30.4.2025 | 05:55
Bæn dagsins...
Hann talar frið til lýðs sína og til dýrkenda sinna og til þeirra er snúa hjarta sínu til hans. Hjálp hans er nálæg þeim er óttast hann svo að dýrð hans megi búa í landi voru. Elska og trúfesti mætast, réttlæti og friður kyssast. Trúfesti sprettur úr jörðinni og réttlæti horfir niður af himni. Þá gefur Drottinn gæði og landið afurðir. Réttlæti fer fyrir honum og friður fylgir skrefum hans. Amen.
Sálm:85:9-14
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.4.2025 | 07:00
Bæn dagsins...
Gangið umhverfis Síon, gangið kringum hana, teljið turna hennar, skoðið borgarmúrana vandlega, virðið fyrir yður virkin svo að þér getið sagt komandi kynslóð að þannig sé Drottinn, Guð vor, hann mun leiða oss um aldur og ævi. Amen.
Sálm:48:13-15
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.4.2025 | 04:59
Bæn dagsins...
Drottinn grundvallaði borg sína á heilögum fjöllum. Hann elskar hlið Síonar meira en alla bústaði Jakobs, dýrlega er talað um þig, þú borg Guðs. Amen.
Sálm:87:2-3
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2025 | 07:05
Bæn dagsins...
Guð, með eigin eyrum höfum vér heyrt, feður vorir hafa sagt oss frá dáðum, sem þú drýgðir á dögum þeirra, á löngu liðnum tímum. Þú stökktir burt þjóðum en gróðursettir feðurna, þú lékst lýði harðlega en lést þá breiða úr sér. Ekki unnu þeir landið með sverðum sínum og ekki hjálpaði armur þeirra þeim heldur hægri hönd þín og armur og ljómi auglitis þíns því að þú hafðir þóknun á þeim. Þú ert konungur minn og Guð minn, bjóð þú Jakob sigri. með þinni hjálpleggjum vér andstæðinga vora að velli, með nafni þínu troðum vér fótum þá sem gegn oss rísa. Ég treysti ekki boga mínum og sverð mitt veitir mér ekki sigur heldur veittir þú oss sigur á óvinum vorum og lætur þá sem oss hata verða til skammar. Af Guði hrósum vér oss ætíð og lofum nafn þitt að eilífu. Amen.
Sálm:44:2-9
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2025 | 08:34
Bæn dagsins...
Ég hrópa hátt til Drottins, hef rödd mína til Drottins og bið um miskunn. Ég úthelli fyrir honum kvíða mínum, tjái honum neyð mína. Þegar kjarkurinn bregst mér þekkir þú götu mína. Á veginn, sem ég geng, lögðu menn snörur fyrir mig. Ég lít til hægri og skyggnist um en enginn kannast við mig. Mér er varnað sérhvers athvarfs, enginn spyr hvort ég sé á lífi. amen.
Sálm:142:2-5
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.4.2025 | 05:01
Bæn dagsins...
Gott er að syngja Guði vorum lof. Það er yndislegt, honum hæfir lofsöngur. Drottinn endurreisir Jerúsalem, safnar saman hinum tvístruðu Ísraels. Hann græðir þá sem hafa sundurkramið hjarta og bindur um benjar þeirra. Hann ákveður tölu stjarnanna, nefnir þær allar með nafni. Amen.
Sjálm:147:1-4
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2025 | 07:05
Bæn dagsins...
Hví skyldu þjóðirnar segja: ,,Hvar er Guð þeirra?" Guð vor er á himni, allt sem honum þóknast gerir hann. Skurðgoð þeirra eru silfur og gull, handaverk manna. Þau hafa munn en en tala ekki, augu en sjá ekki. Þau hafa eyru en heyra ekki, nef en finna enga lykt. Þau hafa hendur en þreifa ekki, fætur en ganga ekki, úr barka þeirra kemur ekkert hljóð. Eins og þau eru verða smiðir þeirra, allir þeir er á þau treysta. Ísrael, treystu Drottni. Hann er hjálp þeirra og skjöldur. Arons ætt, treystu Drottni. Hann er hjálp þeirra og skjöldur. Amen.
