Bæn dagsins..Hinstu ráðleggingar Tóbíts:

Allar þjóðir gervallrar jarðar munu snúa s´æer að nýju til Guðsog óttast hann í sannleika. Amen.

Tóbítsbók:14:6


Bæn dagsins...Hinstu ráðleggingar Tóbíts

Það mun allt koma fram á tilsettum tíma.

Það verður öruggara að búa í Medíu en í Assýríu eða Babýlon.

Því að ég veit og treysti að allt sem Guð hefur talað muni koma fram og verða án þess að nokkurt orða hans bregðist.

Öllum bræðrum okkar, sem búa í Ísrael, mun dreift og þeir munu herleiddir burt úr landinu góða.

Gervallt Ísraelsland munlagt í auðn, Samaría og Jerúsalem munu eyddar og hús Guðs mun brennt og verða í eyði um tíma.

En Guð mun miskunna þeim að nýju og hann mun láta þá snúa aftur til lands Ísraels.

Þeir munu endurreisa hús hans þótt það verði ekki eins og hið fyrra og það mun standa þar til fylling tímans verður.

Þá munu allir hinir herleiddu snúa aftur og endurreisa Jerúsalem veglega.

Hús Guðs mun einnig endurreist í samræmi við orð spámanna Ísraels um borgina. Amen.

Tóbítsbók:14:4-5

 


Bæn dagsins...Hinstu ráðleggingar Tóbíts.

Þannig lauk Tóbít lofsöng sínum.

Tóbít hlaut hægt andlát þegar hann var hundrað og tólf ára og var grafinn með viðhöfn í Níníve en hafði verið sextíu og tveggja ára þegar augu hans sködduðust.

Eftir að hann fékk sjónina aftur lifði hann góðu lífi og velgerðasömu.

Aldrei lét hann af að lofa Guð og vegsama mikilleik hans.

Er hann lá fyrir dauðanum kallaði hann á Tóbías son sinn og gaf honum þessi fyrirmæli: ,,Drengur minn.

Taktu með þér börn þín og farðu til Medíu.

Ég trúi orði Guðs um Níníve sem  Nahúm mælti.

Það mun allt koma fram og hrína ás Assýríu og Níníve.

Allt það sem spámenn Ísraels sendiboðar Guðs, sögðu mun koma fram, undantekningarlaust.Amen.

Tóbítsbók:14.1-4


Bæn dagsins..Lofgjörð Tóbíts þá bað Tóbít:

Lofa þú Drottin, sála mín, konunginn mikla.

Því að Jerúsalem mun endurreist sem hús Drottins um aldir alda.

Ég mun sæll ef nokkrir niðjar minna lifa og fá að líta dýrð þína og lofa konung himinsins.

Hlið Jerúsalem munu gerð úr safír og smaragði, allir múrar þínir af eðalsteinum.

Turnar Jerúsalem munu gerðir af gulli, varðturnarnir af skíragulli.

Stræti Jerúsalem munu lögð steinflögumyndum og eðalsteinum frá Ófír.

Frá hliðum Jerúsalem munu gleðisöngvar óma og frá hverju húsi mun hljóma: Hallelúja, lofaður sé Ísraels Guð! Hinir blessuðu munu lofa nafn Hins heilaga nú og að eilífu. Amen.

Tóbítsbók:13:15-18


Bæn dagsins..Lofgjörð Tóbíts þá bað Tóbít:

Bölvaðir séu allir sem lasta þig, bölvaðir allir sem eyða þig og rífa niður múra þína, fella turna þína og leggja eld að húsum þínum.

En blessaðir séu þeir um eilífð sem auðsýna þér lotningu.

Kom þá og fagna yfir sonum réttlátra því að allir munu safnast saman og lofa Drottin eilífðarinnar.

Sælir eru þeir sem elska þig, sælir eru þeir sem gleðjast yfir velgengni þinni.

Sælir eru allir þeir sem hryggjast yfir þeim þjáningum öllum sem á þér dundu því að þeir munu gleðjast yfir þér og sjá öll fagnaðarefni þín um eilífð. Amen.

tóbítsbók:13:12-14


Bæn dagsins...Lofgjörð Tóbíts þá bað Tóbít:

Þá mun tjaldbúð þín endurreist verða með miklum fögnuði.

Drottinn gleðji alla útlaga þína, Jerúsalem, og auðsýni öllum þínum umkomulausu kærleika frá kyni til kynd og um aldir alda.

Skært ljós mun skína til endimarka jarðar og margar þjóðir munu koma langt að til þín, lýðir frá ystu endimörkum jarðar til að nálgast þitt heilaga nafn.

Þeir munu færa konungi himinsins gjafir.

Ein kynslóð af annarri mun syngja gleðisöng í þér og nafn hinnar útvöldu borgar mun vara frá kyni til kyns um aldir alda.Amen.

Tóbítsbók:13:10-11


Bæn dagsins... Lofgjörð Tóbíts þá bað Tóbít:

Ég lofa Guð minn og sál mín lofsyngur konung himinsins og fagnar yfir mikilleik hans.

Allir skulu tala um stórvirki hans og syngja honum lof Jerúsalem.

Jerúsalem, borgin helga, þig mun hann hirta fyrir syndir sona þinna en réttlátum mun hann miskunna.

Þakka þú Drottni því að hann er góður, lofa konung eilífðarinnar. Amen.

Tóbítsbók:13:7-10


Bæn dagsins...Lofgjörð Tóbíts...þá bað Tóbít:

Hann mun hirta yður vegna ranglætis yðar, en hann mun einnig miskunna yður og leiða yður aftur frá þjóðunum öllum sem yður var dreift á meðal.

Þegar þér snúið yður til hans af öllu hjarta og allri sálu og gerið rétt fyrir augliti hans mun hann snúa sér að yður og ekki framar hylja ásjónu sína fyrir yður.

Sjáið hvað hann hefur gert fyrir yður og þakkið honum hástöfum.

Lofið Drottin réttlætisins, vegsamið konung eilífðarinnar.

Ég þakka honum í landi útlegðar minnar, kunngjöri syndugri þjóð mátt hans og mikilleik.

Snúið við, syndarar, lífið réttlátlega fyrir augliti hans.

Þá kann að vera að hann auðsýni yður náð og miskunn.Amen.

Tóbítsbók:13:5-6


Bæn dagsins Lofgjörð Tóbíts...þá bað Tóbít:

Lofaður sé lifandi Guð að eilífu, lofað sé ríki hans.

Hann agar en miskunnar einnig, leiðir til heljar niður í jarðardjúp en hrífur einnig úr gereyðingunni.

Enginn fær umflúið hönd hans.

Þakkið honum, Ísraelsmenn, í augsýn heiðingjanna.

Meðal þeirra dreifði hann yður.

Þar sýndi hann mátt sinn.

Vegsamið hann frammi fyrir öllum lifendum því að hann er Drottinn vor, Guð vor og faðir vor.

Hann er Guð um aldir alda.Amen.

Tóbítsbók:13:1-4


Bæn dagsins

Hann minntist vor í lægingu vorri,

miskunn hans varir að eilífu.

bjargaði oss frá fjandmönnum vorum,

miskunn hans varir að eilífu.

Hann fæðir allt sem lifir,

miskunn varir að eilífu.

Þakkið Guði himinsins,

miskunn hans varir að eilífu. Amen.

sálm:136:23-26


Bæn dagsins

Hann gaf þeim land þeirra að erfi,

miskunn hans varir að eilífu,

erfðahlut handa Ísrael, þjóni sínum,

miskunn hans varir að eilífu.Amen.

sálm:136:21-22


Bæn dagsins

Síhon, konung Amoríta,

miskunn hans varir að eilífu,

og Óg, konung í Basan,

miskun hans varir að eilífu.

sálm:136:19-20


Bæn dagsins

Hann leiddi þjóð sína yfir auðnina, 

miskunn hans varir að eilífu,

sigraði mikla konunga,

miskunn hans varir að eilífu,

felldi volduga konunga,

miskunn hans varir að eilífu,

sálm:136:16-18


Bæn dagsins

og leiddi Ísrael í gegnum það, miskunn  hans vari að eilífu. Hann steypti faraó og herhans í Sefhafið, miskunn hans varir að eilífu. Amen.

sálm:136:14-15


Bæn dagsins

með sterkri hendi og útréttum armi, miskunn hans varir að eilífu. Hann klauf Sefhafið, miskunn hans varir að eilífu.

Sálm:136:12-13


bæn dagsins

Hann laust Egypta og deyddi frumburði þeirra,miskunnhans varir að eilífu, leiddi Ísrael burt frá þeim, miskunn hans varir að eilífu, Amen.

Sálm:136:10-11


Bæn dagsins

sólina til að ráða deginum, miskunn hans varir að eilífu, tungl og stjörnur til að ráða nóttinni, miskunn hans varir að eilífu. Amen

Sálm:136:8-9


Bæn dagsins

Hann breiddi út jörðina á vötnunum, miskunn hans varir að eilífu. Hann skapaði stóru ljósin, miskunn hans varir að eilífu, Amen

Sálm:136:6-7


Bæn dagsins

Þakkið Drottni drottnanna. miskunn hans varir að eilífu. Hann einn vinnur máttarverk, miskunn hans varir að eilífu. Hann gerði himininn af visku, miskunn hans varir að eilífu. amen.

sálm:136:3-5


Bæn dagsins

Jesús settist gegnt fjárhirslunni og horfði á fólkið leggja peninga í hana. Margir auðmenn lögðu þar mikið. Þá kom ekkja ein fátæk og lét þar tvo smápeninga, eins eyris virði. Og Jesús kallaði til sín lærisveina sína og sagði við þá: ,,Sannlega segi ég ykkur þessi fátæka ekkja gaf meira en allir hinir er lögðu í fjárhirsluna.Allir gáfu þeir af allsnægtum sínum en hún gaf af skorti sínum allt sem hún átti, alla björg sína."

Amen.

Mark:12:41-44


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

229 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 33
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 177
  • Frá upphafi: 208203

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 125
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 16

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband