orð í dag

21.4.10

Og Jesús gekk til þeirra, talaði við þá og sagði: ,,Allt vald er mér gefið á himni og jörðu.  Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá í nafni föður, sonar og heilags anda,  og kennið þeim að halda allt það, sem ég hef boðið yður.  Sjá, ég er með yður alla daga allt til enda veraldar." Matt.28:18-20.

Guð, lát þér þóknast að frelsa mig, Drottinn, skunda mér til hjálpar. Sálm.70:2.

30.03.10
Amen

orð í dag.

20.4.10

Þá sagði Jesús aftur við þá;  ,,Friður sé með yður. Eins og faðirinn hefur sent mig, eins sendi ég yður." Jóh.20:21.

Og er hann hafði sagt þetta, andaði hann á þá og sagði; ,,Meðtakið heilagan anda. Jóh.20:22.

anna

Amen


orð í dag.

19.4.10.

Því að hann hefir eigi fyrirlitið né virt að vettugi neyð hins hrjáða og eigi hulið auglit sitt fyrir honum, heldur heyrt, er hann hrópaði til hans. Sálm.22:25.

Frá þér kemur lofsöngur minn í stórum söfnuði, heit mín vil ég efna frammi fyrir þeim er óttast hann. Sálm.22:26.

     Blessunarorðin.

Drottinn blessi þig og varðveiti  Drottinn láti sína ásjónu lýsa yfir þig.  Og sé þér náðugur sínu augliti upplyfti yfir þig og geri þér frið.Amen.

       Drottinn blessi Ísland í Jesús nafni amen.

11 des 09
Amen
                    

 


orð í dag

18.4.10.

Og hann er höfuð líkamans, kirkjunnar, hann sem er upphafið, frumburðurinn frá hinum dauðu. Þannig skyldi hann verða fremstur í öllu.  Því að í honum þöknaðist Guði að láta alla fyllingu sína búa og láta hann koma öllu í sátt við sig, öllu bæði á jörðu og himnum, með því að semja frið með blóði sínu úthelltu á krossi.   Og yður, sem áður fyrri voruð fráhverfir Guði og óvinveittir honum í huga yðar og vondum verkum,  yður hefur hann nú sátta gjört við sig með dauða krists í jarðneskum líkama.  Hann vildi láta yður koma fram fyrir sig heilaga og lýtalausa og óaðfinnanlega. Æól.1:18-22.

Anna Heiða
Amen

orð í dag

 

17.4.10.

Börnin mín, elskum ekki með tómum orðum, heldur í verki og sannleika. Jóh.3:18.

Af þessu munum vér þekkja, að vér erum sannleikans megin og munum geta friðað hjörtu vor frammi fyrir honum,  hvað sem hjarta vort kann að dæma oss fyrir. Því að Guð er meiri en hjarta vort og þekkir alla hluti. 3.19-20.

5.1.10.
Amen

manchester united.

Scholes

       Úrvalsdeidinni í dag:17 apríl 2010.

7722edca-17dc-48b7-abd3-2da1976686dbman city.0  cb5c4bd9-d9c1-48cc-b2cf-7a98ff94f323man utd.1

Eina markið skoraði Paul Scholes Manchester United í uppbótartíma markið kom á 93 mínútur þá kom gul markið

Paul Scholes maður leiksins

Rooney og BerbatovRooney í grannaslag

 

Rooney skeft út

Gary NevilleFerguson var orðinn nokkuð stressaður í leiknum í dag


orð í dag

16.4.10.

En það sé fjarri mér að hrósa mér af öðru en krossi Drottins vors Jesú Krists. Sakir hans er ég krossfestur heiminum og heimurinn mér.  Umskurn eða yfirhúð skipta engu, heldur að vera ný sköpun.  Og yfir öllum þeim, sem þessari reglu fylgja, sé friður og miskunn, og yfir Ísrael Guðs. Gal.6:14-16.

Anna - Gulli.
Amen.

orð í dag

 

15.4.10.

Látið ekkert skaðlegt orð líða yður af munni, heldur það eitt, sem er gott til uppbyggingar, þar sem þörf gjörist, til þess að það verði til góðs þeim, sem heyra.  Hryggið ekki Guðs heilaga anda, sem þér eruð innsiglaðir með til endurlausnardagsins. Efes.4:29-30.

27 Júní 2009
Amen

orð í dag

14.4.10.

Óttast eigi, land! Fagna og gleðst, því að Drottinn hefir stórvirki.Jóel.2:21.

Óttist eigi, þér dýr merkurinnar,  því að grashagar eyðimerkurinnar grænka, því að trén bera ávöxt, fíkjutrén og víntrén gefa sinn gróða.Jóel.2:22.

Guð gef mér ljósið þitt, kraft þinn og gleði, í Jesú nafni. Amen.

08.02.10
Amen

 


orð í dag

13.4.10

Og leifarnar af Júda húsi, sem komist hafa undan, skulu að nýju festa rætur að neðan og bera ávöxt að ofan.2.Kon.19:30.

Því að frá Jerúsalem munu leifar út ganga og þeir, er undan komust, frá Síonfjalli. Vandlæti Drottins allsherjar mun þessu til vegar koma.2.19:31.

5.1.10.
Amen

orð í dag

12.4.10.

Vér vitum, að Guðs sonur er kominn og hefur gefið oss skilning, til þess að vér þekkjum sannan Guð. Vér erum í hinum sanna Guði fyrir samfélag vort við son hans Jesú Krist. Hann er hinn sanni Guð og eilífa lífið.  Börnin mín, gætið yðar fyrir skurðgoðunum. 1.Jóh.5:20-21.

16.03.110.
Amen

orð í dag

9.4.10.

Og mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum, áður en vondu dagarnir koma og þau árin nálgast, er þú segir um: ,,Mér líka þau ekki"  Préd. 12:1.

Barn Guðs
Amen

orð í dag

10.4.10.

,,Sjá, ég kem eins og þjófur. Sæll er sá sem vakir og varðveitir klæði sín, til þess að hann gangi ekki nakinn um og menn sjái blygðun hans." Opinb.16:15.

gu_vakir_yfir_okkur
Amen

orð í dag

9..4..10..

Mínir sauðir heyra raust mína, og ég þekki þá, og þeir fylgja mér.  Ég gef þeim eilíft líf, og þeir skulu aldrei að eilífu glatast, og enginn skal slíta þá  úr hendi minni.  Faðir minn, sem hefur gefið mér þá, er meiri en allir, og enginn getur slitið þá úr hendi föðurins.  Ég og faðirinn erum eitt." Jóh.10:27-30.

barn
Amen

orð í dag

8.4.10.

Hver og einn sé kyrrí þeirri stöðu, sem hann var kallaður í 1.Kor.7:20.

Varst þú þræll, er þú varst kallaður? Set það ekki fyrir þig, en gjör þér gott úr því, en ef þú getur orðið frjáls, þá kjós það heldur. Því að sá þræll, sem kallaður er í Drottni, er frefsingi Drottins. Á sama hátt er sá, sem kallaður er sem frjáls, þræll Krists.  Þér eruð verði keyptir, verðið ekki þrælar manna.  Bræður, sérhver verði frammi fyrir Guði kyrr í þeirri stétt, sem hann var kallaður í. 1.Kor.7:21-24.

Anna.14.2.09
Amen

orð í dag

7.4.10.

Ekki mun hver sá, sem við mig segir. Herra, herra, ganga inn í himnaríki, heldur sá einn, er gjörir vilja föður míns, sem er á himnum. Matt.7:21.

Margir munu segja við mig á þeim degi: ,Herra, herra, höfum vér ekki kennt í þínu nafni, rekið út illa anda í þínu nafni og gjört í þínu nafni mörg kraftaverk?  Þá mun ég votta þetta: ,Aldrei þekkti ég yður.  Farið frá mér illgjörðamenn. Matt.7:22-23.

31.03.10
Amen

orð í dag

6.4.10.

En ég segi yður: Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður,  svo að þér reynist börn föður yðar á himnum, er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta. Matt.5:44-45.

13 mars 2010
Amen

orð í dag

5.4.10.

Og ég segi yður: Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða.  Því að hver sá öðlast, sem biður, sá finnur, sem leitar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.   Er nokkur sá faðir yðar á meðal, að hann gefi syni sínum, er biður um fisk, höggorm í staðinn, eða sporðdreka, ef hann biður um egg? Fyrst þér, sem eru vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda, sem biðja hann." Lúk.11:9-13.

5..4..10..
Amen

orð í dag.

4.4.10

Og ég heyrði raust mikla frá hásætinu, er sagði: ,,Sjá tjaldbúð Guðs er meðal mannanna og hann mun búa hjá þeim, og þeir munu vera fólk hans og Guð sjálfur mun vera hjá þeim, Guð þeirra.  Og hann mun þerra hvert tár af augum þeirra.  Og dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein né kvöl er framar til.  Hið fyrra er farið." Opinb.21:3-4.

Gullianna
Amen

orð í dag

3.4.10

Því að Mannssonurinn er kominn að leita að hinu týnda og frelsa það."Lúk.19:10.

Guð gefi mér æðruleysi til að sætta mig við það, sem ég fæ ekki breytt, kjark til að breyta því, sem ég get breytt og vit til að greina það á milli.

Jesús á krossi
Amen

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

144 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 63
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 46
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband