Bæn dagsins

Orð þitt, Drottinn,varir að eilífu, það stendur stöðugt á himnum.Frá kyni til kyns varir trúfesti þín, þú hefur grundvallað jörðina og hún stendur.Amen.

Sálm:119:89-90


Bæn dagsins

Öll boð þín eru áreiðanleg, menn ofsækja mig með lygum, veit mér lið! Við lá að þeir afmáðu mig af jörðinni en ég vék ekki frá fyrirmælum þínum. Lát mig lífi  halda sakir miskunnar þinnar, að ég megi varðveita reglurnar af munni þínum. Amen.

Sálm:119:86-88


Bæn dagsins

Hve margir eru dagar þjóns þíns? Hvenær kveður þú upp dóm yfir ofsækjendum mínum? Hrokafullir grófu mér grafir, þeir hlýða ekki lögum þínum.Amen.

Sálm:119:84-85


Bæn dagsins

Sál mín tærist af þrá eftir hjálp þinni, ég bíð eftir orði þínu, augu mín daprast af þrá eftir orði: Hvenær munt þú hugga mig? Ég er orðinn eins og skorpinn vínbelgur en lögum þínum hef ég eigi gleymt. Amen.

Sálm:119:81-83


Bæn dagsins

Þeir snúi sér til mín sem óttast þig og þekkja fyrirmæli þín. Gef mér að fylgja lögum þínum af heilu hjarta svo að ég verði eigi til skammar. Amen.

Sálm:119:79-80


Bæn dagsins

Lát náð þína verða mér til huggunar eins og þú hefur heitið þjóni þínum. Sendu mér miskunn þína, að ég megi lifa, því að lögmál þitt er unun mín.  Lát hrokagikkina verða til skammar sem þjaka mig að ósekju en ég íhuga fyrirmæli þín. Amen.

Sálm:119:76-78


Bæn dagsins

Þeir er óttast þig sjá mig og gleðjast því að ég vona á orð þitt. Ég veit, Drottinn, að dómar þínir eru réttlátir, að þú auðmýktir mig í trúfesti þinni. Amen.

Sálm:119:74-75


Bæn dagsins

Lögmálið munni þínum er mér mætara en þúsundir skildinga úr silfri og gulli. Hendur þínar sköpuðu mig og mótuðu, veit mér skilning til að læra boð þín. Amen.

Sálm:119:72-73


Bæn dagsins

Hjarta þeirra er sljótt og feitt en ég hef yndi af lögmáli þínu. Það varð mér til góðs að ég var beygður svo að ég gæti lært lög þín. Amen.

Sálm:119:70-71


Bæn dagsins

Þú ert góður og geir vel, kenn mér lög þín. Hrokafullir spinna upp lygar gegn mér en ég fylgi boðum þínum af öllu hjarta. Amen.

Sálm:119:68-69


Bæn dagsins

Áður en ég varð auðmjúkur villtist ég en nú varðveiti ég orð þitt. Amen.

Sálm:119:67


Bæn dagsins

Þú hefur gert vel til þjóns þíns eftir orði þínu, Drottinn. Veit mér dómgreind og þekkingu því að ég treysti boðum þínum. Amen.

Sálm:119:65-66


Bæn dagsins

Ég er vinur allra sem óttast þig og halda fyrirmæli þín. Drottinn, jörðin er full af miskunn þinni, kenn mér lög þín. Amen.

Sálm:119:63-64


Bæn dagsins

Snörur óguðlegra lykja um mig en ég gleymi ekki lögmáli þínu. Um miðnætti rís ég upp til að þakka þér réttlát ákvæði þín. Amen.

Sálm:119:61-62


Bæn dagsins

Ég hef hugað  að vegum mínum og beint skrefum mínum að fyrirmælum þínum. Ég hef flýtt mér og eigi tafið að hlýða boðum þínum. 

Sálm:119:59-60


Bæn dagsins

Drottinn er hlutskipti mitt, ég hef heitið að halda boð þín. Ég ákalla þig af öllu hjarta, vertu mér náðugur eins og þú hefur heitið. Amen.

Sálm:119:57-58


Bæn dagsins

Um nætur minnist ég nafns, Drottinn, því að ég vil halda lög þín. Það hefur hlotnast mér að fylgja fyrirmælum þinum. Amen.

Sálm 119:55-56


Bæn dagsins

Ofsareiði við óguðlega grípur mig, við þá er yfirgefa lögmál þitt. Lög þín eru efni ljóða minna í því húsi sem ég gisti. Amen.

Sálm:119:53-54


Bæn dagsins

Þeir hrokafullu spotta mig ákaflega en ég vík eigi frá lögmáli þínu. Ég minnist boða þinna frá öndverðu, Drottinn, og læt huggast.Amen.

Sálm:119:51-52


Bæn dagsins

Minnstu þess orðs við þjón þinn sem þú gafst mér að vona á, það er huggun mín í eymd minni að orð þitt lætur mig lífi halda. Amen.

Sálm:119:49-50


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

93 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.9.): 25
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 218247

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 74
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband