28.12.2024 | 08:16
Bæn dagsins...
(Kór)
Hvert er elskhugi þinn farinn, þú, fegurst kvenna? Hvert er elskhugi þinn horfinn? Vér skulum leita hans með þér.
(Hún)
Elskhugi minn er farinn niður í garð sinn að ilmjurtareitunum, til leiks í görðunum, að tína liljur. Ég er hans, elskhuga míns, og hann er minn, hann sem leikur meðal lilja.
(Hann)
Fögur ertu, ástin mín, eins og Tirsa, indæl eins og Jerúsalem, ógnandi eins og herfylking. Horfðu ekki á mig, augu þín skelfa mig. Hár þitt er eins og geitahjörð sem rennur niður Gíleaðfjall, tennur þínar sem ær í hóp, nýbaðaðar, allar tvílembdar, og engin lamblaus, gagnaugun eins og sneitt granatepli undir andlitsblæjunni. Sextíu eru drottningarnar, áttatíu hjákonurnar og ungmeyjarnar óteljandi en ein er dúfan mín fullkomna, einkabarn móður sinnar, yndi hennar sem ól hana. Ungmeyjarnar sjá hana og róma hana, drottningar og hjákonur syngja henni lof. Hver gægist hér fram sem morgunroðinn, fögur sem máninn, leiftrandi sem sólin, ógurleg sem herskarar stjarnanna?
Ég fór niður í hnetulundinn að sjá dalinn grænka, sjá hvort vínviðurinn blómstraði og granatviðurinn bæri blóm. Ég var frá mér numinn, ég varð altekinn af ást. Amen.
Ljóðaljóðin:6:2-12
Trúmál | Breytt s.d. kl. 08:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2024 | 22:54
Bæn dagsins...
(Hann)
Ég hef komið í garð minn, systir mín, brúður, og tínt mér myrru og ilmjurtir, neytt hunangs og hunangsköku, drukkið vín mitt og mjólk.
(Kór)
Etið, vinir, drekkið, gerist ölvaðir af ást.
(Hún)
Ég sef en hjarta mitt vakir. Elskhugi minn knýr dyra. ,,Ljúktu upp fyrir mér, systir mín, ástin mín, dúfan mín lýtalausa. Höfuð mitt er alvott af dögg, hárlokkarnir af dropum næturinnar." Ég er komin úr kyrtlinum, ætti ég að fara í hann aftur? Ég hef þvegið fæturna, ætti ég að óhreinka þá? Elskhugi minn réttir höndina inn og hjarta mitt ólgar af þrá. Ég stend upp til að opna fyrir elskhuga mínum, myrra drýpur af höndum mínum, rennandi myrra af fingrum mínum á handfang lokunnar. Ég lýk upp fyrir elskhuga mínum en elskhugi minn er farinn, horfinn. Ég verð frávita er hann hverfur. Ég leita hans en finn hann ekki, kalla á hann en hann svarar ekki. Ég hitti verðina sem ganga um borgina. Þeir slá mig,þeir særa mig, möttlinum svipta þeir af meir, verðir múranna. Ég særi yður, Jerúsalemdætur. Ef þér finnið elskhuga minn, segið honum þá að ég sé sjúk af ást.
(Kór)
Hvað hefur elskhugi þinn fram yfir aðra, þú, fegurst kvenna? Hvað hefur elskhugi þinn fram yfir aðra, að þú særir oss svo?
(Hún)
Elskhugi minn er bjartur og rjóður og ber af tíu þúsundum. Höfuð hans er skíragull, lokkar hans hrafnsvartir döðluklasar. Augu hans eins og dúfur við læki, baðaðar í mjólk við bakkafullar tjarnir, kinnar hans sem ilmreitir og kryddjurtabeð, varirnar liljur sem myrra drýpur af, hendur hans gullkefli, lögð dýrum steinum, kviður hans fílabein, alsett safírsteinum, fótleggir hans eru sem marmarasúlur á stalli úr skíragulli, ásýndum er hann sem Líbanonsfjall, tígulegur sem sedrustré, munnur hans ljúffengur og allur er hann yndislegur. Þetta er vinur minn, Jerúsalemdætur, þetta er ástvinur minn. Amen.
Ljóðaljóðin:5:1-16
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2024 | 21:44
Bæn dagsins...
(Hún)
Vakna, norðanvindur, kom, sunnanblær, anda á garð minn svo að ilmur hans berist. Elskhugi minn, komdu í garð þinn og njóttu dýrustu ávaxta hans.
Ljóðaljóðin:4:16
Trúmál | Breytt s.d. kl. 21:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.12.2024 | 09:13
Bæn dagsins...
(Hann)
Hve fögur ertu, ástin mín,hve fögur, og augu þín dúfur undir andlitsblæjunni. Hár þitt er sem geitahjörð sem rennur niður Gíleaðfjall, tennur þínar ær í hóp, nýrúnar og baðaðar, allar tvílembdar og engin lamblaus. Varir þínar eru sem skarlatsborði og munnur þinn yndislegur, gagnaugun eins og sneitt granatepli undir andlitsblæjunni.
Háls þinn er eins og turn Davíðs sem vopnum er raðað á, þar hanga þúsund skildir, öll hertygi garpanna. Brjóst þín eru eins og tveir hindarkálfar, dádýrstvíburar að leik meðal lilja. Þegar kular í dögun og skuggarnir flýja mun ég halda til myrruhólsins og reykelsishæðarinnar. Öll ertu fögur, ástin mín, lýtalaus með öllu. Komdu með mér frá L´æibanonsfjalli, brúður, með mér frá Líbanonsfjalli, niður af tindi Amana, af tindum Senír og Hermon, frá bælum ljónanna, klettum hlébarðanna. Þú hefur rænt hjarta mínu, systir mín, brúður, hjarta mínu hefurðu rænt með augnaráðinu einu, einum hlekk úr hálsfesti þinni.
Hve yndisleg eru atlot þín, systir mín, brúður, hve miklu eru atlot þín ljúfari en vín og angan smyrsla þinna betri en nokkur ilmjurt. Hunang drýpur af vörum þínum, brúður, hunang og mjólk undir tungu þinni og ilmur klæða þinna er sem angan Líbanonsfjalls. Lokaður garður er systir mín, brúður, byrgður brunnur, innsigluð lind. Laut þín sem garður af granateplum, með gómsæta ávexti, henna og nardus, nardus og saffran, ilmreyr og kanel, myrru og alóe og allar dýrustu ilmjurtir. Þú ert lind í garði, lifandi vatn af Líbanonsfjalli. Amen.
Ljóðaljóðin:4:1-15
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2024 | 14:35
Bæn dagsins...
Í hvílu minni um nætur leita ég hans sem sál mín elskar, ég leita hans en finn hann ekki. Ég fer á fætur og geng um borgina, um stræti og torg. Ég leita hans sem sál mín elskar. Ég leita hans en finn hann ekki. Verðirnir, sem ganga um borgina, koma að mér.
,,Hafið þér sér þann sem sál mín elskar?" Óðara en ég fór frá þeim fann ég þann sem sál mín elskar; ég hélt honum, sleppti honum ekki fyrr en ég hafði leitt hann í hús móður minnar, til híbýla hennar sem ól mig. Ég særi yður, Jerúsalemdætur, við dádýrin, við hindirnar á völlunum:truflið ekki, vekið ekki ástina fyrr en hún sjálf vill.
Hvað er það sem stígur upp af eyðimörkinni eins og reykjarstrókar, mekkir af myrru, reykelsi og hvers kyns kaupmannakryddi? Burðarstóll Salómons og umhverfis sextíu garpar af köppum Ísraels, allir reyndir vígamenn, allir vanir hernaði, allir gyrtir sverði gegn ógnum næturinnar. Burðarstól lét Salómon konungur gera sér úr viði af Líbanonsfjalli. Stoðirnar gerði hann úr silfri, bakið úr gulli, sessinn úr purpuravoð. Að innan er hann klæddur ást, Jerúsalemdætur. Farið, Símonardætur, horfið á Salómon konung, á kórónuna sem móðir hans krýndi hann á brúðkaupsdegi hans, á gleðidegi hjarta hans. amen.
Ljóðaljóðin:3:1-11
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.12.2024 | 09:36
Bæn dagsins...
Ég er rós í Saron, lilja í dölunum.
(Hann)
Sem lilja meðal þyrna er ástin mín meðal meyjanna.
(Hún)
Sem eplatré í kjarrviði ber elskhugi minn af sveinunum. Í skugga hans uni ég og ávextir hans eru gómsætir. Hann leiddi mig í veisluskála og tákn ástar hans var yfir mér. Nærið mig á rúsínukökum, styrkið mig með eplum, ég er máttvana af ást. vinstri hönd þín undir höfði mér, hin hægri faðmi mig. Ég særi yður, Jerúsalemdætur, við dádýrin, við hindirnar á völlunum: truflið ekki, vekið ekki ástina fyrr en hún sjálf vill. Elskhugi minn. þarna kemur hann. Stekkur yfir fjöllin, hleypur yfir hæðirnar. Elskhugi minn líkist dádýri eða hindarkálfi og þarna stendur hann við húsvegginn, horfir inn um gluggann, skyggnist inn um grindurnar. Elskhugi minn segir við mig:
(Hann)
Stattu upp, ástin mín fagra,komdu. Veturinn er liðinn, vorregnið að baki. Landið blómgast, tími söngsins er kominn, kurr turtildúfunnar heyrist í landi okkar. Fíkjutrén bera ávöxt, ilm leggur af blómstrandi vínviði. Stattu upp ástin mín fara, komdu. Dúfan mín í klettaskorum, í hamrafylgsni, sýndu mér ásýnd þína, láttu mig heyra rödd þína;rödd þín er ljúf og ásýndin yndisleg. Veiðið fyrir okkur refina, yrðlingana sem spilla vínekrunum, vínekrur vorar eru í blóma.
(Hún)
Elskhugi minn er minn og ég er hans, hans sem leikur meðal lilja. Þegar kular í dögun og skuggarnir flýja, snúðu þá, elskhugi minn, upp til ilmfjallanna, líkur dádýri, líkur hindarkálfi. Amen.
Ljóðaljóðin:2:1-17
Trúmál | Breytt s.d. kl. 10:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2024 | 15:00
Bæn dagsins...Ljóðaljóð Salómons.
(Hún)
Kysstu mig kossi vara þinna, atlot þín eru ljúfari en vín. Yndislegur ilmur er af smyrslum þínum og nafn þitt sem dýrasta olía. Þess vegna elska stúlkurnar þig. Dragðu mig með þér, hlaupum. Konungurinn leiði mig í herbergi sín. Gleðjumst og fögnum þér, lofum ást þína meira en vín; já,eins og nýtt vín elska þær þig.
Ég er dökk og yndisleg, Jerúsalemdætur, eins og tjöldin hjá Kedar, eins og tjalddúkarnir hjá Salma. Takið ekki til þess að ég er dökkleit, að sólin hefur brennt mig. Synir móður minnar reiddust mér og settu mig til að gæta vínekranna en vínekra minnar gætti ég ekki. Segðu mér, þú sem sál mín elskar, hvar heldurðu fé þínu til beitar, hvar hvílist þú um hádegið? Hví skyldi ég reika um hjá hjörðum félaga þinna?
(Hann)
Vitir þú það ekki, þú fegurst meðal kvenna, rektu þá slóð hjarðarinnar og haltu kiðlingum þínum til beitar hjá tjöldum hirðanna. Við hryssu fyrir vagni faraós líki ég þér,ástinj mín. Yndislegir ert vangar þínir undir skrautfléttunum og háls þinn prýddur gimsteinum. Gullfléttur gerum við þér greyptar á silfurspangir.
(Hún)
Konungurinn hvílir á hægindi sínu og ilminn leggur af nardussmyrslum mínum, elskhugi minn er myrruknippi milli brjósta mér, hennablóm er elskhugi minn mér, af vínekrunum í Engedí.
(Hann)
Hve fögur ertu, ástin mín, hve fögur, og augu þín dúfur.
(Hún)
Hve yndislegur ertu, elskhugi minn, hve fagur, og hvíla okkar iðjagræn, sedrustrén máttarviðir hús okkar og kýprustrén þilviðirnir. Amen.
Ljóðaljóðin:1:2-17
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2024 | 09:42
Bæn dagsins...Niðurlag..
En prédikarinn var spekingur og miðlaði mönnum einnig þekkingu og rannsakaði og kynnti sér og samdi mörg spakmæli. Prédikarinn leitaðist við að finna fögur orð og það sem hann hefur skrifað í einlægni eru sannleiksorð. Orð spekinganna eru hvöss sem broddar og kjarnyrðin eins og fastreknir naglar; þau eru gefin af einum hirði.
Sonur minn, þýðstu viðvaranir. Að taka saman margar bækur, á því er enginn endir og mikill lestur þreytir líkamann.
Við skulum hlýða á niðurstöðu þessa alls: Óttastu Guð og haltu boðorð hans því að það á hver maður að gera. Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm sem haldinn verður yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða illt. Amen.
Préd:12:9-14
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.12.2024 | 08:59
Bæn dagsins...
Mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum, áður en vondu dagarnir koma og þau árin nálgast er þú segir um: ,,Mér líka þau ekki ," áður en sólin myrkvast og ljósið og tunglið og stjörnurnar, áður en skýin koma aftur eftir regnið, þá er þeir skjálfa sem hússins gæta og sterku mennirnir verða bognir og kvarnarstúlkurnar hafast ekki að því að þær eru orðnar fáar og dimmt er orðið hjá þeim sem líta út um gluggana og dyrunum út að götunni er lokað og hávaðinn í kvörninni minnkar og menn vakna við fuglskvak en allir söngvarnir verða lágværir, þegar menn eru hræddir við hæðir og sjá skelfingar á veginum, þegar möndlutréð stendur í blóma og engispretturnar dragast áfram og kapersber hrífa ekki lengur en maðurinn fer burt til síns eilífðarhúss og grátendarnir ganga um strætið, áður en silfurþráðurinn slitnar og gullskálin brotnar og skjólan mölvast við lindina og hjólið brotnar við brunninn og moldin hverfur aftur til jarðarinnar þar sem hún áður var og andinn til Guðs sem gaf hann. Aumasti hégómi, segir predikarinn, allt er hégómi. Amen.
Préd:12:1-8
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2024 | 11:50
Bæn dagsins...Æska og elli..
Lifi maðurinn mörg ár, þá á hann að vera glaður öll þau ár og minnast þess að dagar myrkursins verða margir. Allt sem á eftir kemur er hégómi. Gleð þig, ungi maður, í æsku þinni og láttu leggja vel á þér unglingsár þín og breyttu eins og hjartað leiðir þig og eins og augun girnast en vita skaltu að fyrir allt þetta leiðir Guð þig fyrir dóm. Vísaðu gremju burt frá hjarta þínu og láttu ekki böl koma nærri líkama þínum því að æska og morgunroði lífsins eru hverful. Amen.
Préd:11:8-10
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.12.2024 | 09:28
Bæn dagsins...Starfa meðan dagur er..
Varpaðu brauði þínu út á vatnið. þegar margir dagar eru liðnir muntu finna það aftur. Skiptu hlutanum sundur meðal sjö eða jafnvel átta því að þú veist ekki hvaða ógæfa bíður landsins. Þegar skýin eru orðin full af vatni hvolfa þau regni yfir jörðina. Þegar tré fellur til suðurs eða norðurs, þá leggur það kyrrt á þeim stað. Sá sem sífellt gáir að vindinum sáir ekki og sá sem sífellt horfir á skýin uppsker ekki. Þú veist ekki hvaða veg vindurinn fer og hvernig beinin myndast í móðurlífi þungaðrar konu,eins þekkir þú ekki heldur verk Guðs sem allt gerir. Sáðu sæði þínu að morgni og láttu hendur þínar ekki hvílast að kvöldi því að þú veist ekki hvort muni heppnast þetta eða hitt eða hvort tveggja verði jafngott. Indælt er ljósið og ljúft er augunum að horfa á sólina. Amen.
Peéd:11:1-7
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2024 | 13:37
Bæn dagsins...Orðtök um hyggindi..
Til er böl sem ég hef séð undir sólinni, yfirsjón af hálfu valdhafans: Heimskan er sett í háu stöðurnar en göfugmennin sitja í niðurlægingu.
Ég sá þræla sitja hesta og höfðingja fótgangandi eins og þræla. Sá sem grefur gröf fellur í hana og þann sem rífur niður vegg getur höggormur bitið. Sá sem sprengir steina getur meitt sig á þeim, sá sem klýfur við getur stofnað sér í hættu. Sé öxin orðin sljó og eggin ekki brýnd, þá verður maðurinn að neyta því meiri orku. Það er ávinningur að undirbúa allt með hagsýni. Ef höggormurinn bítur af því að særingar hafa verið vanræktar, þá kemur særingamaðurinn að engu liði. Orð af munni viturs manns eru yndisleg en varir heimskingjans vinna honum tjón. Fyrstu orðin út úr honum eru heimska og endir ræðu hans er ill flónska. Heimskinginn mælir mörg orð, þó veit maðurinn ekki hvað verða muni. Hvað verða muni eftir hans dag, hver segir honum það? Amstur heimskingjans þreytir hann, hann ratar ekki veginn inn í borgina. Vei þér, land, sem hefur dreng að konungi og höfðingjar þínir setjast að veislu að morgni dags! Sælt ert þú, land, sem hefur eðalborinn mann að konungi og höfðingjar þínir matast á réttum tíma sér til styrkingar en ekki til þess að verða drukknir. Vegna leti síga bjálkarnir niður og vegna iðjulausra handa lekur húsið. Til gleðskapar búa menn máltíðir, vín gerir lífið skemmtilegt og peningarnir veita allt. Formæltu ekki konunginum, jafnvel ekki í huga þínum, og formæltu ekki ríkum manni í svefnherbergjum þínum því að fuglar loftsins kynnu að bera burt hljóminn og hinir vængjuðu að hafa orðin eftir. Amen.
Préd:10:5-20
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2024 | 08:57
Bæn dagsins...Orðtök um hyggindi..
Dauðar flugur valda ódaun með því að hleypa gerjun í olíu smyrslarans. Ofurlítill aulaskapur er þyngri á metunum en viska eða sómi.
Hjarta viturs manns stefnir á heillabraut en hjarta heimskingjans leiðir hann í ógæfu. Aulinn gengur veg sinn og brestur vitið og segir við hvern mann að hann sé auli. Ef reiði drottnarans kviknar gegn þér, vertu þá staðfastur því að stilling afstýrir miklum glappaskotum.Amen.
Préd:10:1-4
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2024 | 12:19
Bængagsins...Viska fátæks manns..
Þetta virtist mér einnig speki undir sólinni og fannst mér mikið um: Einu sinni var lítil borg og fáir menn í henni. voldugur konungur fór gegn henni, settist um hana og
reisti mikil hervirki við hana. En í borginni var fátækur maður en vitur og hann bjargaði borginni með visku sinni. En enginn minntist þessa fátæka manns. Þá hugsaði ég:
Viska er betri en afl en viska fátæks manns er fyrirlitin og orðum hans er enginn gaumur gefinn. Orð viturra manna, sem hlustað er á í næði, eru betri en óp valdhafans meðal heimskingjanna. Viska er betri en hervopn en einn syndari spillir mörgu góðu. Amen.
Préd:9:13-18
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.12.2024 | 10:38
Bæn dagsins...Maðurinn háður tíma og tilviljun..
Enn sá ég undir sólinni að hinir fótfráu ráða ekki hlaupinn, né hetjurnar stríðinu, né eiga spekingarnir brauðið víst, né hinir hyggnu auðinn, né hinir vitru vinsældir því að tími og tilviljun hittir þá alla fyrir. Maðurinn þykkir ekki einu sinni sinn tíma. Eins og fiskarnir festast í hinu háskalega neti og eins og fuglarnir festast í snörunni, á líkan hátt verða mennirnir fangnir á óheillatíð þegar hún kemur skyndilega yfir þá. Amen.
Préd:9:11-12
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2024 | 12:08
Bæn dagsins...Sömu örlög henda alla menn..
