bæn dagsins...

Drottinn minnist misgjörðar feðra hans og synd móður hans verði ekki afmáð, séu þær ætið fyrir augum Drottins, hann afmál minningu hans af jörðinni sakir þess að hann gleymdi að sýna gæsku en ofsótti hinn hrjáða og snauða og hinn ráðþrota til þess að drepa hann. Amen.

Sálm.109:14-16


Bæn dagsins...

Sendið óguðlegan gegn mótstöðumanni mínum og ákærandinn standi honum til hægri handar. Hann gangi sakfelldur frá dómi og bæn hans verði honum til áfellis. Dagar hans verði fáir og annar hljóti embætti hans. Börn hans verði föðurlaus og kona hans ekkja, börn hans fari á flæking og vergang, rekin úr rústum heimills síns. Okrarinn leggi snöru fyrir allar eigur hans og ókunnugir ræni afla hans. Enginn sýni honum líkn og enginn aumkist yfir föðurlaus börn hans. Niðjar hans verði afmáðir, nöfn þeirra þurrkuð út í næstu kynslóð. Amen.

Sálm:109:6-13


Bæn dagsins...

Þú, Guð lofsöngs míns, ver eigi hljóður því að óguðlegan og svikulan munu opna þeir gegn mér, tala við mig með ljúgandi tungu. Með hatursorðum umkringja þeir mig og áreita mig að ástæðulausu. Þeir launa elsku mína með fjandskap en ég endurgeld þeim með bæn. Þeir launa mér gott með illu og elsku mína með hatri. Amen.

Sálm:109:2-5


Bæn dagsins...

Hver leiðir mig til virkisborgarinnar, hver fer með mig til Edóms? Hefur þú eigi útskúfað oss, Guð, og ferð eigi út með hersveitum vorum? Veit oss lið gegn fjandmönnunum því að hjálp manna er einskis nýt. Með Guðs hjálp munum vér vinna afrek og hann mun troða óvini vora fótum.Amen.

Sálm:108:11-14


Bæn dagsins...

Móab er handlaug mín, ég fleygi skóm mínum á Edóm, ég hrósa sigri yfir Fílisteu." Amen.

Sálm:108:10


Bæn dagsins...

Guð hefur sagt í helgidómi sínum: ,,Ég vil fagna sigri, ég vil skipta Síkem, mæla Súkkótdalinn. Ég á Gíleað og ég á Manasse, Efraím er hjálmurinn á höfði mér, Júda veldissproti minn. Amen.

Sálm:108:8-9


Bæn dagsins...

Hjarta mitt er stöðugt, ó Guð, ég vil syngja og leika. Vakna þú, sál mín, vakna þú, harpa og gígja, ég ætla að vekja morgunroðann. Ég lofa þig meðal lýðanna, Drottinn, vegsama þig meðal þjóðanna því að miskunn þín nær til himna og trúfesti þín til skýjanna. Hef þig hátt yfir himininn, Guð, dýrð þín breiðist yfir gjörvalla jörðina. Hjálpa þú með hægri hendi þinni og bænheyr mig til þess að þeir sem þú elskar megi frelsast.Amen.

Sálm:108:2-7


Bæn dagsins...

Hinir réttvísu sjá það og gleðjast og allt illt lokar munni sínum. Hver sem er vitur gefi gætur að þessu og menn taki eftir náðarverkum Drottins. Amen.

Sálm:107:42-43


Bæn dagsins...

Hann blessar þá og þeir margfaldast og ekki fækkar hann fénaði þeirra. En þótt þeim fækki og þeir hnígi niður undan kúgun, böli og harmi eys hann smán yfir höfðingja, lætur þá villast í veglausri auðn, en hinn snauða hefur hann upp úr eymd sinni og gerir ættirnar sem hjarðir. Amen.

Sálm:107:38-41

                      


Bæn dagsins...

Hann gerir fljótin að eyðimörk og uppsprettur að þurrum lendum, frjósamt land að saltsléttu sakir illsku íbúanna. Hann gerir eyðimörk að vatnstjörnum og þurrlendið að uppsprettum, lætur hungraða setjast þar að og reisir þeim borg til að búa í. Þeir sá í akra, planta víngarða og uppskera ríkulega. Amen.

Sálm:107:33-37


Bæn dagsins...

Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og dásemdarverk hans við mannanna börn, vegsama hann í söfnuði þjóðarinnar og lofa hann í ráði öldunganna. Amen.

Sálm:107:31-32


Bæn dagsins...

Hann breytti storminum í blíðan blæ og öldur hafsins lægði. Þeir glöddust þegar þær kyrrðust og hann leiddi þá til þeirrar hafnar sem þeir þráðu. Amen.

Sálm:107:29-30


Bæn dagsins...

Þeir skjögruðu og reikuðu eins og drukkinn maður og kunnátta þeirra kom að engu haldi.Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra. amen.

107:27-28


Bæn dagsins...

Því að hann bauð og þá kom stormviðri sem hóf upp öldur hafsins, Þeir hófust til himins, hnigu í djúpið, og þeim féllst hugur í háskanum. Amen.

Sálm:107:25-26


Bæn dagsins...

Þeir sem fóru um hafið á skipum og ráku verslun á hinum miklu höfum sáu verk Drottins og dásemdarverk hans á djúpinu. Amen.

Sálm:107:23-24


Bæn dagsins...

Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni og hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra, sendi orð sitt og læknaði þá og bjargaði þeim frá gröfinni. Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og dásemdarverk hans við mannanna börn, færa honum þakkarfórnir og segja frá verkum hans með fögnuði. Amen. 

Sálm:107:19-22


Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

98 dagar til jóla

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.9.): 0
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 97
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 59
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.