Bæn dagsins...Varastu slæman félagsskap

Að óttast Drottin er upphaf þekkingar, afglöpum einum er í nöp við visku og tilsögn. Hlýddu, sonur minn, á áminningar föður þíns og hafnaðu ekki viðvörun móðu8r þinnar, þær eru yndislegur sveigur á höfði þér og men um háls þinn. Amen.

Orðsk:1:7-9

 


Bæn dagsins...Orðskviðirnir. Spekin lofuð

Orðskviðir Salómons Davíðssonar, konungs í Ísrael, til þess að menn nemi visku og leiðsögn og læri að meta orð skynseminnar, til þess að menn hljóti viturlega leiðsögn, réttsýni, sanngirni og heiðarleika, til þess að þeir verði óreyndum til ráðgjafar og veiti unglingum þekkingu og forsjálni, hinn vitri hlýðir á og eykur lærdóm sinn, og hinn hyggni þiggur hollráð, til þess að menn skilji orðskviði og líkingar, orð spekinganna og gátur þeirra. Amen.

Orðsk:1:1-6


Bæn dagsins...Sálmarnir

Minnstu Davíðs, Drottinn, og allra þrauta hans, hans sem sór Drottni eið, hét Hinum volduga Jakobs: ,,Ég vil eigi ganga inn í tjaldhús mitt, ekki stíga upp í hvílu mína, ekki unna augum mínum svefns eða augnalokum mínum blunds fyrr enn ég finn Drottni stað, bústað Hinum volduga Jakobs." 

Sjá, vér heyrðum um hana í Efrata fundum hana á völlunum við Jsar.

Höldum til bústaðar Guðs, föllum fram fyrir fótskör hans. Amen.

Sálm:132:1-7


Bæn dagsins...Sálmarnir

Lofið Drottin, allir þjónar Drottins, þér sem standið í húsi Drottins um nætur.

Lyftið höndum til helgidómsins og lofið Drottin.

Drottinn blessi þig frá Síon, hann sem skapaði himin og jörð. Amen.

Sálm:134:1-3

          miskunn hans varir að eilífu.


Bæn dagsins...Lúkasarguðspjall

Faðir, helgist þitt nafn, til komi þitt ríki, gef oss hvern dag vort daglegt brauð.

Fyrirgef oss vorar syndir enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum. 

Og eigi leið þú oss í freistni. amen

Lúk:11:2-4


Bæn dagsins...Sálmarnir

Kenn mér, Drottinn, veg laga þinna og ég mun fylgja honum allt til enda.

Veit mér skilning til að halda lögmál þitt og varðveita það af öllu hjarta. Amen.

Sálm:119:33-34


Bæn dagsins...Sálmarnir

Ég skal þakka þér af einlægu hjarta er ég hef numið þín réttlátu ákvæði.

Ég vil gæta laga þinna, yfirgef mig aldrei.

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu.Amen.

Sálm:119:7-9


Bæn dagsins...Sálmarnir

Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin.

Sæll er sá maður sem Drottinn tilreiknar ekki misgjörð og ekki geymir svik í anda.

Meðan ég þagði tærðust bein mín, allan daginn stundi ég því að dag og nótt lá hönd þín þungt á mér, lífsþróttur minn þvarr sem í sumarbreiskju. Amen.

Sálm:32:1-4


Bæn dagsins...Sálmarnir

En Drottinn er mér háborg og Guð minn klettur mér hælis.

Hann geldur þeim misgjörð þeirra og tortímir þeim í illsku þeirra, Drottinn, Guð vor, afmáir þá. Amen.

Sálm:94:22-23


Bæn dagsins...Sálmarnir

Syngið Drottni nýjan söng, syngið Drottni,öll lönd, syngið Drottni lofið nafn hans, kunngjörið hjálpráð hans dag eftir dag. Amen.

Sálm:96:1-2


Bæn dagsins...Sálmarnir

Í fjörutíu ár bauð mér við þessari kynslóð og ég sagði: ,,Hjarta þessa fólks hefur villst af leið, það ratar ekki vegu mína."

Ég sór því í reiði minni: ,,þeir skulu eigi ná til hvíldarstaðar míns." Amen.

Sálm:95:10-11


Bæn dagsins...Sálmarnir

Ó, að þér í dag vilduð heyra raust hans: Herðið ekki hjörtu yðar eins og við Meríba, eins og daginn hjá Massa í eyðimörkinni þegar feður yðar freistuðu mín, reyndu mig þó að þeir sæju verk mín.

Sálm:95:8-9


Bæn dagsins...Sálmarnir

Í hendi hans eru jarðardjúpin og fjallatindarnir heyra honum til, hans er hafið, hann hefur skapað það og hendur hans mynduðu þurrlendið.

Komið, föllum fram og tilbiðjum, beygjum kné vor fyrir Drottni, skapara vorum.

Því að hann er vor Guð og vér erum gæslulýður hans, hjörðin sem hann gætir. amen.

Sálm:95:4-7


Bæn dagsins...Sálmarnir

Komið, fögnum fyrir Drottni, látum gleðióp gjalla fyrir kletti hjálpræðis vors.

Göngum fyrir auglit hans með þakkargjörð, syngjum gleðiljóð fyrir honum. 

Því að Drottinn er mikill Guð og mikill konungur yfir öllum guðum. Amen.

Sálm:95:1-3


Bæn dagsins...Sálmarnir

Niðjar Efraíms, vopnaðir boga, flýðu á orrustudeginum.

Þeir héldu ekki sáttmála Guðs og vildu ekki fylgja lögum hans, gleymdu stórvirkjum Drottins og máttarverkunum sem hann lét þá sjá.

Sálm:78:9-11


Bæn dagsins...Sálmarnir

Þau setji traust sitt á Guð, gleymi ekki stórvirkjum Guðs og varðveiti boðorð hans en verði ekki eins og feður þeirra, þrjósk og ódæl kynslóð, reikul í ráði með anda ótrúan Guð. Amen.

Sálm:78:7-8


Bæn dagsins...Sálmarnir

Hann setti Jakobi reglur og lögmál í Ísrael sem hann bauð feðrum vorum að kenna börnum sínum svo að komandi kynslóð nemi og börn, sem síðar fæðast, gangi fram og segi sínum börnum. Amen.

Sálm:78:5-6


Bæn dagsins...Sálmarnir

Hlýð þú, þjóð mín, á kenningu mína, legg eyrun að ræðu munns míns.

Ég vil opna munn minn með líkingu og túlka liðna tíð.

Það sem vér höfum heyrt og þekkjum og feður vorir sögðu oss frá ætlum vér ekki að dylja fyrir börnum þeirra heldur segja komandi kynslóð frá dáðum Drottins og mætti hans og máttarverkunum sem hann vann.Amen.

Sálm:78:1-4


Bæn dagsins...Biðjið, leitið

Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða.Amen.

Matt:7:7-8


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 14
  • Sl. sólarhring: 14
  • Sl. viku: 107
  • Frá upphafi: 212110

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 79
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.