Öllu þessu veitti ég athygli og allt þetta reyndi ég að rannsaka: Hinir réttlátu og vitru og verk þeirra eru í hendi Guðs. Hvorki ást né hatur veit maðurinn fyrir allt bíður síns tíma, hið sama hendir alla, sömu örlög mæta réttlátum og óguðlegum, góðum og illum, hreinum og óhreinum, þeim sem fórnfærir og þeim sem ekki fórnfærir. Hinum góða farnast eins og syndaranum, og þeim er sver eins og þeim er óttast svardaga. Það er ókostur við allt sem við ber undir sólinni að sömu örlög mæta öllum og því fyllist hjarta mannanna illsku og heimska ríkir í hjörtum þeirra alla ævi þeirra og síðan leggur leiðin til hinna dauðu. Meðan maður er sameinaður þeim sem lifa, svo lengi er von, því að lifandi hundur er betri en dautt ljón. Þeir sem lifa vita að þeir eiga að deyja en hinir dauðu vita ekki neitt og hljóta engin laun framar og minning þeirra gleymist. Bæði ást þeirra, hatur og öfund, það er fyrir löngu farið og þeir eiga ekki framar hlutdeild í neinu sem við ber undir sólinni. Farðu því og et brauð þitt með ánægju og drekktu vín þitt með glöðu hjarta því að Guð hefur lengi haft velþóknun á verkum þínum. Klæði þín séu ætíð hvít og höfuð þitt skorti aldrei ilmsmyrslin. Njóttu lífsins með konunni,sem þú elska, alla daga þíns fánýta lífs, sem hann hefur gefið þér undir sólinni, alla þína fánýtu daga því að það er hlutdeild þín í lífinu og það sem þú færð fyrir strit þitt sem þú streitist við undir sólinni. Allt sem hönd þín megnar að gera með kröftum þínum, gerðu það, því að í dánarheimum, þangað sem þú ferð, er hvorki starfsemi né þekking né viska. Amen.
Préd:9:1-10
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2024 | 07:54
Bæn dagsins...Ráð Guðs er mönnum hulið..
Sá sem varðveitir skipunina mun ekki verða fyrir neinu illu og hjarta viturs manns þekkir tíma og dóm. Sérhvert verk á sinn tíma og dóm, og böl mannsins hvílir þungt á honum. Hann veit ekki hvað verða muni þv´ði að hver segir honum hvernig muni fara? Enginn maður ræður yfir vindinum svo að hann geti stöðvað hann og enginn maður hefur vald yfir dauðadeginum, enginn fær sig lausan úr bardaganum og óhæfan bjargar ekki þeim er hana fremur.
Allt þetta hef ég séð af því að ég veitti athygli öllu því sem gerrist undir sólinni Þegar einn maður drottnar yfir öðrum honum til ógæfu. Þá hef ég séð rangláta menn jarðaða en þeir sem höfðu breytt rétt urðu að fara burt frá hinum heilaga stað og þeir gleymdust í borginni. Einnig það er hégómi. Dómi yfir illskuverkum er ekki fullnægt þegar í stað og því svellur mönnum móður til þess að gera það sem illt er. Syndarinn gerir það sem illt er hundrað sinnum og verður samt gamall þótt ég viti hins verður samt gamall þótt ég viti hins vegar að réttlátum mönnum, sem óttast Guð, vegnar vel. Hinum rangláta mun ekki vel vegna og hann verður ekki langlífur fremur en skugginn af því að hann óttast ekki Guð. Það er hégómi sem gerist á jörðinni, að til eru réttlátir menn sem verða fyrir því sem ranglátir eiga skilið og til eru ranglátir menn sem verða fyrir því sem réttlátir eiga skilið. Ég sagði: Einnig það er hégómi. Og ég lofaði gleðina því að ekkert betra er til fyrir manninn undir sólinni en að eta og drekka og vera glaður. Og það fylgir honum í striti hans um ævidagana sem Guð hefur gefið honum undir sólinni. Þegar ég kappkostaði að kynna mér speki og sjá þau verk sem unnin eru á jörðinni, því að hvorki dag né nótt kemur manni blundur á auga, þá sá ég að maðurinn getur ekki skilið til fulls allt verk Guðs, það verk sem gerist undir sólinni, því að hversu mjög sem maðurinn gerir sér far um að leita fær hann þó ekki skilið það til fulls, og enda þótt spekingurinn segist þekkja það fær hann ekki skilið það til fulls heldur. Amen.
Préd:8:5-17
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2024 | 16:53
Bæn dagsins...Orð konungs er máttugt..
Hver er sem spekingurinn og hver skilur merkingu hlutanna? Speki mannsins hýrgar andlit hans og dregur úr hörkunni í svipnum. Ég segi: Varðveittu boð konungsins einmitt vegna eiðsins við Guð. Vertu ekki fljótur til að ganga burt frá honum, gefðu þig ekki að illu málefni. Því að hann gerir allt sem hann vill af því að konungsorð er máttugt og hver segir við hann: Hvað gerir þú? Amen.
Préd:8.1-4
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2024 | 08:12
Bæn dagsins...Ver ekki of réttlátur..
Spekin veitir vitrum manni meiri mátt en tíu valdhafar sem eru í borginni. Enginn réttlátur maður er til á jörðinni sem gert hefur gott eitt og aldrei syndgað. Gefðu ekki heldur gaum öllum þeim orðum sem töluð eru, til þess að þú heyrir ekki þræl þinn bölva þér. Sjálfur veistu að þú hefur einnig oft bölvað öðrum. Allt þetta hef ég rannsakað með speki. Ég hugsaði: Ég vil verða vitur en hyggindin eru hulin. Fjarlægt er það sem er og djúpt, já djúpt. Hver getur fundið það? Ég sneri mér og einbeitti mér að því að þekkja og rannsaka og leita visku og hygginda og að gera mér ljóst að guðleysi er heimska og heimska vitleysa. Og ég fann að konan er biturri en dauðinn því að hún er net og hjarta hennar snara, hendur hennar fjötrar. Sá sem Guði þóknast kemst undan henni en syndarinn verður fanginn af henni. Sjá, þetta hef ég fundið, segir prédikarinn, með því að leggja eitt við annað til þess að að komast að hyggindum. Það sem ég hef leitað að án afláts en ekki fundið, það er þetta: Einn mann af þúsundi hef ég fundið en konu hef ég aldrei fundið á meðal allra þeirra. Sjá þetta eitt hef ég fundið, að Guð hefur skapað mennina rétt en vangaveltur þeirra urðu of margar. Amen.
préd:7:19-29
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2024 | 05:09
Bæn dagsins...Ver ekki of réttlátur..
Allt hef ég séð á minni fánýtu ævi: Margur réttlátur maður ferst ´ði réttlæti sínu og margur guðlaus maður lifir lengi í illsku sinni. Vertu ekki um of réttlátur og stærðu þig ekki af speki, hví vilt þú tortíma sjálfum þér? Breyttu ekki of óguðlega og vertu ekki heimskur, hví vilt þú deyja áður en þinn tími er kominn? Það er gott að þú haldir fast við þetta en sleppir þó ekki hendinni af hinu því að sá sem óttast Guð kemst hjá því öllu. Amen.
Préd:7:15-18
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
257 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.4.): 2
- Sl. sólarhring: 30
- Sl. viku: 115
- Frá upphafi: 215644
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 67
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 10.4.2025 Bæn dagsins...
- 9.4.2025 Bæn dagsins...
- 8.4.2025 Bæn dagsins...
- 7.4.2025 Bæn dagsins...
- 6.4.2025 Bæn dagsins...
- 5.4.2025 Bæn dagsins...
- 4.4.2025 Bæn dagsins...
- 3.4.2025 Bæn dagsins...
- 2.4.2025 Bæn dagsins...
- 1.4.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
Nýjustu færslurnar
- Útfararsálmar dáinnar menningar
- Woke er á niðurleið. Flestir æla yfir því.
- Vonandi lendum við ekki í âÞESSU aftur!
- Greiningardeild fær falleinkun
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkjanna á miðvikudag -- hafi knúið Trump til að fresta heimskreppu og kreppu í Bandaríkjunum: 3 mánuði!!!