Sálm:115:2-10
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2025 | 05:06
Bæn dagsins...
Drottinn, heyr þú bæn mína, hróp mitt berist til þín. Byrg eigi auglit þitt fyrir mér þegar ég er í nauðum staddur, hneig eyra þitt að mér, svara mér skjótt þegar ég kalla. amen.
sjál:102:2-3
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2025 | 05:04
Bæn dagsins...
Drottinn, ég ákalla þig, skunda þú til mín, ljá eyra bæn minni þegar ég ákalla þig. Bæn mín berist sem reykelsi fyrir auglit þitt og upplyfting handa minna sem kvöldfórn Set þú, Drottinn, vörð við munn minn, gæt hliðs vara minna. Amen.
Sálm:141:1-3
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2025 | 08:27
Bæn dagsins...
Komið og sjáið staðinn þar sem hann lá. Farið í skyndi og segið lærisveinum hans: Hann er upp risinn frá dauðum,hann fer á undan ykkur til Galíleu.Þar munuð þið sjá hann. Þetta hef ég sagt ykkur." Amen
Og þær fóru í skyndi frá gröfinni, með ótta og mikilli gleði, og hlupu að flytja lærisveinum hans boðin. Allt í einu kemur Jesús á móti þeim og segir: ,,Heilar þið!" En þær komu, féllu fram fyrir honum og föðmuðu fætur hans. Þá segir Jesús við þær:,,Óttist ekki, farið og segið bræðrum mínum og systrum að halda til Galíleu. Þar munu þau sjá mig." Amen.
Matt:28:6-10
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.4.2025 | 09:17
Bæn dagsins...
Hann er upp risinn
Að liðnum hvíldardegi, þegar lýsti af fyrsta degi vikunnar, komur þær María Magdalena og María hin til að líta á gröfina. Þá varð landskjálfti mikill því engill Drottins sté niður af himni, kom og velti steininum og settist á hann. Hann var sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór. Varðmennirnir skulfu af hræðslu við hann og urðu sem örendir. En engillinn mælti við konurnar: ,,þið skuluð eigi óttast. Ég veit að þið leitið að Jesú hinum krossfesta. Hann er ekki hér. Hann er upp risinn, eins og hann sagði. Amen.
Matt:28:1-6
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.4.2025 | 09:37
Bæn dagsins...
Lofaður sé Drottinn, bjarg mitt, sem æfir hendur mínar til bardaga, fingur mína til orrustu. Þú ert miskunn mín og vígi, vörn mín og hjálparhella, skjöldur minn og athvarf, hann leggur undir mig þjóðir. Amen.
Sálm:144:1-2
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2025 | 07:46
Bæn dagsins...
Síon heyrir þetta og gleðst og dætur Júda fagna yfir dómum þínum, Drottinn. Því að þú, Drottinn, ert Hinn hæsti yfir allri jörðinni, mjög hátt hafinn yfir alla guði. Þér, sem elskið Drottin, hatið illt. Hann verndar dýrkendur sína, frelsar þá úr hendi óguðlegra. Ljós skín réttlátum og gleði hjartahreinum. Gleðjist, þér réttlátir, yfir Drottni, vegsamið hans heilaga nafn. Amen.
Sálm:97:8-12
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2025 | 07:56
Bæn dagsins...
Sá er situr í skjóli Hins hæsta og dvelst í skugga Hins almáttka segir við Drottin: ,,hæli mitt og háborg, Guð minn, er ég trúi á."
Hann frelsar þig úr snöru fuglarans, frá drepsótt eyðingarinnar, hann skýlir þér með fjöðrum sínum, undir vængjum hans mátt þú hælis leita, trúfesti hans er skjöldur og vígi. Eigi þarft þú að óttast ógnir næturinnar eða örina sem flýgur um daga, drepsóttina sem læðist um í dimmunni eða sýkina sem geisar um hádegið. Þótt þúsund falli þér við hlið og tíu þúsund þér til hægri handar þá nær það ekki til þín. þú munt sjá með eigin augum, horfa á hvernig óguðlegum er endurgoldið. Amen.
Sálm:91:1-8
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2025 | 06:02
Bæn dagsins...
Þú annast landið og vökvar það, fyllir það auðlegð. Lækur Guðs er bakkafullur, þú sérð mönnum fyrir korni því að þannig hefur þú gert landið úr garði. Plógförin á jörðinni gegnvæti þú, sléttar plægt land, mýkir jarðveginn með regnskúrum, blessar það sem úr honum vex. Amen.
Sálm:65:10-11
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2025 | 05:25
Bæn dagsins...
Lofaður sé Drottinn því að hann hefur sýnt mér dásamlega náð í öruggri borg. Ég hugsaði í angist minni: ,,Ég er burtrekinn frá augum þínum." Samt heyrðir þú ákall mitt er ég hrópaði til þín. Amen.
Sálm:31:22-23
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2025 | 05:21
Bæn dagsins...
Hver mun rísa gegn guðlausum mín vegna, hver standa með mér gegn illgjörðamönnum? Hefði Drottinn ekki verið hjálp mín yrði bústaður minn brátt í landi þagnarinnar. Þegar ég hugsa: ,,Mér skriðnar fótur," þá styður mig miskunn þín, Drottinn. Þegar áhyggju þaka mig hressir huggun þín sál mína. Amen.
Sálm:94:16-19
Trúmál | Breytt s.d. kl. 05:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2025 | 11:36
Bæn dagsins...
Drottinn, heyr þú bæn mína, ljá eyra grátbeiðni minni í trúfesti þinni, bænheyr mig í réttlæti þínu. Leið þjón þinn ekki rétt því að enginn sem lifir er réttlátur fyrir augliti þínu.
Óvinur ofsækir mig. Hann traðkar líf mitt niður, lætur mig búa í myrkri eins og þá sem löngu eru dánir. Kjarkurinn bregst mér, hjartað stöðvast í brjósti mér. Amen.
Sálm:143:1-4
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2025 | 05:37
Bæn dagsins...
Vér sjáum ekki táknin sem oss voru ætluð, þar er enginn spámaður framar, enginn meðal vor veit hve lengi þetta varir. Amen.
Sálm:74:9
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2025 | 05:58
Bæn dagsins...
Drottinn er konungur, skrýddur hátign, Drottinn er skrýddur, gyrtur mætti. Heimurinn er stöðugur, haggast ekki. Hásæti þitt stendur stöðugt frá öndverðu, frá eilífð ert þú. Fljótin hófu upp, Drottinn, fljótin hófu upp raust sína, fljótin hefja upp gný sinn. Máttugri en gnýr mikilla vatna, máttugri en brimöldur hafsins, er Drottinn í upphæðum. Vitnisburðir þínir haggast ekki. Heilagleiki sæmir húsi þínu, Drottinn, um allar aldir.
Sálm:93:1-5
Trúmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
175 dagar til jóla
Tenglar
Mínir tenglar
- Lindin útvarp
- Bylgjan útvarp
- útvarp saga Útvarp
- Létt Bylgjan Útvarp
heimasíðu
- S Á Á vogur
- AA samtökinn AA á Íslandi
- Hjálpræðisherinn Jesús
- Gospel Ísland
- Glaetan bókakaffi. er í Reykjavík
- manchester united manchester united vefurinn á Íslandi
- Biblían
- Boðunarkirkjan kópavogi
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.7.): 0
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 71
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 58
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Nýjustu færslur
- 1.7.2025 Bæn dagsins...
- 30.6.2025 Bæn dagsins...
- 29.6.2025 Bæn dagsins...
- 28.6.2025 Bæn dagsins...
- 27.6.2025 Bæn dagsins...
- 26.6.2025 Bæn dagsins...
- 25.6.2025 Bæn dagsins...
- 24.6.2025 Bæn dagsins...
- 23.6.2025 Bæn dagsins...
- 22.6.2025 Bæn dagsins...
Bloggvinir
-
Anna Heiða Harðardóttir
-
Auðun Gíslason
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Kvíðin kona
-
Páll Vilhjálmsson
-
Aðalbjörn Leifsson
-
ADHD
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Ágúst Ólafur Ágústsson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
-
Aida.
-
Árni þór
-
Ásdís Rán
-
Bryndís Böðvarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Bergþóra Guðmunds
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Benna
-
Bergþóra Árnadóttir - RIP 15.2.48 - 8.3.07
-
Birna G
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
Guðrún Olga Clausen
-
Bjarni Harðarson
-
Blúshátíð í Reykjavík
-
brahim
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Hilmar Sæberg Ásgeirsson
-
egvania
-
Ester
-
Elma Berglind Stefánsdóttir
-
Jóhann Helgason
-
Dagrún Þórný Marínardóttir
-
Eygló Hjaltalín
-
Grétar Örvarsson
-
Svanur Heiðar Hauksson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Halla Vilbergsdóttir
-
gudni.is
-
Guðríður Arnardóttir
-
Guðrún Norberg
-
Gunnlaugur Helgason
-
Ágúst Böðvarsson
-
halkatla
-
Sverrir Halldórsson
-
Heiða
-
Heiður Helgadóttir
-
Helga Dóra
-
Þórarinn Þ Gíslason
-
Helga Nanna Guðmundsdóttir
-
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
-
Taflfélagið Hellir
-
Hugarafl - Valdefling
-
Óskar Arnórsson
-
Nancy Drew
-
Inga Lára Helgadóttir
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Svava frá Strandbergi
-
Vilborg Traustadóttir
-
Íris María
-
Jakob Falur Kristinsson
-
Jens Guð
-
Jóhann Hauksson
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Kafteinninn
-
Jón Ingi Cæsarsson
-
Jón Magnússon
-
Pétur Björgvin
-
Jón Valur Jensson
-
Karl V. Matthíasson
-
Elísa Ósk Jónsdóttir
-
Kristín Ketilsdóttir
-
Mín veröld
-
Þórdís Ragnheiður Malmquist
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Ómar Ragnarsson
-
Kristján L. Möller
-
Lára Stefánsdóttir
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Guðný Lára
-
Mofi
-
Guðmundur St Ragnarsson
-
Myndlistarfélagið
-
Nanna Katrín Kristjánsdóttir
-
oktober
-
Ólafur Jóhannsson
-
Öll lífsins gæði?
-
Gunnhildur Hauksdóttir
-
Pálmi Gunnarsson
-
Rafn Haraldur Sigurðsson
-
Ragnar Birkir Bjarkarson
-
Rakel Lind
-
Rannsóknarskýrslan
-
Ragnheiður Katla Laufdal
-
Ruth
-
Sædís Ósk Harðardóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Sigríður Jónsdóttir
-
Skák.is
-
Óskar Sigurðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Brynja skordal
-
Snorri Óskarsson
-
HÉR & NÚ
-
Sigþrúður Þorfinnsdóttir
-
Sverrir Stormsker
-
Svavar Alfreð Jónsson
-
Sveinn Arnarsson
-
Björgvin Þangbrandur "Birkirmár" Gíslasson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Valdís Anna Jónsdóttir
-
Unnur Arna Sigurðardóttir
-
Guðfríður Lilja
-
Ásar, Víkingafélag Akureyrar
-
Guðsteinn Haukur Barkarson