Bæn dagsins

Sjá, Guð er hjálp mín, Dottinn er styrkur minn. Bölið bitni á fjandmönnum mínum, eyddu þeim, Drottinn, sakir trúfesti þinnar. AMEN.

sálm 54:6-7


Bæn dagsins

Ég minnist verka Drottins, Já, ég vil minnast fyrri dáða þinna, ég vil hugleiða öll þín verk, íhuga stórvirki þín.AMEN.

sálm 77:12-13


Bæn dagsins

Og þú skalt elska Drottin, Guð þinn, af öllu hjarta þínu, allri sálu þinni, öllum huga þínum og öllum mætti þínum. AMEN.

Mark 12:30


Bæn dagsins

Öll veröldin fagni fyrir Drottni. Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng. AMEN.

sálm 100:1-2


Bæn dagsins

Betra er gott mannorð en góð ilmsmyrsl og betri er dauðadagur en fæðingardagur. Betra er að ganga í sorgarhús en að ganga í veislusal því að það eru endalok sérhvers manns og sá sem lifir hugfestir  það. Betri er hryggð en hlátur því að þegar andlitið er dapurt líður hjartanu vel. AMEN.

Prédikarinn 7:1-3


Bæn dagsins

Að hann er stöðugur í okkur þekkjum við af andanum sem hann hefur gefið okkur. AMEN

Fyrsta bréf Jóh 3:24


Bæn dagsins

Og þetta er hans boðorð, að við skulum trúa á nafn sonar hans Jesú Krist og elska hvert annað, samkvæmt því sem hann hefur gefið okkur boðorð um. Sá sem heldur boðorð Guðs er stöðugur í Guði og Guð í honum. AMEN.

Fyrsta bréf Jóh 3:23-


Bæn dagsins

Því að þetta er á boðskapur sem þið hafið heyrt frá upphafi: Við eigum að elska hvert annað. AMEN.

Fyrsta bréf Jóh 3:11


Bæn dagsins

Þannig kom Jóhannes skírari fram í óbyggðinni og boðaði mönnum að taka sinnaskiptum og láta skírast til fyrirgefningar synda og menn streymdu til hans frá allri Júdeubyggð og allir Jerúsalembúar og létu hann skíra sig í ánni Jórdan og játuðu syndir sínar. AMEN.

Mark 1:4-5


Bæn dagsins

Upphaf fagnaðarerindisins um Jesú Krist,Guðs son. Svo er ritað hjá Jesaja spámanni:

Ég sendi sendiboða minn á undan þér, hann á að greiða þér veg. Rödd hrópanda í eyðimörk: Greiðið veg Drottins, gerið beinar brautir hans. AMEN.

Mark:1-1-3


Bæn dagsins

Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd. því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða.AMEN.

Matt 7:1-2


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

27 dagar til jóla

Sept. 2023
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 137
  • Frá upphafi: 212233

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 93
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.