Bæn dagsins...

Innra með yður

Farísear spurðu Jesú hvenær Guðs ríki kæmi. Hann svaraði þeim: ,, Guðs ríki kemur ekki þannig að á því beri. Ekki munu menn segja: Sjá, þar er það eða hér er það því að Guðs ríki er innra með yður. Amen.

Lúk:17:20-21


Bæn dagsins...

Hvar eru hinir níu?

Svo bar við á ferð Jesú til Jerúsalem að leið hans lá á mörkum Samaríu og Galíleu. Og er hann kom inn í þorp nokkurt mættu honum tíu líkþráir menn. Þeir stóðu álengdar, hófu upp raust sína og kölluðu: ,,Jesús, meistari, miskunna þú oss!"  Jesús sá þá og sagði við þá: ,,Farið og sýnið yður prestunum." Þeir héldu af stað og nú brá svo við að þeir urðu hreinir. En einn þeirra sneri aftur er hann sá að hann var heill orðinn og lofaði Guð hárri raustu. Hann féll fram að fótum Jesú og þakkaði honum. En hann var Samverji. Jesús sagði: ,,Urðu ekki allir tíu hreinir? Hvar eru hinir níu? Urðu engir til þess að snúa aftur að gefa guði dýrðina nema þessi útlendingur?" Síðan mælti Jesús við hann: ,,Statt upp og far leiðar þinnar. Trú þín hefur bjargað þér." Amen.

Lúk:17:11-19


Bæn dagsins...

Þjónusta

Hafi einhver yðar þjón, er plægir eða hirðir fénuð, segir hann þá við hann þegar hann kemur inn af akri: Kom þegar og set þig til borðs? Segir hann ekki fremur við hann: Bú þú mér kvöldverð, tak þig til og þjóna mér meðan ég et og drekk, síðan getur þú etið og drukkið. Og er hann þakklátur þjóni sínum fyrir að gera það sem boðið var? Eins skuluð þér segja, þá er þér hafið gert allt sem yður var boðið: Ónýtir þjónar erum vér. Vér höfum gert það eitt sem oss bar að gera. Amen.

Lúk:17:7-10


Bæn dagsins...

Trú

Postularnir sögðu við Drottin: ,,Auk oss trú!" En Drottinn sagði: ,,Ef þér hefðuð trú eins og mustarðskorn gætuð þér sagt við mórberjatré þetta: Ríf þig upp með rótum og fest rætur í sjónum, og það mundi hlýða yður. Amen.

Lúk:17:5-6


Bæn dagsins...

 

Fyrirgefning

Hafið gát á sjálfum yður. Ef bróðir þinn syndgar, þá ávíta hann og ef hann sér að sér, þá fyrirgef honum. Og þótt hann misgeri við þig sjö sinnum á dag og snúi sjö sinnum aftur til þín og segi: Ég iðrast, þá sakalt þú fyrirgefa honum." Amen.

Lúk:17:3-4


Bæn dagsins...

Vel þeim er veldur

Jesús sagði við lærisveina sína: ,,Eigi verður umflúið að menn séu tældir til falls en vel þeim sem því veldur. Betra væri honum að hafa mylnustein um hálsinn og vera varpað í hafið en að tæla einn af þessum smælingjum til falls. Amen.

Lúk:17:1-2


Bæn dagsins...

Hverju er Guðs ríki líkt?

Jesús sagði nú: ,,Hverju er Guðs ríki líkt? Við hvað á ég að líkja því? Líkt er það mustarðskorni sem maður tók og sáði í jurtagarð sinn. Það óx og varð tré og fuglar himins hreiðruðu sig í greinum þess." Og aftur sagði Jesús: ,,Við hvað á ég að líkja Guðs ríki? Líkt er það súrdeigi er kona tók og fól í þrem mælum mjöls uns það sýrðist allt." Amen.

Lúk:13:18-21


Bæn dagsins...

Fjársjóður sem fyrnist ekki

Vertu ekki hrædd, litla hjörð, því að föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið. Seljið eigur yðar og gefið ölmusu, fáið yður pyngjur er slitna ekki, fjársjóð á himnum er þrýtur ekki, þar sem þjófur fær eigi í nánd komist né mölur spillt. Því hvar sem fjársjóður yðar er, þar mun og hjarta yðar vera. Amen.

Lúk:12:32-34


Bæn dagsins...

Fyrirgef oss vorar syndir enda fyrirgefum vér öllum vorum skuldunautum. Og eigi leið þú oss í freistni."

Lúk:11:4

Biðjið og yður mun gefast

Og Jesús sagði við þá: ,,Nú á einhver yðar vin og fer til hans um miðnætti og segir við hann: Vinur, lánaðu mér þrjú brauð því að vinur minn er kominn til mín úr ferð og ég hef ekkert að bera á borð fyrir hann. Mundi hinn þá svara inni: Ger mér ekki ónæði. Það er búið að loka dyrum og börn mín og ég komin í rúmið. Ég get ekki farið á fætur að fá þér brauð? Ég segi yður, þótt hann fari ekki á fætur og fái honum brauð vegna vinfengi þeirra, þá fer hann samt fram úr sakir áleitni hans og fær honum eins mörg og hann þarf. Og ég segi yður: Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. Er nokkur sá faðir yðar á meðal sem gæfi barni sínu höggorm ef það biður um fisk eða sporðdreka ef það biður um egg? Fyrst þér, sem eruð vondir, hafið vit á að gefa börnum yðar góðar gjafir, hve miklu fremur mun þá faðirinn himneski gefa þeim heilagan anda sem biðja hann." amen.

Lúk:11:5-13


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

268 dagar til jóla

Feb. 2025
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.3.): 4
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 71
  • Frá upphafi: 215443

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.