16.5.2025 | 05:23
Bæn dagsins...
Því að allir guðir þjóðanna eru falsguðir en Drottinn hefur gert himininn, dýrð og hátign eru frammi fyrir honum, máttur og prýði í helgidómi hans. Amen
Sálm:96:5-6
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.5.2025 | 05:10
Bæn dagsins...
Ef ég vildi telja þær væru þær fleiri en sandkornin, lyki ég við að telja þær vaknaði ég og ég væri enn hjá þér. amen.
Sálm:139:18
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.5.2025 | 05:28
Bæn dagsins...
Þú hefur sefað reiði þína, látið af glóandi bræði þinni. Rétt oss við aftur, Guð, frelsari vor, og lát af gremju þinni gegn oss. Amen.
Sálm:85:4-5
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2025 | 05:24
Bæn dagsins...
Þeir segja: ,,Komið. Vér skulum afmá þá sem þjóð svo að nafns Ísraels verði ekki framar minnst." Þeir voru einhuga um ráðagerð sína og gerðu bandalag gegn þér: Edómítar og Ísmaelítar, Móabítar og Hagrítar, Gebal og Ammón og Amalek, Filistear ásamt Týrusbúun. Amen.
Sálm:83:5-8
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.5.2025 | 05:27
Bæn dagsins...
Guð, ver eigi hljóður, ver eigi þögull, ó Guð, né aðgerðalaus. Því sjá, óvinir þínir gera hark og hatursmenn þínir reigja sig. Þeir sitja á svikráðum við lýð þinn, leggja á ráðin gegn þeim sem þú verndar. Amen.
Sálm:83:2-4
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2025 | 07:55
Bæn dagsins...
Þeir hafa hvorki skyn né skilning, þeir ráfa í myrkri. Allar undirstöður jarðar riða. Ég sagði: ,,þér eruð guðir, allir saman synir Hins hæsta en samt munuð þér deyja sem menn, falla sem einn af höfðingjunum." Rís upp, Guð, dæm þú jörðina því að allar þjóðir eru eign þín. Amen.
Sálm:82:5-8
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2025 | 10:00
Bæn dagsins...
Guð stendur á guðaþingi, hann heldur dóm meðal guðanna. ,,Hve lengi ætlið þér að dæma ranglega og draga taum óguðlegra? Rekið réttar bágstaddra og föðurlausra, látið þjáða og snauða ná rétti sínum, bjargið bágstöddum og snauðum, frelsið þá úr hendi óguðlegra." Amen.
Sálm:82:1-4
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2025 | 07:21
Bæn dagsins...
En við hinn óguðlega segir Guð: ,,Hví þylur þú boðorð mín og tekur sáttmála minn þér í munn þar sem þú hatar aga og snýrð baki við orðum mínum? Sjáir þú þjóf leggurðu lag þitt við hann og hefur samneyti við hórkarla. Þú lætur illt umtal þér um munn fara og tunga þín temur sér lygar. Þú situr og níðir bróður þinn rægir son móður þinnar. Þetta gerðir þú og ég var hljóður, þú taldir mig vera eins og þú ert. Ég ávíta þig og leiði þér þetta fyrir sjónir." Amen.
Sálm:50:16-21
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2025 | 07:29
Bæn dagsins...
Ég líkist pelíkana í eyðimörkinni, er eins og ugla í eyðirúst, ég ligg andvaka, líkist einmana fugli á þaki. Fjandmenn mínir smána mig liðlangan daginn; þeir sem hamast gegn mér nota nafn mitt til formælinga. Amen.
Sálm:102:7-9
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.5.2025 | 06:14
Bæn dagsins...
Ó, að lýður minn hlustaði á mig, Ísrael gengi á vegum mínum. Þá mundi ég skjótt lægja óvini þeirra og snúa hendi minni gegn fjendum þeirra.Þeir sem hata Drottin mundu hræsna fyrir honum og svo yrði um aldur og ævi. Þér gæfi ég kjarnbesta hveiti að eta og seddi þig á hunangi úr klettum." Amen.
Sálm:81:14-17
Trúmál | Breytt s.d. kl. 06:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2025 | 05:18
Bæn dagsins...
Minnstu, Drottinn, háðungar þjóna þinna, á mér hvílir háð margra þjóða sem fjandmenn þínir smánuðu þig með, Drottinn, og vanvirtu fótspor þíns smurða.
Lofaður sé Drottinn að eilífu. Amen.Amen.
Sálm:89.51-53
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2025 | 05:21
Bæn dagsins...
Hann bugaði kraft minn á miðri ævi, fækkaði ævidögum mínum. Ég segi: ,,Guð minn, sviptu mér ekki burt á miðri ævi því að ár þín vera frá kyni til kyns." Í öndverðu grundvallaðir þú jörðina og himinninn er verk handa þinna; þau munu líða undir lok en þú varir, þau munu fyrnast sem fat, þú leggur þau frá þér sem klæði og þau hverfa en þú ert hinn sami og ár þín fá engan enda. Börn þjóna þinna munu búa óhult og niðjar þeirra standastöðugir fyrir augliti þínu.
Sálm:102:24-29
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2025 | 06:51
Bæn dagsins...
Vötnin sáu þig, ó Guð, vötnin sáu þig og skelfdust og undirdjúpin skulfu. Vatnið streymdi úr skýjunum, þrumuraust drundi úr skýjaþykkninu og örvar þínar þutu. Þrumur þínar kváðu við, leiftur lýstu upp heiminn, jörðin skalf og nötraði. Leið þín lá gegnum hafið, vegur þinn um mikil vötn, en spor þín urðu ekki rakin. Þú leiddir líð þinn eins og hjörð með hendi Móse og Arons. Amen.
Sálm:77:17-21
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.5.2025 | 06:12
Bæn dagsins...
Stöðugt vonaði ég á Drottin og hann laut niður að mér og heyrði ákall mitt. Hann dró mig upp úr glötunargröfinni, upp úr fúafeni, veitti mér fótfestu á kletti og gerði mig styrkan í gangi.
Sálm:40:2-3
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.5.2025 | 05:03
Bæn dagsins...
Ég vil hafa gát á breytni minni svo að ég syndgi ekki með orðu mínum. Ég vil hafa taumhald á tungu minni þegar guðleysingjar eru í nánd við mig. Amen.
Sálm:39:2
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.5.2025 | 07:40
Bæn dagsins...
Deil þú, Drottinn, við þá er deila við mig, berst þú við þá er berjast við mig. Gríp skjöld og brynju og rís upp mér til hjálpar. Reið upp spjót og öxi til að mæta þeim sem ofsækja mig og segðu við mig: Ég er hjálp þín. Lát þá er sitja um líf mitt hljóta smán og svívirðing, lát þá hverfa aftur með skömm er hyggja á illt gegn mér. Amen.
Sálm:35:1-4
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
221 dagur til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (17.5.): 1
- Sl. sólarhring: 16
- Sl. viku: 88
- Frá upphafi: 216313
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 68
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 16.5.2025 Bæn dagsins...
- 15.5.2025 Bæn dagsins...
- 14.5.2025 Bæn dagsins...
- 13.5.2025 Bæn dagsins...
- 12.5.2025 Bæn dagsins...
- 11.5.2025 Bæn dagsins...
- 10.5.2025 Bæn dagsins...
- 9.5.2025 Bæn dagsins...
- 8.5.2025 Bæn dagsins...
- 7.5.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson