Vegna mín stjórna menn og hljóta mannaforráð,allir valdsmenn veraldar. Ég elska þá sem mig elska og þeir finna mig sem leita mín. Auður og sæmd eru hjá mér, varanlegir sjóðir og velgengni.Ávextir mínir eru betri en gull og gimsteinar og afrakstur minn betri en hreint silfur. Ég geng á götu léttlætisins og stigum réttsýninnar. Amen.
Orðs:8:13-20
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2024 | 06:21
Bæn dagsins...Spekin tekur til máls
Öll eru þau auðskilin hinum skilningsríka og augljós þeim sem hlotið hefur þekkingu. þiggið leiðsögn mína fremur en silfur og fræðslu mína fremur en skíragull. Viska er betri en perlur, engir fjársjóðir jafnast á við hana. Ég spekin, dvelst hjá viskunni, viskunni hjá mér býr dómgreind og þekking. Amen.
Orðs:8:9-12
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.8.2024 | 04:52
Bæn dagsins...Spekin tekur til máls
Heyr, spekin kallar. Viskan hefur upp raust sína. Uppi á hæðunum, við veginn og við krossgöturnar stendur hún, við hliðin út úr borginni, þar sem gengið er inn, kallar hún hástöfum: Til yðar tala ég, menn, og rödd minni er beint til mannanna barna. Þér óreyndu, lærið hyggindi, og þér heimskingjar, lærið skynsemi. Hlýðið á því að ég boða það sem mikilvægt er og varir mínar tjá það sem rétt er. Sannleikur kemur af munni mínum og lygi er viðbjóður vörum mínum. Réttvísi boða öll orð munns míns, í þeim er hvorki fals né fáræði.Amen.
Orðs:8:1-8
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.8.2024 | 12:46
Bæn Dagsins...Hagnýt ráð
Sonur minn, varðveittu orð mín og hugfestu fyrirmæli mín. Varðveittu fyrirmæli mín, því að þá munt þú lifa, og leiðsögn mína eins og sjáaldur auga þíns. Bind þau á fingur þína og skráðu þau á spjald hjarta þíns," og kallaðu skynsemina vinkonu svo að þær varðveiti þig fyrir hinni framandi komu, hinni blíðmálugu konu. Út um gluggann á húsi mínu skimaði ég milli rimlanna og sá þar meðal sveinanna ungan og vitstola mann. Hann kom að götuhorni og fetaði leiðina að húsi hennar, í rökkrinu, að kvöldi dags, um miðja nótt og í niðdimmu. Konan gekk til móts við hann, klædd sem skækja og undirförul í hjarta, eirðarlaus óhemja er hún og hefst aldrei við heima, hún er ýmist á götunum eða á torgunum og liggur í leyni við hvert horn, þrífur í hann og kyssir hann og segir í blygðunarleysi: ,,Ég átti að færa heillafórn, í dag hef ég goldið heit mitt. Þess vegna fór ég út að finna þig til þess að leita þín, og hef nú fundið þig. Ég hef búið rúm mitt ábreiðum, marglitum ábreiðum úr egypsku líni. Myrru, alóe og kanel hef ég stökkt á hvílu mína. Komdu, við drekkum okkur ástdrukkin, njótum ásta fram á morgun. Maðurinn minn er að heiman, hann er farinn í langferð. Peningapyngjuna tók hann með sér, hann kemur ekki heim fyrr en í tunglfyllingu." Hún tælir hann með fortölum og ginnir hann með blíðmælgi. Hann fer rakleiðis á eftir henni eins og naut á leið til slátrunar, eins og hjörtur sem anar í netið uns örin smýgur gegnum lifur hans, eins og fuglinn hraðar sér í snöruna og veit ekki að líf hans er í veði. Þér yngismenn, hlýðið því á mig og gefið gaum að orðum mínum. Láttu ekki hjartað tælast á leið hennar, vallstu ekki inn á götur hennar. Marga hefur hún sært ólífissári og fórnarlömb hennar eru óteljandi. Hús hennar er helvegur niður til heimkynna dauðans. Amen.
Orðs:7:1-27
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.8.2024 | 08:01
Bæn dagsins...Hagnýt ráð
Varðveittu, sonur minn, fyrirmæli föður þins og hafnaðu ekki viðvörun móður þinnar. Festu þau á hjarta þitt, bittu þau um háls þinn. Þau leiða þig hvar sem þú ferð, þegar þú hvílist vaka þau yfir þér og þegar þú vaknar, þá tala þau til þín. Þín að fyrirmæli eru lampi og viðvörun ljós, og hvatning og handleiðsla leið til lífsins því að þær varðveita þig fyrir vondri konu, fyrir hálli tungu framandi konu. Girnstu ekki fegurð hennar í hjarta þínu og láttu hana ekki ginna þig með augnaráði sínu. Því að skækja fæst fyrir einn brauðhleif en ótrú kona náunga þíns sækist eftir lífi þínu. Getur nokkur borið glóð í klæðafaldi án þess að föt hans sviðni? Getur nokkur gengið á glóðum án þess að svíða iljar sínar? Svo fer þeim sem hefur mök við konu náunga sína, sá hlýtur refsingu sem hana snertir. Engin fyrirlítur þjófinn þegar hann stelur til að seðja hungur sitt. Náist hann verður hann þó að greiða sjöfalt og láta frá sér allar eigur sínar. Sá sem drýgir hór með giftri konu er vitstola, hann steypir sjálfum sér í glötun. Högg og smán mun hann hljóta og vansæmd hans verður aldrei afmáð. Eiginmaðurinn verður hamstola af reiði og hefnd hans verður vægðarlaus, hann lítur ekki við neinum bótum og hafnar gjöfum þínum hversu ríkulegar sem þær eru. Amen.
Orðs::6:20-35
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
33 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 14
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 107
- Frá upphafi: 212110
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 79
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 9
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 21.11.2024 Bæn dagsins...
- 20.11.2024 Bæn dagsins...
- 19.11.2024 Bæn dagsins...
- 18.11.2024 Bæn dagsins...
- 17.11.2024 Bæn dagsins...
- 16.11.2024 Bæn dagsins...
- 15.11.2024 Bæn dagsins...
- 14.11.2024 Bæn dagsins...
- 13.11.2024 Bæn dagsins...
- 12.11.2024 Bæn dagsins...
Bloggvinir
- Anna Heiða Harðardóttir
- Aida.
- Kvíðin kona
- Rafn Haraldur Sigurðsson
- Jón Magnússon
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Sverrir Halldórsson
- Kafteinninn
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Auðun Gíslason
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristín Ketilsdóttir
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Íris María
- Ásdís Rán
- Brynja skordal
- Ágúst Böðvarsson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rakel Lind
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Myndlistarfélagið
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Vilborg Traustadóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Eygló Hjaltalín
- Halla Vilbergsdóttir
- Mín veröld
- egvania
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Svanur Heiðar Hauksson
- Pétur Björgvin
- Ester
- Nancy Drew
- Benna
- Guðrún Olga Clausen
- Inga Lára Helgadóttir
- Agný
- Ólafur Jóhannsson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Helga Dóra
- Heiða B. Heiðars
- Blúshátíð í Reykjavík
- Guðný Lára
- Heiður Helgadóttir
- Baldvin Jónsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Guðfríður Lilja
- Birna G
- Jóhann Helgason
- Ruth
- Mofi
- Heiða
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- gudni.is
- Sigríður Jónsdóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Grétar Örvarsson
- Jens Guð
- Elísa Ósk Jónsdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Óskar Arnórsson
- oktober
- Árni þór
- Jakob Falur Kristinsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Jóhann Hauksson
- Snorri Óskarsson
- HÉR & NÚ
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Gunnlaugur Helgason
- Sverrir Stormsker
- Öll lífsins gæði?
- Dagrún Þórný Marínardóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Sveinn Arnarsson
- Kristján L. Möller
- Karl V. Matthíasson
- Guðríður Arnardóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Taflfélagið Hellir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Skák.is
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Rannsóknarskýrslan
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Elma Berglind Stefánsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Kristin stjórnmálasamtök
- Jón Valur Jensson
- Ásar, Víkingafélag Akureyrar
- Óskar Sigurðsson
- Hugarafl - Valdefling
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- ADHD
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Guðrún Norberg
- Bjarni Harðarson
- Tómas Ibsen Halldórsson