Þriðja Bréf Jóhannesar.

Samverkamenn sannleikans

Þú sýnir trúnað þinn, minn elskaði, í öllu sem þú vinnur fyrir söfnuðinn og jafnvel ókunna menn. Þeir hafa vitnað fyrir söfnuðinum um kærleika þinn. Þú gerir vel að greiða för þeirra eins og verðugt er í Guðs augum. Því að sakir nafns Jesú lögðu þeir af stað og þiggja ekki neitt af heiðnum mönnum. Þess vegna ber okkur að hjálpa þessum mönnum og verða þannig samverkamen þeirra í þágu sannleikans.5-8.


Bæn dagsins.

Sérhver, sem trúir á Krist, mun ekki verða til skammar. Róm.9:33.


Þriðja bréf Jóhannesar

Kveðja

Öldungurinn heilsar elskuðum Gajusi sem ég ann í sannleika. Ég bið þess, minn elskaði, að þér vegni val í öllu, þú sért heill heilsu og þér líði vel í sál og sinni. Ég varð mjög glaður þegar bræður komu og greindu frá hve trúr þú ert sannleikanum og breytir eftir honum. Ég hef enga meiri gleði en þá að heyra að börnin mín hlýði sannleikanum. 1-4


Bæn dagsins.

Minnist bandingjanna, sem væruð þér sambandingjar þeirra. Minnist þeirra, er illt líða,þar sem sjálfir eruð einnig með líkama. Heb.13:3


Bæn dagsins.

Ekki gaf Guð oss anda hugleysis, heldur anda máttar og kærleiks og stillingar. Fyrirverð þig því ekki fyrir vitnisburðinn um Drottin vorn. 2.Tím. 1:7-8.


Bæn dagsins.

Sjá, til blessunar verð mér hin sára kvöl. Þú forðaðir lífi mínu frá gröf eyðingarinnar, því að þá varpaðir að baki þér öllum syndum mínum Jes 38:17.


Bæn dagsins.

Mínar hugsanir eru ekki yðar hugsanir, og yðar vegir ekki mínir vegir - segir Drottinn. Heldur svo miklu sem himinninn er hærri en jörðin, svo miklu hærri eru mínir vegir yðar vegum og mínar hugsanir yðar hugsunum. Jes.55:8-9.


Bæn dagsins.

Jesús sagði: ,,Þann, sem blygðast sín fyrir mig og mín orð hjá þessari ótrúu, syndugu kynslóð, mun Mannssonurinn blygðast sín fyrir, er hann kemur í dýrð föður síns með heilögum englum." Mark. 8:38


Bæn dagsins.

Jesús sagði: ,,Biðjið, og þér munuð öðlast, svo að fögnuður yðar verði fullkominn." Jóh. 16:24


Matteusarguðspjall 4

Hann mun fela þig englum sínum

og þeir munu bera þig á höndum sér

að þú steytir ekki fót þinn við stein." 

Matt 4


Bæn dagsins.

Ef einhver er í Kristi, er hann skapaður á ný, hið gamla varð að engu, sjá nýtt er orðið til. 2.kor. 5:17


Sálmarnir 18

Hann rétti út hönd sína frá himni og greip mig, dró mig upp úr vötnunum djúpu, bjargaði mér undan hinum öfluga fjandmanni, undan hatursmönnum mínum sem voru mér máttugri Sálm.18:17-18


Fimmta Mósebók 12

Lögbókin

Þetta eru þau lög og ákvæði sem þið skuluð fylgja af kostgæfni svo lengi sem þið lifið í landinu sem Drottinn, Guð forfeðra þinna, hefur fengið þér. Þið skuluð fylgja þeim svo lengi sem þið lifið í landinu. 5 mós:12-1.


Bæn dagsins.

Sérhver gefi eins og hann hefir ásett sér í hjarta sínu, ekki með ólund eða með nauðung, því að Guð elskar glaðan gjafara. 2.kor.9:7


bæn dagsins.

Sjá Guðs lambið, sem ber synd heimsins. Jóh.1:29.


Bæn dagsin.

Hvort fær kona gleymt brjóstbarni sínu, að hún miskunni eigi lífsafkvæmi sínu? Og þó að þær gætu gleymt. þá gleymi ég þér samt ekki. Sjá ég hefi rist þig í lófa mína. Jes:49:15-16.


Sálmarnir.

Til þín, Drottinn, hef ég sál mína, Guð minn, þér treysti ég, lát mig eigi verða til skammar, lát eigi óvini mína hlakka yfir mér. Enginn sem á þig vonar mun til skammar verða, þeir einir verða til skammar sem ótrúir eru að tilefnislausu. Sálm:25:1-3.


Bæn dagsins.

Nú er því engin fordæming fyrir þá, sem tilheyra Kristi Jesú. Lögmál lífsins anda hefir í Kristi Jesú frelsað mig frá lögmáli syndarinnar og dauðans. Róm. 8:1-2.


Bæn dagsins.

Guði séu þakkir, sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesúm Krist! 1.Kor.15:57.


Postulasagan 3

Við Fögrudyr

Pétur og Jóhannes gengu upp í helgidóminn til síðdegisbæna. Þá var þangað borinn maður, lami frá móðurlífi, er dag hvern var settur við þær dyr helgidómmsins sem nefndar eru Fögrudyr til að beiðast ölmusu af þeim er inn gengu í helgidóminn. Er hann sá Pétur og Jóhannes á leið inn í helgidóminn baðst hann ölmusu. Þeir horfðu fast á hann og Pétur sagði: ,,Lít þú á okkur." Hann starði á þá í von um að fá eitthvað hjá þeim. Pétur sagði: ,,Silfur og gull á ég ekki en það sem ég hef, það gef ég þér: Í nafni Jesú Krists frá Nasaret, statt upp og gakk!" Og hann tók í hægri hönd honum og reisti hann upp. Jafnskjót urðu fætur hans og ökklar styrkir, hann spratt upp, stóð í fætur og tók að ganga. Hann fór inn með þeim í helgidóminn, gekk um og stökk og lofaði Guð. Allt fólkið sá hann ganga um og lofa Guð. Menn könnuðust við að hann var sá er hafði setið fyrir Fögrudyrum helgidómsins til að beiðast ölmusu. Urðu þeir furðu lostnir og frá sér numdir af  því sem fram við hann hafði komið. Post.3:10.


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

224 dagar til jóla

Júní 2022
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 84
  • Frá upphafi: 216262

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 60
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband