Bæn dagsins

Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist! AMEN.1.kor.15:57


Bæn dagsins

Hvern á ég annars að á himnum? Og hafi ég þig, hirði ég eigi um neitt á jörðu. Þótt hold mitt og hjarta tærist, er Guð bjarg hjarta míns og hlutskipti mitt um eilífð. AMEN. sálm.73:25-26


Bæn dagsins

Ég þekki þær fyrirætlanir, sem ég hefi í hyggju með yður - segi Drottinn - fyrirætlanir til heilla, en ekki til óhamingju, að veita yður vonarríka framtíð. AMEN.Jer.29:11


Bæn dagsins

Treyst Drottni og gjör gott, Bú þú í landinu og iðka ráðvendni, þá munt þú gleðjast yfir Drottni, og hann mun veita þér það, sem hjarta þitt girnist.AMEN. sálm.37:3-4


Bæn dagsins

Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt, þá gleymi ég þér samt ekki. Sjá, ég hefi rist þig í lofa mína. AMEN. Jes. 49:15-16


Sálmarnir 46

Guð er oss hæli og styrkur,

örugg hjálp í nauðum.

Því óttumst vér eigi þótt

jörðin haggist

og fjöllin steypist í

djúp hafsins,

þótt vötnin dynji og ólgi,

þótt fjöllin riði

af ofsa þeirra.

sálm.46:2-4 

 


Sálmarnir. 45

Í stað feðra þinna koma synir þínir, 

þú munt gera þá að höfðingjum um land allt.

Ég vil lofa nafn þitt frá kynslóð til 

kynslóðar, 

þess vegna munu þjóðir vegsama þig um aldur

og ævi.  Sálm.45:17-18


Bæn dagsins

Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta. AMEN. Sálm.90:12


Bæn dagsins

Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. Lögmál lífsins anda hefir í Kristi Jesú frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans. Róm.8:1-2


Bæn dagsins

Kristur Jesús afmáði dauðann, en leiddi í ljós líf og óforgengileika með fagnaðarerindinu. AMEN. 2.Tím.1:10


Bæn dagsins

Ef þú játar með munni þínum: Jesús er Drottinn - og trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, munt hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis. AMEN. Róm.10:9-10


Bæn dagsins

Ef einhver óttast Drottin, mun hann kenna honum veg þann, er hann á að velja. AMEN. Sálm.25:1er


Bæn dagsins

Ver þú hughraustur og öruggur! Lát eigi hugfallast og óttast eigi, því að Drottinn Guð þinn er með þér í öllu, sem þú tekur þér fyrir hendur.AMEN. Jós.1:9


Bæn dagsins

Hann var særður vegna vorra synda og kraminn vegna vorra misgjörða. hegningin, sem vér höfðum til unnið, kom niður á honum og fyrir hans benjar urðum vé heilbrigðir. AMEN. Jes.53:5


Bæn dagsins

Jesús sagði: ,,Sannlega, sannlega segi ég yður: Sá, sem heyrir orðmitt og trúir þeim, sem sendi mig, hefir eilíft líf og kemur ekki til dóms, heldur er hann stíginn yfir frá dauðanum til lífsins." AMEN. Jóh. 5:24


Bæn dagsins

Jesús sagði: ,,Uppskeran er mikil, en verkamenn fái. Biðjið því herra uppskerunnar að senda verkamenn til uppskeru sinnar." AMEN. Matt.9:37-38


Bæn dagsns

Þakkið alla hlut, því að það er vilji Guðs með yður í Kristi Jesú.AMEN. 1.Þess.5:18 


Bæn dagsins

Jesús sagði: ,,Allt vald er mér gefið á himni og jörðu. Farið því og gjörið allar þjóðir að lærisveinum, skírið þá nafni föður, sonar og heilags anda, og kennið þeim að halda allt það, sem ég hefi boðið yður." AMEN. Matt.28:18-20


Bæn dagsins

Látið orð Krists búa ríkulega hjá yður með allri speki. Fræðið  og áminnið hver annan með sálmum, og syngið Guði sætlega lof í hjörtum yðar.AMEN. Kól.3:16


Bæn dagsins

Guð hefir gefið oss eilíft líf, og þetta líf er í syni hans. Sá, sem hefir soninn á lífið, sá, sem hefir ekki Guðs son á ekki lífið. AMEN. 1.Jóh.5:11-12


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

90 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.9.): 10
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 218290

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 85
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband