Bæn.

11.9.´15.

Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, hann mun eigi að eilífu láta réttlátan mann verða valtan á fótum.


Bæn.

10.9.´15.

Meistarinn er hér og vill finna þig.


Bæn

9.9.´15.

Fel þú Drottinn verk þín, þá mun áformum þínum framgengt verða.

 


Bæn.

8.9.´15.

Elska skalt þú Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni og öllum huga þínum.


Bæn.

7.9.´15.

Það er Guð, sem verkar í yður bæði að vilja og framkvæma sér til velþóknunar.

Guð sér þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist.


Bæn.

6.9.´15.

Hver sá, sem ákallar nafn

Drottins, mun frelsast.

Drottinn er minn hjálpari, eigi

mun ég óttast. Hvað geta

mennirnir gjört mér?

 


Bæn.

5.9.´15.

Kristur Jesús afmáði dauðann,en leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu.

 


Bæn.

4.9.´15.

Óttist aðeins Drottin og þjónið honum trúlega af öllu hjarta yðar, því sjáið, hversu mikið hann hefir fyrir yður gjört.

ÞAKKA ÞÉR, GUÐ

Þakka þér, Guð, fyrir allt sem þú gefur gefið mér.

Þakka þér fyrir allt sem þú hefur tekið frá mér,

En umfram allt þakka ég þér, Guð,

fyrir það sem þú hefur skilið eftir hjá mér:

Það er bati ásamt hugarró, trú,von og kærleika.

 


Bæn.

3.9.´15.

Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. Lögmál lífsins anda hefir í Kristi Jesú frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans.

 


Bæn.

2.9.´15.

Náðugur og miskunnsamur er Drottinn, þolimóður og mjög gæzkuríkur.

BÆN UMAÐ VERA

Ó, Drottinn, ég er ekki eins og ég ætti að vera. Og ekki heldur sá eða sú sem ég vil vera. Og ekki heldur sá eða sú sem ég mun verð. En Drottinn, ég þakka þér fyrir það að ég er ekki eins og ég var.


Bnæ.

1,9,´15,

NÍUNDA SPORIÐ:

Við bættum fyrir brot okkar milliliðalaust, þar sem því var við komið, svo fremi sem það særði engan.

Níunda sporið er fyrst og fremst okkar vegna. Það er spor aðgerða sem þarfnast hugrekkis og einurðar. Níunda sporið er eitthvert öflugasta sporið og mjög erfitt fyrir marga.Þegar við bætum fyrir brot okkar í níunda sporinu, segjum við á marktækan og varanlegan hátt skilið við okkur fyrri hegðun og skiljum okkur frá mistökum fortíðarinnar.

Níunda sporið kallar fram bæn um yfirlýsingu og ásetning og einnig kvörtun þegar við segjum Guði frá ótta okkar. Í staðinn mun Guð efla fúsleika okkar til að gera þá yfirbót sem níunda sporið hvetur til. Það er líka gagnlegt að biðja um hugrekki þegar við hefjumst handa við yfirbót okkar. Við getum beðið svona: ,,Guð, ég óttast það að standa frammi fyrir sumum þessara einstaklinga sem ég þarf að bæta fyrir misgjörðir mínar gagnvart. Sannleikurinn er sá, Guð, að ég hef lagt heilmikið á mig til þess að forðast flesta á listanum mínum. Gef mér hugrekki til að horfast í augu við þá og þetta spor. Gef að þetta spor megi hjálpa mér að losna undan fjötrum fortíðarinnar.´´


Bæn.

1.9.´15.

Jesús sagði: ,,Sjá, ég stend við gyrnar og kný á. Ef einhver heyrir raust mína og lýkur upp dyrunum, þá mun ég fara inn til hans og neyta kvöldverðar með honum og hann með mér.´´

 


Bæn.

31,8,´15,

OPINN HUGUR

Æðri máttur, gef mér skilning á því að vera vakandi fyrir eigin þörfum, en ekki brestum annarra. Að vera tilbúinn til að taka leiðsögn að hlusta  að hafa opinn huga og að læra að málið snýst ekki um að hafa rétt fyrir sér heldur um það sem er rétt.

ÁTTUNDA SPORS BÆN

Æðei máttur. Ég bið um hjálp þína við að gera lista minn yfir alla þá sem ég hef skaðað. Ég ætla að axla ábyrgð á mistökum mínum og að fyrirgefa öðrum eins og þú hefur fyrirgefið mér. Gef mér fúsleika til að byrja að bæta fyrir misgjörðir mínar. Þess bið ég þig.

                    amen.


Bæn.

31.8.´15.

Verið góðviljaðir hver við annan, miskunnsamir, fúsir til að fyrirgefa hver öðrum, eins og Guð hefir í Kristi fyrirgefið yður.

Drottinn, ég þarfnast fyrirgefningar mörgum sinnum á dag. Það er svo oft sem ég hrasa og dett. Ég bið þig, vertu miskunnsamur. Hjálpa mér að vera ekki gagnrýnin(n) þegar ég sé bresti annarra. Því að svo oft, Drottinn, eru þessi sömu brestir líka hjá mér.


Bæn.

30.8.´15.

Jesús sagði: ,,Ég er vegurinn, sannleikurinn  og lífið. Enginn kemur til föðurins, nema fyrir mig.

Sýndu mér þann sem getur hlustað á játningu mína án þess að særa mig. Sýndu mér þann sem getur heyrt sögu mína án þess að dæma mig. Sýndu mér þann sem getur hlustað og sýnt einlæga umhyggju. Sýndu mér þann sem getur tekið við listanum mínum sem er langur. Sýndu mér þann sem getur heyrt um yfirsjónir mínar eins og þær eru.


Bæn.

29.8.´15.

Vísa mér veg þinn, Drottinn, lát mig ganga í sannleika þínum, gef mér heilt hjarta, að éf tigni nafn þitt.

Ó, Guð, eins og ég skil þig, kveiktu á kerti í hjarta mínu svo að ég geti sér hvað býr þar og fjárlægðu skemmdir fortíðarinnar.


Bæn.

28.8.´15.

Sælir eru hjartahreinir, því að þeir munu Guð sjá.

Ég bið um opinn huga svo að ég geti farið að trúa á mátt sem er æðri en ég. Ég bið um auðmýkt og nýja möguleika til að auka trú mína. Ég vil ekki vera viti mínu fjær lengur.

 


Bæn.

27.8.´15.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jesús sagði: ´´Uppskeran er mikil, en verkamenn fáir. Biðjið því herra uppskerunnar að senda vrkamenn til uppskeru sínnar.´´

Drottinn er nálægur öllum, sem ákalla hann, öllum, sem ákalla hann í einlægni.


united.

club brugge.0--united.4.26,8.´15,

Club Brugge..0--Manchester United..4.

             26.ágúst 2015.

Wayne Rooney skora þrennu 26.8.´15.

 Wayne Rooney skoraði þrennu í kvöld þegar manchester united tryggði sér sæti í riðlakeppni meistaradeildar evrópu á ný.

11951315_10153194076857746_6416954916919960323_n

11889655_10153194076912746_6098005489859013247_n


Bæn

26.8.´15.

Þakkið Drottni, því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

84 dagar til jóla

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 13
  • Sl. viku: 106
  • Frá upphafi: 218386

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 70
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband