Bæn dagsins...

Þeir sem sýktust vegna syndugs lífernis, þjáðust vegna misgjörða sinna, þeim bauð við allri fæðu og þeir voru nærri dauðans dyrum. Amen.

Sálm:107:17-18


bæn dagsins...

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu, sálm:119:9

Ég leita þín af öllu hjarta, lát mig eigi villast frá boðum þínum. Ég geymi orð þín í hjarta mínu svo að ég syndgi ekki gegn þér. Amen.

Sálm:119:9-11


Bæn dagsins...

Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og dásemdarverk hans við mannanna börn því að hann braut eirhliðin og mölvaði járnslárnar. Amen.

Sálm:107:15-16


Bæn dagsins...

Hann beygði hug þeirra með mæðu, þeir hrösuðu og enginn kom til hjálpar. Þeir hrópuðu til Drottins í neyð sinni, hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra, leiddi þá út úr sortanum og svartnættinu og sleit sundur fjötra þeirra. Amen.

Sálm:107:12-14


Bæn dagsins...

Þeir skulu þakka Drottni miskunn hans og dásemdarverk hans við mannanna börn því að hann svalaði hinum þyrsta og mettaði  hungraðan gæðum.  Þeir sem sátu í sorta og svartnætti voru fangar í eymd og járnum því að þeir höfðu þrjóskast gegn boðorðum Guðs og haft að engu ráð hins hæsta. Amen.

Sálm:107:8-11


Bæn dagsins...

Þá hrópuðu þeir til Drottins í neyð sinni, hann bjargaði þeim úr þrengingum þeirra, leiddi þá á réttan veg svo að þeir komust til byggilegrar borgar. Amen.

Sálm:107:6-7


Bæn Dagsins...

Þeir reikuðu um eyðimörkina, um veglaus öræfin, og fundu eigi leið til byggilegrar borgar.

Þá hungraði og þyrsti og lífskraftur þeirra þvarr. Amen.

Sálm:107:4-5


Bæn dagsins...

Fimmta Bók

Þakkið Drottni því að hann er góður, því að miskunn hans varir að eilífu. Svo skulu hinir endurleystu Drottins segja, þeir er hann hefur leyst úr nauðum og safnað saman frá öðrum löndum, frá austri og vestri, frá norðri og suðri. amen.

Sálm:107:1-3


Bæn Dagsins...

Lofaður sé Drottinn, Ísraels Guð, frá eilífð til eilífar. Allur lýðurinn segi: Amen. Hallelúja.

Sálm:106:48


Bæn dagsins...

Hjálpa þú oss, Drottinn, Guð vor, og safna oss saman frá þjóðunum, svo að vér getum lofað þitt heilaga nafn og fagnandi sungið þér lof. amen.

Sálm:106:47


Bæn dagsins...

Hann minntist sáttmála sína við þá, aumkaðist yfir þá vegna mikillar miskunnar sinnar og lét þá finna miskunn hjá öllum þeim sem höfðu flutt þá í útlegð. Amen.

Sálm:106:45-46


Bæn dagsins...

Hvað eftir annað bjargaði hann þeim en þeir þrjóskuðust gegn ráðum hans og sukku dýpra í synd sína. Hann leit til þeirra í neyðinni þegar hann heyrði kvein þeirra. Amen. Sálm:106:43-44


Bæn dagsins...

Þeir saurguðust af verkum sínum og frömdu tryggðarof með athæfi sínu. Þá blossaði reiði Drottins upp gegn lýð sínum og hann fékk andstyggð á arfleifð sinni. Hann seldi þá öðrum þjóðum í hendur, hatursmenn þeirra drottnuðu yfir þeim, fjandmenn þeirra kúguðu þá og þeir urðu að beygja sig undir vald þeirra .Amen.

Sálm:106:38-42


Bæn dagsins...

Þeir dýrkuðu skurðgoð þeirra og þau urðu þeim að fótakerfli. Þeir færðu illum vættum syni sína og dætur  að fórn, úthelltu saklausu blóði, blóði svona sinna og dætra sem þeir fórnuðu goðum Kanaans svo að landið vanhelgaðist af blóðinu. Amen.

Sálm:106:36-38


Bæn dagisis...

Þeir eyddu eigi þjóðunum eins og Drottinn hafði boðið þeim heldur lögðu lag sitt við aðrar  þjóðir og tóku upp hætti þeirra. Amen.

Sálm:106:34-35


Bæn dagsins...

Þeir reittu hann reiði við Meríbavötn og Móse varð fyrir mótlæti þeirra vegna því að þeir risu gegn vilja hans og honum hrutu vanhugsuð orð af vörum. Amen.

Sálm:106:32-33


Bæn dagsins...

Þeir gengu Baal Peór á hönd og neyttu þess sem dauðum guðum var fórnað. Þeir egndu hann til reiði með athæfi sínu og því braust úr plága meðal  þeirra. Þá gekk Pínehas fram og kvað upp dóm og létti þá plágunni. Þetta var reiknað honum til réttlætis, frá kyni til kyns, ævinlega. Amen. Sálm:106:28-31


Bæn dagsins...

Þeir fyrirlitu hið unaðslegu land og treystu ekki orðum hans,mögluðu í tjöldum sínum og hlýddu ekki á boð Drottins. Þá hóf hann hönd sína gegn þeim til að fella þá í eyðimörkinni, fella niðja þeirra meðal framandi þjóða og dreifa þeim um löndin. Amen. 106:24-27


Bæn dagsins...

Þeir gerðu kálf við Hóreb og féllu fram fyrir steyptu líkneski, létu vegsemd sína í skiptum fyrir mynd af nauti sem bítur gras. Þeir gleymdu Guði, frelsara sínum, sem vann máttarverk í Egyptalandi, gerði undur í landi Kams, ógnvekjandi dáðir við Sefhafið. Hann hugðist tortíma þeim en Móse, sem hann hafði útvalið, gekk á milli og bægði frá tortímandi reiði hans. amen.

Sálm:106:19-23


Bæn dagsins...

En þeir gleymdu fljótt verkum hans, biðu ekki ráða hans. Þeir fylltust græðgi í eyðimörkinni og freistuðu Guðs í auðninni. Hann uppfyllti ósk þeirra en sendi þeim tærandi sjúkdóm. Þá öfunduðu þeir Móse í herbúðunum og Aron, hinn heilaga Drottins. Jörðin opnaðist og gleypti Datan og huldi flokk Abírams. Eldur kviknaði í flokki þeirra, logi gleypti hina óguðlegu. Amen.

Sálm:106:13-18


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

113 dagar til jóla

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.9.): 8
  • Sl. sólarhring: 9
  • Sl. viku: 96
  • Frá upphafi: 217895

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 62
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband