11.8.2024 | 07:05
Bæn dagsins...Leiðin til spekinnar
Langir lífdagar eru í hægri hendi hennar, auður og sæmd í vinstri hendi hennar. Vegir hennar eru yndislegir vegir og allar götur hennar leggja til velfarnaðar. Hún er tré lífsins þeim sem höndla hana og sæll er hver sá er heldur fast í hana. Drottinn grundvallaði jörðina með visku og kom himninum fyrir af speki. Fyrir þekkingu hans mynduðust hafdjúpin og döggin drýpur úr skýjunum. Sonur minn, varðveittu visku og gætni, láttu þær ekki víkja frá augum þínum, þá verða þær sálu þinni til lífs og hálsi þínum til prýði. Þá muntu ganga veg þinn óhultur og ekki hrasa. Amen.
Orðs:3:16-23
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2024 | 09:43
Bæn dagsins...Leiðin til spekinnar
Sonur minn, hafnaðu ekki leiðsögn Drottins og láttu þér ekki gremjast umvöndun hans. Drottinn agar þann sem hann elskar og lætur þann son finna til sem hann hefur mætur á. Sæll er sá maður sem öðlast speki, sá sem hlýtur hyggindi. Því að betra er að afla sér hennar en silfurs og arðurinn af henni er betri en gull. Hún er dýrmætari en perlur, allir dýrgripir þínir jafnast ekki ávið hana.Amen.
Orðs:3:11-15
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.8.2024 | 05:37
Bæn Dagsins...Leiðin til spekinnar
Festu þau um háls þér og ritaðu þau á spjald hjarta þíns, þá muntu hljóta hylli og góð hyggindi, jafnt í augum Guðs sem manna. Treystu Drottni af öllu hjarta en reiddu þig ekki á eigið hyggjuvit. Minnstu hans á öllum vegum þínum, þá mun hann gera leiðir þínar greiðar. Þú skalt ekki þykjast vitur en óttast Drottin og forðast illt,það er heilnæmt líkama þínum og hressing beinum þínum. Tignaðu Drottin með eigum þínum og með frumgróða allrar uppskeru þínar, þá verða hlöður þínar fullar og vínberjalögurinn mun flóa úr vínþróm þínum.amen.
Orðs:4-10
Trúmál | Breytt s.d. kl. 05:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.8.2024 | 05:19
Bæn dagsins...Leiðin til spekinnar
Sonur minn, gleymdu ekki kenningu minni og hjarta þitt varðveiti ráð mín því að langa lífdaga farsæl ár og velgengni munu þau veita þér ríkulega.Kærleikur og tryggð munu aldrei yfirgefa þig. Amen.
Orðs:3:1-3
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.8.2024 | 05:45
Bæn dagsins...Spekin, vörn gegn illu
Aðgætnin mun vernda þig og hyggindin varðveita þig til þess að frelsa þig frá vegi hins illa, frá þeim mönnum sem fara með fals, sem hverfa af leið einlægninnar og ganga á vegum myrkursins, sem gamna sér við ódæði og fagna yfir illskuverkum, sem fara hlykkjóttar leiðir og eru komnir á glapstigu í breytni sinni, til að frelsa þig frá léttúðardrós og blíðmælgi hinnar framandi konu sem hefur yfirgefið unnusta æsku sinnar og gleymt sáttmála Guðs síns, húsi hennar hallar til dauðans og brautir hennar liggja niður til framliðinna, þeir sem inn til hennar fara snúa ekki aftur og aldrei ná þeir á lífsins stigu, til þess að þú gangir á vegi góðra manna og haldir þig á leið réttlátra. Hinir hreinlyndu munu byggja landið og hinir ráðvöndu verða þar áfram. En hinir ranglátu verða upprættir úr landinu og hinum svikulu verður tortímt. Amen.
Orðs:2:11-22
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.8.2024 | 05:25
Bæn dagsins...Spekin,vörn gegn illu
Þá skilur þú einnig hvað réttlæti er, réttur og réttsýni, skilur sérhverja braut hins góða. Speki mun þá koma til hjarta þíns, og þekkingin verða sálu þinni til yndis.Amen.
Orðs:2:9-10
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.8.2024 | 11:31
Bæn dagsins...Spekin. vörn gegn illu
Drottinn veitir speki, af munni hans kemur þekking og hyggindi. Hann geymir hinum ráðvöndu gæfuna og er skjöldur þeirra sem breyta grandvarlega því að hann vakir yfir stígum réttlætisins og varðveitir veg sinna réttsýnu.Amen.
Orðs:2:6-8
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.8.2024 | 11:09
Bæn dagsins...Spekin, vörn gegn illu
Sonur minn, ef þú hlýðir orðum mínum og geymir boðorð mín hjá þér, veitir spekinni athygli þína og hneigir hjarta þitt að hyggindum, já ef þú kallar á skynsemina og hrópar á hyggindin, ef þú leitar að þeim eins og silfri og grefur eftir þeim eins og fólgnum fjársjóðum, þá mun þér lærast að óttast Drottin og veitast þekking á Guði. Amen.
Orðs:2:5
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2024 | 17:37
Bæn dagsins...Spekin prédikar sinnaskipti
Spekin kallar hátt á strætunum og lætur rödd sína gjalla á torgunum. Hún hrópar á glaummiklum gatnamótum, við borgarhliðin hefur hún upp rödd sína: Hve lengi ætlið þér, fávísu menn, að elska fávísna og hinir háðgjörnu að hafa yndi af háði og heimskingjar að amast við þekkingu? Látið skipast við umvöndun mína, ég læt anda minn streyma yfir yður og kunngjöri yður orð mín. En þér færðust undan þegar ég kallaði og enginn gaf því gaum þótt ég rétti út höndina, heldur létuð þér öll mín ráð sem vind um eyru þjóta og skeyttuð ekki um aðfinnslur mínar og því mun ég hlæja að ógæfu yðar og hæða yður þegar ógæfan dynur yfir yður, þegar skelfingin hvolfist yfir yður eins og þrumuveður og ógæfa yðar nálgast eins og fellibylur, þegar neyð og angist dynja yfir yður. Þá munu þeir kalla á mig en ég mun ekki svara, þeir munu leita mín en ekki finna mig. Þeir hötuðust við þekkingu og létu hjá líða að óttast Drottin, þeir sinntu ekki ráðum mínum og smáðu alla umvöndun mína og því skulu þeir fá að neyta ávaxta breytni sinnar og mettast af eigin vélræði. Því að fráhvarf fávísra drepur þá og uggleysi heimskingjanna tortímir þeim. En sá sem hlýðir á mig mun búa óhultur og öruggur og engri ógæfu kvíða. Amen.
Orðs:1:20-33
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.8.2024 | 09:18
Bæn dagsins...Varastu slæman félagsskap
Fætur þeirra eru skjótir til ills og fljótir eru þeir til að úthella blóði. Til einskis þenja menn út netið í augsýn allra fleygra fugla, slíkir menn sitja um eigið líf og leggja í launsátri fyrir sjálfum sér. Þannig fer öllum þeim sem fíknir eru í rangfenginn gróða: fíknin verður þeim að falli. Amen.
Orðs:1:16-19
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.8.2024 | 05:23
Bæn dagsins...Varastu slæman félagsskap
Alls kyns dýrgripi eignumst vér og fyllum hús vor ránsfeng. Þú skalt taka jafnan hlut með oss, einn sjóð skulum vér allir hafa." Sonur minn, gakktu ekki á vegi þeirra, haltu fæti þínum frá slóð þeirra.Amen.
Orðs:1:13-15
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.8.2024 | 05:49
Bæn dagsins...Varastu slæman félagsskap
Sonur minn, þegar skálkar ginna þig gegndu þeim þá ekki.
Þegar þeir segja: ,,kom með oss. Leggjumst í launsátur til manndrápa, sitjum án tilefnis um saklausa menn, gleypum þá lifandi eins og hel, með húð og hári eins og þá sem eru horfnir til dánarheima. Amen.
Orðsk:1:10-12
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
250 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 22
- Sl. sólarhring: 25
- Sl. viku: 103
- Frá upphafi: 215760
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 65
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 18.4.2025 Bæn dagsins...
- 17.4.2025 Bæn dagsins...
- 16.4.2025 Bæn dagsins...
- 15.4.2025 Bæn dagsins...
- 14.4.2025 Bæn dagsins...
- 13.4.2025 Bæn dagsins...
- 12.4.2025 Bæn dagsins...
- 11.4.2025 Bæn dagsins...
- 10.4.2025 Bæn dagsins...
- 9.4.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson