Bæn dagsins...Sálmarnir

Guð, vertu mér náðugur sakir elsku þinnar, afmá brot mín sakir þinnar miklu miskunnsemi.

Þvo mig hreinan af misgjörð minni, hreinsa mig af synd minni.

Ég þekki sjálfur afbrot mín og synd mín stendur mér stöðugt fyrir hugskotssjónum.

Gegn þér einum hef ég syndgað og gert það sem illt er í augum þínum.

Því ert þú réttlátur er þú talar, hreinn er þú dæmir.

Sjá, sekur er ég fæddur, syndugur  er móðir mín ól mig.

Þ:´æu hefur þóknun á hreinskilni hið innra og í fylgsnum hjartans kennir þú mér visku. Amen.

Sálm:51:3-8


Bæn dagsins...Sálmarnir

IMG_1720384827601Sá er situr í skjóli Hins hæsta og dvelst í skugga Hins almátaka segir Drottin: ,,Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á." Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt eyðingarinnar, hann skýlir þér  með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og vígi.

Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar eða örina sem flýgur um daga, drepsóttina sem læðist um dimmunni eða sýkina sem geisar um hádegið. Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar þá nær það ekki til þín. Þú munt sjá með eigin augum, horfa á hvernig óguðlegum er endurgoldið. Þitt hæli er Drottinn, þú hefur gert Hinn hæsta að athvarfi þínu. Engin ógæfa hendir þig og engin plága nálgast tjald þitt því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín áöllum vegum þínum. Þeir munu bera þig á höndum sér svo að þú steytir ekki fót þinn við steini. Þú munt stíga yfir ljón og nöðru, troða fótum ungljón og dreka. Það sem hann er mér trúr bjarga ég honum, ég vernda hann því að hann þekkir nafn mitt. Ákalli hann mig mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og geri hann vegsamlegan. Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt. AMEN. 

Sálm:91:1-16


Bæn dagsins...Sálmarnir

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? Með því að gefa gaum að orði þínu. Amen.

Sálm:119:9


Bæn dagsins...spekiorð

Betra er gott mannorð en góð ilmsmyrsl og betri er dauðadagur en fæðingardagur.

Betra er að ganga í sorgarhús en að ganga í veislusal því að það eru endalok sérhvers manns og sá sem lifir hugfestir það.

Betri er hryggð en hlátur því að þegar andlitið er dapurt líður hjartanu vel.

Hjarta spekinganna er í sorgarhúsi en hjarta heimskingjanna í gleðihúsi.Amen.

Prédikarinn:7:1-4

 


Bæn dagsins...Verið fullkomin

Jesús segir: 

,,Elskið óvini yðar, og biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður."

Þannig sýnið þér að þér eruð börn föður yðar á himnum er lætur sól sína renna upp yfir vonda sem góða og rigna yfir réttláta sem rangláta.Amen.

matt:5:45


Bæn dagsins...Gjafmildi við fátæka

Vatnið slekkur brennandi bál og góðverk bætir fyrir syndir.

Þess manns mun síðar minnst sem launar gott með góðu, þegar á móti blæs mun hann stuðning hljóta. Amen.

Síraksbók:3:30-31


Bæn dagsins...Sálmarnir

Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta.

Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum þar sem ég má næðis njóta. Amen.

Sálm:23:1-2


Bæn dagsins...Þjónið Drottni með þolgæði

Barnið mitt, er þú kemur til að þjóna Drottni þú þig þá undir þolraun.

Hjarta þitt sé einlægt og staðfast og rótt á reynslutíma.

Haltu þér fast við Drottin og vík eigi frá honum og þú munt vaxa af því um síðir.

Tak öllu sem að höndum ber, berðu þjáningu og neyð með þolinmæði.

Eins og gull er reynt í eldi, þannig eru þeir sem Drottinn ann reyndir í deiglu þjáningar.

Treystu honum og hann mun taka þig að sér, gakk réttan veg og vona á hann. Amen.

Síraksbók:2:1-6


Bæn dagsins...Spekin og lotning fyrir Guði.

Spekin býr yfir fjársjóðum spakmæla en guðhræðsla er syndurum viðurstyggð.

 Ef þú þráir speki skaltu halda boðorðin, þá mun Drottinn veita þér gnótt hennar.

 Speki og menntun er að óttast Drottin, trúfesti og auðmýkt gleðja hann.

Sporna ei gegn því að óttast Drottin, gakk ei fyrir hann með svik í hjarta.

Hræsna þú eigi fyrir mönnum og haf gát á vörum þínum.

Hreyk þér eigi upp svo að þú fallir og leiðir vanvirðu yfir þig.

Drottinn mun þá leiða það í ljós sem þú hylur hið innra og auðmýkja þig í augsýn safnaðarins.

Þú gekkst eigi fram í ótta Drottins, hjarta þitt var fullt svika. Amen.

Síraksbók:1:25-30


Bæn dagsins.Hafið taumhald á lund og tungu.

Óréttmæt reiði á engar málsbætur, hömlulaus heift leiðir manninn til falls.

Þolinmóður þreyr til hentugs tíma og honum hlotnast gleði um síðir.

Orðvar er hann uns tími er til, þá hljóta hyggindi hans lof af vörum margra. Amen.

Síraksbók:1:22-24


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Júlí 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 15
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 108
  • Frá upphafi: 212111

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 80
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband