Bæn dagsins...Augað er lampi líkamans.

Enn sagði Jesús: ,,Enginn kveikir ljós og setur það í felur né undir mæliker heldur á ljósastiku svo að þeir sem inn koma sjái ljósið.

Auga þitt er lampi líkamans.

Þegar auga þitt er heilt þá er og allur líkami þinn bjartur en sé það spillt þá er og líkami þinn dimmur.

Gæt  því þess að ljósið í þér sé ekki myrkur.

Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum verður hann allur í birtu eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum." Amen.

Lúk:11:33-36


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Guð, Drottinn Guð, talar, kallar á jörðina frá sólarupprás til sólarlags. Amen.

Sálm:50:1


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Hjarta brann í brjósti mér ég stundi og eldurinn logaði upp.

Þá tók ég til orða og mælti: ,,Lát mig, Drottinn, sjá afdrif mín og hvað mér er útmælt af dögum.

Sálm:39:4-5


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt eyðingarinnar, hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og vígi. Amen.

Sálm:91:3-4


Bæn dagsins...Læknir. og bæn.

Jesús gekk ofan með þeim og samstaðar á sléttri flöt.

Þar var stór hópur lærisveina hans og mikill fjöldi fólks úr allri Júdeu, frá Jerúsalem og sjávarbyggðum Týrusar og Sídonar, er komið hafði til að hlýða á hann og fá lækning meina sinna.

Einnig voru þeir læknaðir er þjáðir voru af óhreinum öndum.

Allt fólkið reyndi að snerta hann því að frá honum kom kraftur er læknaði alla. Amen. 

Lúk:6:17-19

Bæn.

En Guði, sem megnar að varðveita yður frá hrösun og láta yður koma fram fyrir dýrð sína lýtalaus í fögnuði, einum Guði sem frelsar oss fyrir Jesú Krist, Drottin vorn, sé dýrð, hátign, máttur og vald frá alda öðli, nú og um aldir.Amen.

Hið almenna bréf Júdasar:24

 


Bæn dagsins...Elskum hvert annað.

Því að þetta er sá boðskapur sem þið hafið heyrt frá upphafi: Við eigum að elska hvert annað.

Ekki vera eins og Kain sem var af hinum vonda og myrti bróður sinn.

Og af hverju myrti hann hann?  Af því að verk hans voru vond en verk bróður hans góð.

Undrist ekki, systkin, þótt heimurinn hati ykkur.

Við vitum að við erum komin yfir frá dauðanum til lífsins af því að við elskum bræður okkar og systur.

Sá sem ekki elskar er áfram í dauðanum. 

Hver sem hata bróður sinn eða systur er manndrápari og þið vitið að enginn manndrápari hefur eilíft líf í sér.

Af því þekkjum við kærleikann að Jesús lét lífið fyrir okkur.

Svo eigum við og að láta lífið hvert fyrir annað.

Ef sá sem hefur heimsins gæði horfir á bróður sinn eða systur vera þurfandi og lýkur aftur hjarta sínu fyrir þeim, hvernig getur kærleikur til Guðs verið stöðugur í honum? Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum heldur í verki og sannleika. Amen.

Fyrsta bréf Jóh/hið almenna: 3:11-18


Bæn dagsins...Börn Guðs.

Sjáið hvílíkan  kærleika faðirinn hefur auðsýnt okkur, að við skulum kallast Guðs börn.

Og það erum við. Heimurinn þekkir okkur ekki vegna þess að hann þekkti hann ekki.

Þið elskuðu, nú þegar erum við Guðs börn og það er enn þá ekki orðið bert hvað við munum verða.

Við vitum að þegar hann birtist, þá verðum við honum lík því að við munum sjá hann eins og hann er.

Hver sem hefur þessa von til hans hreinsar sjálfan sig eins og Kristur er hreinn. Amen.

Fyrra bréf Jóh hið/almenna 2:3:1-3


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Guð, ég vil syngja þér nýjan söng, leika fyrir þig á tístrengjaða hörpu, fyrir þig, sem veitir konungum sigur, bjargar Davíð þjóni sínum undan ógnandi sverði.

Hríf mig burt og bjarga mér úr greipum framandi manna sem tala lygi með munni sínum og svíkja með hægri hendi sinni. Amen.

Sálm:144:9-11

 


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Guð gerði sig kunnan í Júda, nafn hans er mikið í Ísrael.

Tjaldbúð hans er í Salem, bústaður hans á Síon það sem hann braut leiftrandi örvar, skjöld og sverð og önnur vopn. Amen.

Sálm:76:2-4


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Hann mun ríkja frá hafi til hafs og frá fljótinu til endimarka jarðar. Fjandmenn hans munu falla á kné fyrir honum og óvinir hans sleikja duftið. Amen.

Sálm:72:8:9


Bæn dagsins.Sálmarnir.

Heyr kvein mitt, Guð, hlusta á bæn mína.

Ég hrópa til þín frá endimörkum jarðar því að hjarta mitt örvæntir.

Hef mig upp á bjarg það sem mér er of hátt því að þú ert mér hæli, traust vígi gegn óvinum. Amen.

Sálm:61:2-4


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Trúfesti mín og miskunn skulu vera með honum og vegna nafns míns mun horn hans hátt upp hafið.

Ég legg hönd hans á hafið, hægri hönd hans á fljótin.

Hann mun hrópa til mín: þú ert faðir minn, Guð minn,og klettur hjálpræðis minn.Amen.

Sálm:89:25-27


Bæn dagsins...Lúkasa.

Hann mun fela englum sínum að gæta þín og: þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við steini."Amen.

Lúk:4:10-11


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Ég hef augu mín til fjallanna, hvaðan kemur mér hjálp? Hjálp mín kemur frá Drottni, skapara himins og jarðar. Amen.

Sálm:121:1-2


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Útskúfa mér ekki í elli minni, yfirgef mig eigi er þróttur minn þverr.

Því að óvinir mínir tala um mig, þeir sem sitja um líf mitt ráða ráðum sínum og segja: ,,Guð hefur yfirgefið hann.

Sálm:71:9-11


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Þegar ég hrópaði bænheyrðir þú mig, þú veittir mér hugrekki og jókst mér kraft.

Allir konungar jarðar skulu lofa þig, Drottinn, er þeir heyra orðin af munni þínum. Amen.

Sálma:138:3-4


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð, ég vil syngja og leika.

Vakna þú, sál mín, vakna þú harpa og gígja, ég ætla að vekja morgunroðann. Amen.


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Lofið Drottin frá jörðu, þér stóru sjávardýr og öll djúp hafsins, eldur og hagl, snjór og þoka, þú stormur, sem framfylgir boði hans, þér fjöll og allar hæðir, ávaxtatrén og öll sedrustré, þér villidýr og allt búfé, skriðdýr og fljúgandi fuglar, þér konungar jarðar og allar þjóðir, höfðingjar og allir valdsmenn jarðar, yngismenn og yngismeyjar, aldnir og ungir. Amen.

Sálma:148:7-12


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Ég vil fræða þig, vísa þér veginn sem þú átt að ganga, ég vil gefa þér ráð, vaka yfir þér. Amen.

Sálm:32:8


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Veit mér uppreisn æru og snú þér til mín og hugga mig.

Þá mun ég lof trúfesti þína með hörpuleik, Guð minn, og leika á gígju þér til lofs, þú Hinn heilagi í Ísrael.

Varir mínar skulu fagna þegar ég leik fyrir þér og sál mín sem þú hefur endurleyst. Amen.

Sálm:71:21-23

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

227 dagar til jóla

Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.5.): 11
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 123
  • Frá upphafi: 216236

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband