30.9.2024 | 17:56
Bæn dagsins...
Hinn meinfýsni öðlast enga gæfu og sá sem fer með lygar ratar í vanda. Það er mæða að geta af sér heimskingja og faðir glópsins fagnar ekki. Glatt hjarta veitir góða heilsubót en dapurt geð tærir beinin. Hinn rangláti dregur fram mútur á laun til að halla réttinum. Hygginn maður hefur viskuna fyrir augum sér en augu heimskingjans rása með himinskautum. Heimskur sonur er föður sínum til ama og angur konunni sem ól hann. Að refsa saklausum er ekki lofsvert, né heldur að berja á göfugmennum. Hygginn maður er orðvar og skynsamur maður er fáorður. Jafnvel heimskinginn virðist vitur, þegi hann, og skynsamur, loki hann vörum sínum. Amen.
Or4ðs:17:20-28
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.9.2024 | 05:15
Bæn dagsins...
Að sýkna sekan og sakfella saklausan, hvort tveggja er Drottni andstyggð. Hvað stoða peningar í hendi heimskingjans til þess að kaupa speki þar sem vitið er ekkert? Vinur lætur aldrei af vináttu sinni, í andstreymi reynist hann sem bróðir. Fávís er sá sem handsalar fyrir náunga sinn og gengur í ábyrgð fyrir hann. Sá sem ann þrætum sækir í yfirsjón, sá sem gerir þröskuld sinn háan hnýtur um hann. Amen.
Orðs:17:15-19
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2024 | 15:17
Bæn dagsins...
Ávítur frá meira á hygginn mann en hundrað högg á heimskingja. Illvirkinn hyggur á uppreisn en óvæginn sendiboði verður sendur gegn honum. Betra er að mæta birnu sem svipt er húnum sínum en heimskingja í flónsku hans. Launi maður gott með illu víkur ógæfan aldrei frá húsi hans. Þegar deila kviknar er sem tekin sé úr stífla, láttu hana því niður falla áður en sennan hefst. Amen.
Orðs:17:10-14
Trúmál | Breytt s.d. kl. 15:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.9.2024 | 13:48
Bæn dagsins...
Ekki hæfa heimskum manni stóryrði og lygin hæfir enn síður göfugum manni. Mútan er sem töfragripur þeim er hana þiggur, hvarvetna kemur hann sínu fram. Sá sem breiðir yfir bresti annars leitar vinfengis en sá sem bregst trúnaði veldur vinaskilnaði. Amen.
Orðs:17:7-9
Trúmál | Breytt s.d. kl. 15:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.9.2024 | 09:14
Bæn dagsins...
Betri er þurr brauðbiti í næði en veisla í húsi fullu af deilum. hygginn þræll mun drottna yfir spilltum syni og taka erfðahlut með bræðrunum. Deiglan er fyrir silfrið og bræðsluofninn fyrir gullið en Drottinn prófar hjörtun. Illmennið ljær illmælginni eyra, lygarinn hlýðir á róginn. Sá sem hæðir fátækling óvirðir skapara hans, sá sem hlakkar yfir ógæfu um svara til saka. Barnabörnin eru kóróna öldunganna og foreldrarnir eru sæmd barnanna. Amen.
Orðs:17:1-6
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2024 | 10:49
Bæn dagsins...
Hungur erfiðismannsins knýr hann til til verka því að sulturinn rekur á eftir honum. Varmennið bruggar vélráð, orð hans eru sem brennandi eldur. Vélráður maður kveikir illdeilur og rógberinn veldur vinaskilnaði. Ofbeldismaðurinn ginnir náunga sinn og leiðir hann í ófæru. Hálflukt augu vitna um ill áform, herptar varir um unnið ódæði. Gráar hærur eru heiðurskóróna, á vegi réttlætis öðlast menn hana. Sá sem er seinn til reiði er betri en kappi og sá sem stjórnar geði sínu er meiri en sá sem vinnur borgir. Í skikkjufellingu eru teningarnir hristir en Drottinn ræður hvað upp kemur. Amen.
Orðs. 16:26-33
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.9.2024 | 07:08
Bæn dagsins...
Vel farnast þeim sem vel rækir erindi sitt og sæll er sá sem treystir Drottni. Hinn vitri leitar ráða spekinga og vel mælt orð eykur fræðslu. Skynsemin er lífslind þeim sem hana á en heimskan er refsing heimskra. Hjarta spekingsins ræður orðum hans og eykur fræðsluna á vörum hans. Vingjarnleg orð eru hunang. sæt fyrir góminn,lækning fyrir beinin. Margur vegur virðist greiðfær en reynist þó heljarslóð. Amen.
Orðs:16:20-25
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2024 | 05:00
Bæn dagsins...
Hve miklu betra er að afla sér visku en gulls og ágætara að afla sér skynsemi en silfurs? Háttur hreinskilinna er að forðast illt, líf sitt varðveitir sá sem gætir breytni sinnar. Dramb er falli næst, hroki veit á hrun. Betra er að vera hógvær með lítillátum en deila feng með dramblátum.Amen.
Orðs:16:16-19
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.9.2024 | 05:10
Bæn dagsins...
Goðsvar er á vörum konungsins, í dómi skeikar honum ekki. Rétt vog og reisla koma frá Drottni en lóðin á vogarskálunum eru hans verk. Ranglætisverk eru konungum andstyggð því að hásætið er reist á réttlæti. Sannleiksorð eru yndi konunga, hinn hreinskilni fellur þeim í geð. Konungsreiði er fyrirboði dauðans en vitur maður sefar hana. Í brosi konungs felst líf og hylli hans er sem regnský á vori.Amen.
Orðs:16:10-15
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.9.2024 | 05:16
Bæn dagsins...
Sérhver hrokagikkur er Drottni andstyggið, vissulega sleppur hann ekki við refsingu. Misgjörðir afplána menn með tryggð og vináttu, að óttast Drottin forðar frá illu. Ef Drottni geðjast breytni manns snýr hann jafnvel óvinum hans til liðs við hann. Betra er lítið með réttu en mikill arður með röngu. Hjarta mannsins velur leið hans en Drottinn stýrir skrefum hans.Amen.
Orðs:16:5-9
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.9.2024 | 05:13
Bæn dagsins...
Fyrirætlanir hjartans eru á mannsins valdi en svar tungunnar kemur frá Drottni. Maðurinn telur alla vegu sína vammlausa en Drottinn reynir ásetning hans. Fel Drottni verk þín og þá bera áform þín árangur. Allt hefur Drottinn skapað í ákveðnum tilgangi, eins hinn rangláta vegna óheilladagsins. Amen.
Orðs:16:1-4
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2024 | 21:21
Bæn dagsins...
Sá spillir heimilishögum sínum sem girnist rangfenginn gróða en sá lifir lengi sem hata mútugjafir. Hjarta hins réttláta íhugar hverju svara skuli en munnur ranglátra eys úr sér illsku. Drottinn er fjarlægur ranglátum en bæn réttlátra heyrir hann. Vingjarnlegt augnaráð gleður hjartað, góð frétt eykur holdi á bein. Sá sem hlýðir á holla umvöndun mun búa meðal hinna vitru. Sá sem hafnar leiðsögn lítilsvirðir sjálfan sig en sá sem hlýðir á umvöndun eykur skynsemi sína. Að óttast Drottin er leiðsögn til visku, hógværð er undanfari sæmdar. Amen.
Orðs:15:27-33
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2024 | 15:27
Bæn dagsins...
Betra er að eiga lítið og óttast drottin en mikinn fjársjóð með áhyggjum. Betri er einn skammtur kálmetis með kærleika en alinaut með hatri. Bráðlyndur maður vekur deilur en sá sem seinn er til reiði stillir þrætur. Vegur letingjans er eins og þyrnigerði en geta trúmennskunnar sem rudd braut. Vitur sonur gleður föður sinn en heimskinginn fyrirlítur móður sína. Heimskingjanum er fíflskan gleði en skynsamur maður gengur beinar brautir. Áform verða að engu þar sem engin er ráðagerðin en ef margir leggja á ráðin rætast þau. Sá fagnar sem svara kann og fagurt er orð í tíma talað. Leið lífsins liggur upp á við fyrir hinn hyggna til þess að hann lendi ekki niðri í helju. Drottinn rífur niður hús hrokagikksins en setur föst landamerki ekkjunnar. Ill áform er Drottni andstyggð en hrein eru vingjarnleg orð.Amen.
Orðs:15:16-26
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2024 | 07:16
Bæn dagsins...
Vægðarlaus hirting bíður þess sem hverfur af réttri leið, sá sem hatar umvöndun hlýtur að deyja. Dánarheimur og undirdjúpin eru Drottni auðsæ, hve miklu fremur hjörtu mannanna. Spottaranum hugnast ekki fortölur, til viturra manna leitar hann ekki. Glatt hjarta gerir andlitið hýrlegt en sé hryggð í hjarta er hugurinn dapur. Hjarta hins vitra leitar að þekkingu en heimskinginn gæðir sér ás fíflsku. Fátæklingurinn lítur aldrei glaðan dag en sá sem vel liggur á er sífellt í veislu.Amen.
Orðs:15:10-15
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2024 | 08:28
bæn dagsins...
Mildilegt svar stöðvar bræði en fúkyrði vekja reiði. Af tungu hinna vitru drýpur þekking, af munni heimskingjanna streymir flónskan. Augu Drottins eru alls staðar og vaka yfir vondum og góðum. Hógværð tungunnar er lífstré en fals hennar veldur hugarkvöl. afglapinn smáir leiðsögn föður síns en sá sem tekur umvöndun verður hygginn.Í húsi hins réttláta er mikill auður en í gróða hins rangláta er óreiða. Varir hinna vitru dreifa þekkingu en hjarta heimskingjanna fer villt vegar. Fórn ranglátra er Drottni andstyggð en bæn réttsýnna er honum þóknanleg. Vegur hins rangláta er Drottni andstyggilegur en þann sem ástundar réttlæti elskar hann. Amen.
Orðs:15:1-9
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.9.2024 | 05:10
Bæn dagsins...
Hinn rangláti fellur á illsku sinni en hinum réttláta er ráðvendnin athvarf. Í hjarta hyggins manns hefur viskan hægt um sig, á meðal heimskingja lætur hún mikið yfir sér. Réttlæti er sæmd þjóðar en syndin er smán þjóðanna. Hæfur þjónn hlýtur hylli konungsins en daglaus þjónn uppsker bræði hans.Amen.
Orðs:14:32-35
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2024 | 05:21
Bæn dagsins...
Að óttast Drottin er lífslind og forðar frá snörum dauðans. Mannfjöldi er konungsprýði en mannfæð steypir höfðingjum. Sá sem er seinn til reiði er skynsamur en hinn bráðláti setur heimskuna í hásæti. Hugarró er líkamanum líf en öfund er eitur í beinum hans. Sá sem kúgar snauðan mann óvirðir skapara hans en sá sem miskunnar snauðum heiðrar hann. Amen.
Orðs:14:27-31
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2024 | 05:30
Bæn Dagsins...
sá sem fyrirlítur vin sinn drýgir synd en lánsamur er sá sem sýnir nauðstöddum miskunn. Vissulega villast þeir sem áforma illt en hinir góðviljuðu ávinna sér trausta vináttu. Allt erfiði færir ágóða en fánýtt hjal leiðir til skorts. Prýði hinna vitru er auður þeirra en fíflska heimskingjanna er og verður verður fíflska. Sannorður vottur bjargar lífi en sá sem fer með lygar er svikari. Að óttast Drottin veitir manni öryggi, börn hans munu eiga sér athvarf. Amen.
Orðs:14:21-26
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2024 | 05:04
Bæn dagsins...
Vitur maður óttast hið illa og forðast það en heimskinginn anar ugglaus áfram. Uppstökkan mann henda glöp en hinn meinfýsni verður hataður. Einfeldningarnir erfa fíflsku en vitrir menn krýnast þekkingu. Hinir vondu verða að lúta hinum góðu o hinir ranglátu að standa fyrir dyrum réttlátra. Fátæklingurinn verður jafnvel hvimleiður jafningja sínum en auðmaðurinn eignast fjölda vina. Amen.
Orðs:14.16-20
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2024 | 05:19
Bæn dagsins...
Hús ranglátra eyðast en tjald hreinskilinna blómgast. Margur vegurinn virðist greiðfær en endar þó í helju. Þótt hlegið sé kennir hjartað til, gleði kann að enda í trega. Rangsnúið hjarta hlýtur sín málagjöld, svo og góður maður af verkum sínum. Einfaldur maður trúir öllu en hygginn maður kann fótum sínum forráð.
Orðs:14:11-15
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31 dagur til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 12
- Sl. sólarhring: 14
- Sl. viku: 97
- Frá upphafi: 212137
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 7
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 23.11.2024 Bæn dagsins...
- 22.11.2024 Bæn dagsins...
- 21.11.2024 Bæn dagsins...
- 20.11.2024 Bæn dagsins...
- 19.11.2024 Bæn dagsins...
- 18.11.2024 Bæn dagsins...
- 17.11.2024 Bæn dagsins...
- 16.11.2024 Bæn dagsins...
- 15.11.2024 Bæn dagsins...
- 14.11.2024 Bæn dagsins...
Bloggvinir
- Anna Heiða Harðardóttir
- Aida.
- Kvíðin kona
- Rafn Haraldur Sigurðsson
- Jón Magnússon
- Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
- Sverrir Halldórsson
- Kafteinninn
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Auðun Gíslason
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Kristín Ketilsdóttir
- Ragnheiður Katla Laufdal
- Unnur Arna Sigurðardóttir
- Helga Kristjánsdóttir
- Íris María
- Ásdís Rán
- Brynja skordal
- Ágúst Böðvarsson
- Bryndís Böðvarsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Rakel Lind
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Aðalbjörn Leifsson
- Myndlistarfélagið
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Vilborg Traustadóttir
- Jóna Á. Gísladóttir
- Pálmi Gunnarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Svavar Alfreð Jónsson
- Eygló Hjaltalín
- Halla Vilbergsdóttir
- Mín veröld
- egvania
- halkatla
- Þórarinn Þ Gíslason
- Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
- Svanur Heiðar Hauksson
- Pétur Björgvin
- Ester
- Nancy Drew
- Benna
- Guðrún Olga Clausen
- Inga Lára Helgadóttir
- Agný
- Ólafur Jóhannsson
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Bergþóra Guðmunds
- Valdís Anna Jónsdóttir
- Helga Dóra
- Heiða B. Heiðars
- Blúshátíð í Reykjavík
- Guðný Lára
- Heiður Helgadóttir
- Baldvin Jónsson
- Gunnhildur Hauksdóttir
- Guðfríður Lilja
- Birna G
- Jóhann Helgason
- Ruth
- Mofi
- Heiða
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- gudni.is
- Sigríður Jónsdóttir
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Grétar Örvarsson
- Jens Guð
- Elísa Ósk Jónsdóttir
- Svava frá Strandbergi
- Óskar Arnórsson
- oktober
- Árni þór
- Jakob Falur Kristinsson
- Hilmar Sæberg Ásgeirsson
- Jóhann Hauksson
- Snorri Óskarsson
- HÉR & NÚ
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Gunnlaugur Helgason
- Sverrir Stormsker
- Öll lífsins gæði?
- Dagrún Þórný Marínardóttir
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Sveinn Arnarsson
- Kristján L. Möller
- Karl V. Matthíasson
- Guðríður Arnardóttir
- Lára Stefánsdóttir
- Taflfélagið Hellir
- Bergljót Hreinsdóttir
- Skák.is
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ómar Ragnarsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Rannsóknarskýrslan
- Þórdís Ragnheiður Malmquist
- Elma Berglind Stefánsdóttir
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- brahim
- Kristin stjórnmálasamtök
- Jón Valur Jensson
- Ásar, Víkingafélag Akureyrar
- Óskar Sigurðsson
- Hugarafl - Valdefling
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- ADHD
- Ragnar Birkir Bjarkarson
- Guðrún Norberg
- Bjarni Harðarson
- Tómas Ibsen Halldórsson
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Um bloggið
gulli dori
Af mbl.is
Erlent
- Pútín reynir allt til að forðast aðra herkvaðningu
- Fimm flugfélög sektuð fyrir óboðlega framkomu
- Útnefnir vogunarsjóðsstjóra í fjármálaráðuneytið
- Munu hefja fjöldaframleiðslu á eldflaugunum
- Tillaga Trumps um frið í Úkraínu ekki algalin
- McGregor sekur: Borgar um 36 milljónir í skaðabætur
- Trump mun ekki sæta refsingu
- Ákærður fyrir morð á 13 ára stúlku
- Svíar virða ögranir Rússa að vettugi
- Efast ekki um að Bandaríkin átti sig á skilaboðum