Bæn dagsins

Kærleiksríkur maður vinnur sjálfum sér gagn, harðlyndur maður vinnur sér mein.AMEN.

Orðskviðirnir 11:17

 


Bæn dagsins

Skuldið ekki neinum neitt nema það eitt að elska hvert annað. AMEN.

     Rómverjabréfið 3:8


Bæn dagsins

Varðveit hjarta þitt framar öllu öðru því að þar eru uppsprettur lífsins. Haltu munni þínum fjarri fláum orðum og vörum þínum fjarri lygamálum. AMEN.

  Orðskviðirnir 4:23-24


Bæn dagsins

Verið glöð í voninni, þolinmóð í þjáningunni, staðföst í bæninni AMEN.

     Rómverjabréfið 12:12


Bæn dagsins

Því að ég er þess fullviss að hvorki dauði né líf, englar né tignir, hvorki hið yfirstandandi né hið ókomna, hvorki kraftar, hæð né dýpt né nokkuð annað skapað muni geta gert okkur viðskila við kærleika Guðs sem birtist í Kristi Jesú...

   Rómverjabréfið 8:38-39


Bæn dagsins

Við eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans sem er höfuðið, Kristur. Hann tengir líkamann saman og heldur honum saman með því að láta sérhverja taug innan sína þjónustu af hendi, allt eftir þeim krafti sem hann úthlutar hverri þeirra. Þannig lætur hann líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika.

       Efesusbréfið 4:15-16


Bæn dagsins

Þakið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. AMEN.

                       Davíðssálmur 106:1

...við biðjum Guð að gleðja ykkur...

       Sigurbjörn Einarsson


Bæn dagsins

Kærleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kærleikurinn öfundar ekki.AMEN.

  Fyrra korinturéf 13:4


Bæn dagsins

...Ávarpi hvert annað með sálmum, lofsöngvum og andlegum ljóðum. Syngið og lofið Drottin af öllu hjarta...AMEN.

  Efesusbréfið 5:19


Bæn dagsins

Kærleikurinn er ekki raupsamur, hreykir sér ekki upp. Hann hegðar sér ekki ósæmilega, leitar ekki síns eigin, hann reiðist ekki, er ekki langrækinn. AMEN.

   Fyrr korintubréf 13:5

Í myrkri og sársauka sorgar er faðmlag og hlýtt orð smyrsl...

             Halla Jónsdóttir.


Bæn dagsins

Auðsýnið kærleika í öllu sem þið gerið

Fyrra korintubréf 16:14

Opna huga þinn  Opna hjarta þitt Opna faðm þinn Ásæddu það


Bæn dagsins

Sjáið hvílíkan kærleika faðirinn hefur auðsýnt okkur, að við skulum kallast Guðs börn. Og það erum við.

  1Jóhannesarbréf 3:1


Frelsisbæn.

Góði Guð,ég kem til þín í Jesú nafni. Ég iðrast og játa með munni mínum að Jesú er Drottinn. Ég trúi í hjarta mínu að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum. 

 Taktu við mér í dag í Jesú nafni,amen.


Sálmur 9

Ég vil þakka þér, Drottinn, af öllu hjarta, kunngjöra öll áttarverk þín. Ég vil gleðjast og fagna yfir þér, lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti. Þegar fjandmenn mínir hörfuðu hrösuðu þeir og fórust fyrir augliti þínu. Þú lést mig ná rétti mínum og dæmdir mér í hag, settist í hásæti þitt sem réttlátur dómari. AMEN. sálm.9:2-5


Matteusarguðspjall 4

Hann mun fela þig englum sínum og þei munu bera þig á höndum sér að þú steytir ekki fót þinn við steini.'' AMEN. 


Bæn dagsins

Ef við elskum hvert annað þá er Guð í okkur og kærleikur hans er fullkomnaður í okkur. AMEN.

    Úr 1.Jóhannesarbréfi 4:12

Hvað er kærleikur?

Kærleikur er hvert góðverk sem þú vinnur. 

Kærleikur er hvert bros sem þú gefur.

Kærleikur er að gefa þeim sem þarfnast

Kærleikur er að biðja fyrir öllum, góðum sem slæmum.

Kærleikur er að dæma ekki.

Kærleikur er ljósið sem býr í hjarta þínu.


Bæn dagsins

Við eigum heldur að ástunda sannleikann í kærleika og vaxa í öllu upp til hans sem er höfuðið, Kristur.Hann tengir líkamann saman og heldur honum saman með því að láta sérhverja tauginna sína þjónustu af hendi, allt eftir þeim krafti sem hann úthlutar hverri þeirra. Þannig lætur hann líkamann vaxa og byggjast upp í kærleika.

    Efesusbréfið 4:15-16

               

                        Ást

                  Faðmlög og kossar

                Sátt     Íhugum

              Sigur     Fyrirgefning

                Friður    Hamingja

              Töfrar          N´lægð

              ...Kærleikur


Bæn dagsins

Og þess bið ég að elska ykkar aukist enn þá meir að þekkingu og dómgreind svo að þið getið metið þá hluti rétt sem máli skipta. AMEN.

     Filippíbréfið.1:9-10


Bæn dagsins

Gerið ekkert af eigingirni eða hégómagirnd. Verið lítillát og metið hvert anað meira en ykkur sjálf. Lítið ekki aðeins á eigin hag heldur einni annarra. Verið með sama hugarfari sem ristur Jesús var. AMEN.

             Filppíbéfið 2:3-5


Bæn dagsins

Hef ég ekki boðið þér að vera djarfur og hughraustur? Óttastu ekki og láttu ekki hugfallast því að Drottinn, Guð inn, er með þér hvert sem þú ferð. AMEN.

   Jósúa 1:9


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

91 dagur til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 218280

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 86
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.