Bæn dagsins.

Varpið allri áhyggju yðar á hann, því að hann ber umhyggju fyrir yður. 1.Pét.5:7.


Bæn dagsins.

Úr fjarlægð birtist Drottinn mér: ,,Með ævarandi elsku hefi ég elskað þig. Fyrir því hefi ég látið náð mína haldast við þig." Jer. 31:3.


Bæn dagsins.

Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? Heb.13:6.


Bréfið til Hebrea 12.

Drottinn agar

Barnið mitt, lítilsvirð ekki aga Drottinn

og lát ekki heldur hugfallast er hann tyftar þig.

Því að Drottinn agar þann sem hann elskar og hirtir harðlega hvert það barn er hann tekur að sér.

Þolið aga. Guð fer með ykkur eins og börn sín. Öll börn búa við aga. Ef Guð agar ykkur ekki þá eruð þið ekki börn hans heldur þrælborin. Við bjuggum við aga jarðneskra foreldra og bárum virðingu fyrir þeim. Skyldum við þá ekki miklu fremur lúta aga himnesks föður okkar og lifa? Foreldrar okkar öguðu okkur um fáa daga eftir því sem þeim leist en okkur til gagns agar Guð okkur svo að við verðum heilög eins og hann. Um stundar sakir virðist allur agi að vísu ekki vera gleðiefni heldur hryggðar en eftir á veitir hann þeim er alist hafa upp við hann friðsamt og réttlátt líf. Réttið því úr máttvana höndum og magnþrota knjám. Látið fætur ykkar feta beinar brautir til þess að hið fatlaða vindist ekki úr liði en verði heilt. Bréf/Hebrea 12:5-13.


Bæn dagsins.

Jesús sagði: ..Þér eruð vinir mínir, ef þér gjörið það, sem ég býð yður." Jóh.15::1


Bréfið til Hebrea 12.

Drottinn agar

Fyrst við erum umkringd slíkum fjölda votta léttum þá af okkur allri byrði og viðloðandi synd o þreytum þolgóð það skeið sem við eigum fram undan. Beinum sjónum okkar til Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar. Hann leið með þolinmæði á krossi og mat smán einskis af því að hann vissi hvaða gleði beið hans og hefur nú sest til hægri handar hástóli Guðs. Virðið hann fyrir ykkur sem þolað hefur slíkan fjandskap gegn sér af syndurum, til þess að þið þreytist ekki og látið hugfallast. Enn sem komið er hefur barátta ykkar við syndina ekki kostað ykkur lífið. Hafið þið gleymt hvernig Guð hvetur ykkur eins og börn sín. Bréf/Hebrea 12:1-5.


Bæn dagsins.

Styrkist nú í Drottni og í krafti máttar hans. Efes.6:10


Bæn dagsins.

Þetta er sá djörfung, sem vér höfum til hans: Ef vér biðjum um  eitthvað eftir hans vilja, þá heyrir hann oss. 1.Jóh.5:14.


Bæn dagsins.

Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi, jörðin haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins Sálm.46:2-3.


Bæn dagsins.

Ég leitaði Drottins, og hann svaraði mér, frelsaði mig frá öllu því, er ég hræddist. Sálm.34:5.


Bæn dagsins.

Ekkert brást af öllum fyrirheitum þeim, er Drottinn hafði gefið húsi Ísraels. Þau rættust öll. Jós. 21:45.


Bæn dagsins.

Ef þú játa með munni þínum: Jesús er Drottinn - trúir í hjarta þínu, að Guð hafi uppvakið hann frá dauðum, muntu hólpinn verða. Með hjartanu er trúað til réttlætis, en með munninum játað til hjálpræðis. Róm.10:9-10.


Bréfið til Hebrea 11.

Fyrir trú

Fyrir trú hrundu múrar Jeríkóborgar er menn höfðu gengið í kringum þá í sjö daga. Fyrir trú tók skækjan Rahab vinsamlega á móti njósnarmönnunum og fyrir bragðið fórst hún ekki ásamt hinum óhlýðnu. Hvað á ég að orðlengja framar um þetta? Mig mundi skorta tíma ef ég færi að segja frá Gídeon, Barak, Samson og Jefta og af Davíð, Samúel og spámönnunum. Fyrir trú unnu þeir sigur á konungsríkjum, iðkuðu réttlæti, öðluðust fyrirheit þeir byrgðu gin ljóna, slökktu eldsbál, komust undan sverðseggjum. Þeir urðu styrkir þótt áður væru þeir veikir, gerðust öflugir öflugir í stríði og stökktu fylkingum óvina á flótta.Konur heimtu sína framliðnu úr helju. Aðrir voru pyndaðir og þágu ekki lausn til þess að öðlast betri upprisu. Aðrir urðu að sæta háðsyrðum og húðstrokum og þar á ofan fjötrum og fangelsi. Þeir voru grýttir, sagaðir í sundur, höggnir með sverði. Þeir ráfuðu í gærum og geitaskinnum, alls vana, aðþrengdir og illa haldnir. Ekki átti heimurinn slíka menn skilið. Þeir reikuðu um óbyggðir og fjöll og héldust við í hellum og gjótum. En þó að allir þessir menn fengju góðan vitnisburð fyrir trú sína fengu þeir þó ekki að sjá fyrirheitið rætast. Guð hafði séð okkur fyrir því sem betra var: Án okkar skyldu þeir ekki fullkomnir verða. Beéf/Hebrea 11:30-40.


Bæn dagsins.

Flý þú æskunnar girndir, en stunda réttlæti, trú, kærleika og frið við alla þá, sem ákalla Drottin af hreinu hjarta. 2.Tím.2:22.


Bréfið til Hebrea 11.

fyrir trú

Fyrir trú fórnfærði Abraham Ísak er hann var reyndur. Og Abraham, sem fengið hafði fyrirheitin, var reiðubúinn að fórnfæra einkasyni sínum. Við Abraham hafði Guð mælt: ,,Afkomendur Ísaks munu taldir verða niðjar þínir. Hann hugði að Guð væri þess jafnvel megnugur að vekja upp frá dauðum og hann heimti líka son sinn úr helju ef svo má að orði komast. Fyrir trú blessaði Ísak þá Jakob og Esaú einnig fyrir ókomna tíma. Fyrir trú blessaði Jakob, að dauða kominn, báða sonu Jósefs, ,,laut fram á stafshúninn og baðst fyrir" Fyrir trú minntist Jósef við ævilokin á brottför Ísraelsmanna og gerði ráðstöfun fyrir beinum sínum. Fyrir trú leyndu foreldrar Móse honum í þrjá mánuði eftir fæðingu hans af því að þeir sáu að sveinninn var fríður og létu eigi skelfast af skipun konungsins. Fyrir trú hafnaði Móse því er hann var orðinn fulltíða maður að vera talinn dóttursonur faraós og kaus fremur að þola illt með lýð Guðs en njóta skammvinns unaðar af syndinni. Hann taldi háðung vegna Krists meiri auð en fjársjóður Egyptalands því að hann horfði fram til launanna. Fyrir trú yfirgaf hann Egyptaland og óttaðist ekki reiði konungsins en var öruggur eins og hann sæi hinn ósýnilega. Fyrir trú hélt hann páska og lét rjóða blóðinu á húsin til þess að eyðandinn snerti ekki frumburðina. Fyrir trú gengu þeir gegnum Rauðahafið sem um þurrt land og er Egyptar freistuðu þess drukknuðu þeir. Bréf/Hebrea 11:17-29.


Bæn dagsins.

Hann, sem þyrmdi ekki sínum eigin syni, heldur framseldi hann fyrir oss alla, því skyldi hann ekki líka gefa oss allt með honum? Róm.8:32.


Bæn dagsins.

Gjörið því iðrun og snúið yður að syndir yðar verði afmáðar. Post. 3:19.


Bæn dagsins.

Jesús Kristur er í gær og í dag hinn sami og um aldir Heb.13:8.


Bréfið til Hebrea 11.

Fyrir trú

Fyrir trú fékk Nói bendingu um það sem enn þá var ekki auðið að sjá.  Hann hlýddi Guði og smíðaði örk til þess að bjarga heimilisfólki sínu. Með trú sinni sýndi hann að heimurinn hafði á röngu að standa og varð erfingi réttlætisins af trúnni. Fyrir trú hlýddi Abraham, er hann var kallaður, og fór burt til staðar sem hann átti að fá til eignar. Hann fór burt og vissi ekki hvert leiðin lá. Fyrir trú settist hann að í hinu fyrirheitna landi eins og útlendingur og hafðist við í tjöldum ásamt Ísak og Jakobi sem Guð hafði heitið því sama og honum. Því að hann vænti þeirrar borgar sem hefur traustan grunn, þeirrar sem Guð hannaði og reisti. Fyrir trú öðlaðist Abraham kraft til að eignast son og þó var Sara óbyrja og hann kominn yfir aldur. Hann treysti þeim sem fyrirheitið hafði gefið. Þess vegna kom út af honum, einum manni, og það mjög ellihrumum, slík niðjarmergð sem stjörnur eru á himni og sandkorn á sjávarströnd er ekki verður tölu á komið.

Allir þessir menn dóu í trú án þess að hafa öðlast fyrirheitin. Þeir sáu þau álengdar og fögnuðu þeim og játuðu að þeir væru gestir og útlendingar á jörðinni. Þeir sem slíkt mæla sýna með því að þeir eru að leita eigin ættjarðar. Hefðu þeir haft í huga ættjörðina sem þeir fóru frá, hefðu þeir haft tíma til að snúa þangað aftur. En nú þráðu þeir betri ættjörð og himneska. Þess vegna blygðast Guð sín ekki fyrir að kallast Guð þeirra því að borg bjó hann þeim. Bréf/Hebrea 11:7-16.


Bæn dagsins.

Augu Drottins hvarfla um alla jörðina, til þess að hann megi sýna sig máttkan þeim til hjálpar, sem eru heils hugar við hann. 2. Kron.16:9.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

224 dagar til jóla

Maí 2022
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 89
  • Frá upphafi: 216267

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 65
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband