9.7.2024 | 17:10
Bæn dagsins...Biðjið, leitið
Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.Amen.
Matt:7:7-8
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.7.2024 | 05:17
Bæn dagsins...Sálmarnir
Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi.
Þvo mig hreinan af misgjörð minni, hreinsa mig af synd minni.
Ég þekki sjálfur afbrot mín og synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum.
Gegn þér einum hef ég syndgað og gert það sem illt er í augum þínum.
Því ert þú réttlátur er þú talar, hreinn er þú dæmir.
Sjá, sekur er ég fæddur, syndugur er móðir mín ól mig.
Þ:´æu hefur þóknun á hreinskilni hið innra og í fylgsnum hjartans kennir þú mér visku. Amen.
Sálm:51:3-8
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2024 | 22:03
Bæn dagsins...Sálmarnir
Sá er situr í skjóli Hins hæsta og dvelst í skugga Hins almátaka segir Drottin: ,,Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á." Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt eyðingarinnar, hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og vígi.
Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar eða örina sem flýgur um daga, drepsóttina sem læðist um dimmunni eða sýkina sem geisar um hádegið. Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar þá nær það ekki til þín. Þú munt sjá með eigin augum, horfa á hvernig óguðlegum er endurgoldið. Þitt hæli er Drottinn, þú hefur gert Hinn hæsta að athvarfi þínu. Engin ógæfa hendir þig og engin plága nálgast tjald þitt því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín áöllum vegum þínum. Þeir munu bera þig á höndum sér svo að þú steytir ekki fót þinn við steini. Þú munt stíga yfir ljón og nöðru, troða fótum ungljón og dreka. Það sem hann er mér trúr bjarga ég honum, ég vernda hann því að hann þekkir nafn mitt. Ákalli hann mig mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og geri hann vegsamlegan. Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt. AMEN.
Sálm:91:1-16
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.7.2024 | 05:23
Bæn dagsins...Sálmarnir
Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. Amen.
Sálm:119:9
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.7.2024 | 07:04
Bæn dagsins...spekiorð
Betra er gott mannorð en góð ilmsmyrsl og betri er dauðadagur en fæðingardagur.
Betra er að ganga í sorgarhús en að ganga í veislusal því að það eru endalok sérhvers manns og sá sem lifir hugfestir það.
Betri er hryggð en hlátur því að þegar andlitið er dapurt líður hjartanu vel.
Hjarta spekinganna er í sorgarhúsi en hjarta heimskingjanna í gleðihúsi.Amen.
Prédikarinn:7:1-4
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.7.2024 | 09:19
Bæn dagsins...Verið fullkomin
Jesús segir:
,,Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður."
Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.Amen.
matt:5:45
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.7.2024 | 08:03
Bæn dagsins...Gjafmildi við fátæka
Vatnið slekkur brennandi bál og góðverk bætir fyrir syndir.
Þess manns mun síðar minnst sem launar gott með góðu, þegar á móti blæs mun hann stuðning hljóta. Amen.
Síraksbók:3:30-31
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.7.2024 | 05:34
Bæn dagsins...Sálmarnir
Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.
Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Amen.
Sálm:23:1-2
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.7.2024 | 05:31
Bæn dagsins...Þjónið Drottni með þolgæði
Barnið mitt, er þú kemur til að þjóna Drottni þú þig þá undir þolraun.
Hjarta þitt sé einlægt og staðfast og rótt á reynslutíma.
Haltu þér fast við Drottin og vík eigi frá honum og þú munt vaxa af því um síðir.
Tak öllu sem að höndum ber, berðu þjáningu og neyð með þolinmæði.
Eins og gull er reynt í eldi, þannig eru þeir sem Drottinn ann reyndir í deiglu þjáningar.
Treystu honum og hann mun taka þig að sér, gakk réttan veg og vona á hann. Amen.
Síraksbók:2:1-6
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.7.2024 | 05:38
Bæn dagsins...Spekin og lotning fyrir Guði.
Spekin býr yfir fjársjóðum spakmæla en guðhræðsla er syndurum viðurstyggð.
Ef þú þráir speki skaltu halda boðorðin, þá mun Drottinn veita þér gnótt hennar.
Speki og menntun er að óttast Drottin, trúfesti og auðmýkt gleðja hann.
Sporna ei gegn því að óttast Drottin, gakk ei fyrir hann með svik í hjarta.
Hræsna þú eigi fyrir mönnum og haf gát á vörum þínum.
Hreyk þér eigi upp svo að þú fallir og leiðir vanvirðu yfir þig.
Drottinn mun þá leiða það í ljós sem þú hylur hið innra og auðmýkja þig í augsýn safnaðarins.
Þú gekkst eigi fram í ótta Drottins, hjarta þitt var fullt svika. Amen.
Síraksbók:1:25-30
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.7.2024 | 05:33
Bæn dagsins.Hafið taumhald á lund og tungu.
Óréttmæt reiði á engar málsbætur, hömlulaus heift leiðir manninn til falls.
Þolinmóður þreyr til hentugs tíma og honum hlotnast gleði um síðir.
Orðvar er hann uns tími er til, þá hljóta hyggindi hans lof af vörum margra. Amen.
Síraksbók:1:22-24
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.6.2024 | 07:01
Bæn dagsins...Upphaf spekinnar.
Upphaf spekinnar er að óttast Drottin.
Hún er ásköpuð hinum trúföstu þegar í móðurlífi.
Hjá mönnum hefur hún gert sér bústað, grundvallaðan að eilífu, niðjar þeirra munu treysta á hana.
Nægtir speki er að óttast Drottin, hún seður menn með aldinum sínum.
Hús þeirra allt fyllir hún lostæti, forðabúrin afurðum sínum.
Kóróna spekinnar er að óttast Drottin, hún ber blóm friðar og fullrar heilsu.
Drottinn horfði á spekina og mat hana mikils.
Hún lætur þekkingu og innsæi falla sem regn, eflir vegsemd þeirra sem höndla hana.
Rót spekinnar er að óttast Drottin, greinar hennar eru langlífi.
Guðsótti hrekur syndir á braut og þar sem hann er að finna víkur reiðin frá. Amen.
Síraksbók:1:14-21
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.6.2024 | 08:47
Bæn dagsins...Spekin vegsömuð.
Öll speki er frá Drottni, hjá honum er hún að eilífu.
Hver fær talið sandkorn á sjávarströnd, dropa regns eða daga eilífðar? Hver fær kannað hæð himins, víðáttu jarðar, undirdjúpin eða spekina? Fyrri öllu var spekin sköpuð, frá eilífð voru skilningur og hyggindi.
Orð Guðs í upphæðum er lind spekinnar, eilíf boð hans vegir hennar.
Hverjum opinberaðist upphaf spekinnar? Hver komst fyrir hulin rök hennar? Hverjum opinberaðist þekking á spekinni og hver skilning á allri reynslu hennar? Drottinn einn er spakur, ógurlegur mjög, situr í hásæti sínu.
Hann er sá sem spekina skóp, leit á hana og virti vel og veitti henni yfir öll sín verk.
Allt sem lifir fékk hlutdeild í þeirri gjöf hans, hann veitir þeim sem elska hann ríkulega af henni.
Að óttast Drottin fyllir hjartað fögnuði, veitir ánægju, gleði og langlífi.
Sá sem óttast Drottin mun hljóta sælan endi, njóta blessunar á banadægri. Amen.
Síraksbók:1:1-13
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.6.2024 | 07:50
Bæn dagsins...Sálmarnir.
Hásæti þitt, Guð, stendur um aldir alda, veldissproti ríkis þíns er réttlætissproti.
Þú elskar réttlæti og hatar ranglæti, þess vegna hefur Guð, þinn Guð, smurt þig fagnaðarolíu fremur en félaga þína. Amen.
Sálm:45:7-8
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.6.2024 | 10:08
Bæn dagsins...Augað er lampi líkamans.
Enn sagði Jesús: ,,Enginn kveikir ljós og setur það í felur né undir mæliker heldur á ljósastiku svo að þeir sem inn koma sjái ljósið.
Auga þitt er lampi líkamans.
Þegar auga þitt er heilt þá er og allur líkami þinn bjartur en sé það spillt þá er og líkami þinn dimmur.
Gæt því þess að ljósið í þér sé ekki myrkur.
Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum verður hann allur í birtu eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum." Amen.
Lúk:11:33-36
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.6.2024 | 04:45
Bæn dagsins...Sálmarnir.
Guð, Drottinn Guð, talar, kallar á jörðina frá sólarupprás til sólarlags. Amen.
Sálm:50:1
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2024 | 05:27
Bæn dagsins...Sálmarnir.
Hjarta brann í brjósti mér ég stundi og eldurinn logaði upp.
Þá tók ég til orða og mælti: ,,Lát mig, Drottinn, sjá afdrif mín og hvað mér er útmælt af dögum.
Sálm:39:4-5
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.6.2024 | 05:12
Bæn dagsins...Sálmarnir.
Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt eyðingarinnar, hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og vígi. Amen.
Sálm:91:3-4
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.6.2024 | 09:57
Bæn dagsins...Læknir. og bæn.
Jesús gekk ofan með þeim og samstaðar á sléttri flöt.
Þar var stór hópur lærisveina hans og mikill fjöldi fólks úr allri Júdeu, frá Jerúsalem og sjávarbyggðum Týrusar og Sídonar, er komið hafði til að hlýða á hann og fá lækning meina sinna.
Einnig voru þeir læknaðir er þjáðir voru af óhreinum öndum.
Allt fólkið reyndi að snerta hann því að frá honum kom kraftur er læknaði alla. Amen.
Lúk:6:17-19
Bæn.
En Guði, sem megnar að varðveita yður frá hrösun og láta yður koma fram fyrir dýrð sína lýtalaus í fögnuði, einum Guði sem frelsar oss fyrir Jesú Krist, Drottin vorn, sé dýrð, hátign, máttur og vald frá alda öðli, nú og um aldir.Amen.
Hið almenna bréf Júdasar:24
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.6.2024 | 10:13
Bæn dagsins...Elskum hvert annað.
Því að þetta er sá boðskapur sem þið hafið heyrt frá upphafi: Við eigum að elska hvert annað.
Ekki vera eins og Kain sem var af hinum vonda og myrti bróður sinn.
Og af hverju myrti hann hann? Af því að verk hans voru vond en verk bróður hans góð.
Undrist ekki, systkin, þótt heimurinn hati ykkur.
Við vitum að við erum komin yfir frá dauðanum til lífsins af því að við elskum bræður okkar og systur.
Sá sem ekki elskar er áfram í dauðanum.
Hver sem hata bróður sinn eða systur er manndrápari og þið vitið að enginn manndrápari hefur eilíft líf í sér.
Af því þekkjum við kærleikann að Jesús lét lífið fyrir okkur.
Svo eigum við og að láta lífið hvert fyrir annað.
Ef sá sem hefur heimsins gæði horfir á bróður sinn eða systur vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir þeim, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum? Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum heldur í verki og sannleika. Amen.
Fyrsta bréf Jóh/hið almenna: 3:11-18
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
94 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.9.): 9
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 218218
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 66
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 21.9.2025 Bæn dagsins...
- 20.9.2025 Bæn dagsins...
- 19.9.2025 Bæn dagsins...
- 18.9.2025 Bæn dagsins...
- 17.9.2025 Bæn dagsins...
- 16.9.2025 bæn dagsins...
- 15.9.2025 Bæn dagsins...
- 14.9.2025 Bæn dagsins...
- 13.9.2025 Bæn dagsins...
- 12.9.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson