Bæn dagsins...

Drottinn er konungur, skrýddur hátign, Drottinn er skrýddur, gyrtur mætti. Heimurinn er stöðugur, haggast ekki. Hásæti þitt stendur stöðugt frá öndverðu, frá eilífð ert þú. Amen.


Bæn dagsins...

Fávís maður skynjar það ekki og heimskinginn skilur það ekki: Þótt óguðlegir grói sem grasið og allir illvirkjar blómstri verða þeir upprættir um aldur og ævi en þú, Drottinn, ert eilíflega upphafinn. Því sjá, óvinir þínir, Drottinn, því sjá, óvinir þínir farast og allir illvirkjar tvístrast. En þú hefur horn mitt hátt eins og á villinauti, smyrð mig ferskri olíu. Auga mitt lítur með gleði niður á fjandmenn mína, eyra mitt heyrir með gleði um níðingana er rísa gegn mér. Réttlátir dafna sem pálmi, vaxa sem sedrustré á Líbanon, þeir eru gróðursettir í húsi Drottins, þeir blómgast forgörðum Guðs vors, bera ávöxt í hárri elli, eru safaríkir og grænir, og boða: ,,Drottinn er réttlátur, hann er bjarg mitt, hjá honum er ekkert rangt til." Amen.

Sálm:92:7-16


Bæn dagsins...

Gott er að lofa Drottin, lofsyngja nafni þínu, þú Hinn hæsti, að kunngjöra miskunn þína að morgni og trúfesti þína um nætur á tístrengjað hljóðfæri og hörpu og við strengjaleik gígjunnar. Þú gleður mig, Drottinn, með dáðum þínum, ég fagna yfir verkum handa þinna. Hversu mikil eru verk þín, Drottinn, hversu djúpar hugsanir þínar. Amen. 

Sálm:92:2-6


Bæn dagsins...

Ákalli hann mig mun ég bænheyra hann, ég er hjá honum í neyðinni, ég frelsa hann og geri hann vegsamlegan. Ég metta hann með fjöld lífdaga og læt hann sjá hjálpræði mitt. amen.

Sálm:91:15-16


Bæn dagsins...

Þar sem hann er mér trúr bjarga ég honum, ég vernda hann því að hann þekkir nafn mitt. Amen.

Sálm:91:14


Bæn dagsins...

Þitt hæli er Drottinn, þú hefur gert Hinn hæsta að athvarfi þínu. Engin ógæfa hendir þig og engin plága nálgast tjald þitt því að þín vegna býður hann út englum sínum til þess að gæta þín á öllum vegum þínum. Amen.

Sálm:91:9-11


Bæn dagsins...

Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar þá nær það ekki til þín. Þú munt sjá með eigin augum, horfa á hvernig óguðlegum er endurgoldið. Amen.

Sálm:91:7-8


Bæn dagsins...

Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt eyðingarinnar, hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og vígi. Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar eða örina sem flýgur um daga, drepsóttina sem læðist um í dimmunni eða sýkina sem geisar um hádegið. Amen.

Sálm:91:3-6


Bæn dagsins...

Sá er situr í skjóli Hins hæsta og dvelst í skugga Hins almáttka segir við Drottin: ,,Hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á." Amen.

Sálm:91:1-2


Bæn dagsins...

Fjórða Bók

Bæn guðsmannsins Móses.

Drottinn, þú  hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. Þú lætur manninn hverfa aftur til duftsins og segir: ,,Hverfið aftur, þér mannanna börn." Því að þúsund ár eru í þínum augum sem dagurinn í gær, þegar hann er liðinn, já eins og næturvaka. Þú hrífur þau burt sem í svefni, þau er að morgni eru sem gróandi gras. Að morgni blómgast það og grær, að kvöldi fölnar það og visnar. Vér hverfum fyrir reiði þinni, skelfumst bræði þína. Þú hefur sett þér fyrir sjónir misgjörðir vorar og leyndar syndir fyrir ljós auglitis þíns. Allir dagar vorir hverfa fyrir reiði þinni, ár vor líða sem andvarp. Ævidagar vorir eru sjötíu ár og þegar best lætur áttatíu ár, og dýrasta hnossið er mæða  og hégómi, því að þeir líða í skyndi og vér fljúgum burt. Hver skilur mátt reiði þinnar, heift þína, svo að hann óttist þig? Kenn oss að telja daga vora, að vér megum öðlast viturt hjarta. Snú þú aftur, Drottinn. Hversu lengi? Sýn þjónum þínum miskunn. Metta oss að morgni með miskunn þinni, að vér megum fagna og gleðjast alla duga vora. Veit oss gleði í stað daga þeirra er þú lægðir oss, ára þeirra er vér máttum illt þola. Sýn þjónum þínum dáðir þínar og dýrð þína börnum þeirra. Gæska Drottins, Guðs vors, sé með oss, blessa þú verk handa vorra. Amen.

Sálm:90:1-17


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

176 dagar til jóla

Júní 2025
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.7.): 8
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 76
  • Frá upphafi: 216959

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 61
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.