Gleðileg ár...

IMG_20241119_120332Ég óska öllum sem hafa lesi blogg mitt og fl, Gleðilegt nýtt ár 2025

og þakkað fyrir ári 2024 sem er að líða

 Kær Kveðja

  Gunnlaugur H Halldórsson.


Bæn dagsins...

Fjórða Bók

Bæn guðsmannsins Móse.

Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. amen.

Sálmarnir:90:1-2

 


Bæn dagsins...

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sínum hreinum? 

Með því að gefa gaum að orði þínu.

Sálmarnir:119:9


Bæn dagsins...

Dómur yfir Jerúsalem

Hin trúfasta borg er orðin skækja, hún sem var full af réttvísi. Fyrrum bjó réttlæti í henni en nú morðingjar. Silfur þitt er orðið að sora, vín þitt blandað vatni. Leiðtogar þínir eru uppreisnarmenn og lagsmenn þjófa. Allir eru þeir mútuþægir og sækjast eftir gjöfum. Þeir reka ekki réttar munaðarlausra og málefni ekkjunnar koma ekki fyrir þá. Þess vegna segir Drottinn allsherjar, hinn voldugi í Ísrael: Vel, ég mun svala mér á andstæðingum mínum, hefna mín á óvinum mínum. Ég ætla að snúa hendi minni gegn þér og hreinsa úr þér sorann með lút og skilja frá allt blýið. Þá mun ég fá þér dómara eins og þá sem voru í öndverðu og ráðgjafa líka þeim sem voru í upphafi. Eftir það verður þú nefnd Borg réttlætisins, Virkið trúfasta. Síon verður frelsuð með réttvísi og meðréttlæti þeir sem iðrast. En lögbrjótar og syndarar verða upprættir og þeim sem yfirgefa Drottin verður eytt. Þér munuð skammast yðar fyrir eikurnar sem þér hafið  mætur á og roðna af blygðun vegna garðanna sem þér kusuð yður. Þér verðið sjálfir eins og eik með visnuðu laufi, eins og lundur án vatns. Þá verður hinn voldugi að hálmi og verk hans neisti, hvort tveggja brennur í senn og enginn til að slökkva. Amen.

Jesaja:1:21-31


Bæn dagsins...

Fánýtar fórnir

Heyrið orð Drottins, höfðingjar Sódómu. Hlýðið á leiðsögn guðs vors, íbúar Gómorru: Hvað varða mig yðar mörgu sláturfórnir? spyr Drottinn. Ég hef fengið of mikið af brennifórnum hrúta og feiti alikálfa, í blóð úr nautum, lömbum og geitum langar mig ekki. Þegar þér komið til að líta auglit mitt, hver hefur þá beðið yður að traðka forgarða mína? Færið mér ekki framar fánýtar kornfórnir, reykelsi er mér viðurstyggð. Tunglkomudagar, hvíldardagar og hátíðarsamkomur, ég þoli ekki að saman fari ranglæti og hátíðarglaumur. Ég hata tunglkomudaga yðar og hátíðir, þær eru mér byrði,ég er orðinn þreyttur á að bera þær. Þegar þér lyftið höndum yðar í átt til mín loka ég augunum og þótt þér biðjið margra bæna heyri ég ekki. Hendur yðar eru ataðar blóði. Þvoið yður! Hreinsið yður! Fjarlægið illvirki yðar frá augum mínum. Hættið að gera illt, lærið að gera gott, leitið réttarins, hjálpið hinum kúgaða. Rekið réttar munaðarleysingjans. Verjið mál ekkjunnar. Komið vér skulum eigast lög við, segir Drottinn. Þó að syndir yðar séu sem skarlat skulu þær verða hvítar sem mjöll. Þó að þær séu rauðar sem purpuri skulu þær verða sem ull. Ef þér eruð auðsveipir og hlýðnir skuluð þér njóta landsins gæða en séuð þér óhlýðnir og þrjóskir verðið þér sverði bitnir. Munnur Drottins hefur talað það. Amen.

Jesaja:1:10-20

 


Bæn dagsins...

Fyrsti Hluti

 

 

Vitrun Jesaja Amotssonar um Júda og Jerúsalem sem hann fékk í stjórnartíð Ússía, Jótams, Akasar og Hiskía, konunga í Júda.

Drottinn ákærir þjóð sína

Heyr þú, himinn, hlusta þú, jörð, því að Drottinn talar. Ég hef fóstrað börn og alið þau upp en þau hafa brugðist mér. Uxinn þekkir eiganda sinn og asninn jötu húsbónda síns en Ísrael þekkir ekki, fólk mitt skilur ekki.

Vei syndugri þjóð, lýð sem hlaðinn er misgjörðum, niðjum illræðismanna, spilltum börnum. Þér hafið yfirgefið Drottin, hafnað Hinum heilaga Ísraels og snúið baki við honum. Hvar má enn ljósta yður sem sífellt eruð fráhverfir? Höfuðið er allt í sárum, hjartað allt sjúkt. Frá hvirfli til ilja er ekkert heilt, hvarvetna mar, undir og opin sár sem hvorki eru hreinsuð né bundið um né mýkt með olíu. Land yðar er auðn, borgirnar brenndar. Fyrir augum yðar gleypa útlendingar akurland yðar, það er eyðimörk líkt og varð þegar Sódómu var eytt. Dóttirin Síon er ein eftir eins og skýli í víngarði, eins og afdrep á gúrkuakri, eins og umsetin borg. Hefði Drottinn allsherjar ekki látið oss eftir örfáa sem björguðust, hefðum vér orðið eins og Sódóma, líkst Gómorru. Amen.

Jesaja:1:2-9


Bæn dagsins...

(Kór)

Hver er sú sem kemur þarna af berangri og leiðir elskhuga sinn?

(Hún)

Undir eplatrénu vaki ég þig, þar varð móðir þín þunguð að þér og þar fæddi þig sú sem þunguð var.

Settu mig sem innsigli á hjarta þitt, eins og innsigli á arm þinn, því að ástin er sterk eins og dauðinn og ástríðan vægðarlaus sem hel; hún er brennandi bál, skíðlogandi eldur. Vatnsflaumur fær ekki slökkt ástina, stórfljót ekki drekkt henni, bjóði maður aleigu sína fyrir ástina uppsker hann aðeins háð.

(Kór)

Litla systur eigum vér, henni eru ekki vaxin brjóst. Hvað eigum vér að gera við systur vora á festardegi hennar? Sé hún múrveggur reisum vér á honum silfurvirki, sé hún hurð þekjum vér hana sedrusviði.

(Hún)

Ég er múrveggur og brjóst mín eins og turnar, í augum hans varð ég sú sem veitir frið.

(Hann)

Salómon átti vínekru í Baal Hamon. Hann setti verði um vínekruna, fyrir ávexti hennar skyldi hver maður greiða þúsund sikla silfurs. Ég á eigin vínekru. Eigðu þúsundin, Salómon, og tvö hundruð þeir sem ávaxtarins gæta. 

Þú sem dvelst í görðunum, vinirnir hlusta eftir rödd þinni, en láttu mig heyra hana.

(Hún)

Skundaðu, elskhugi minn, upp til ilmfjallanna líkur dádýri, líkur hindarkálfi. Amen.

Ljóðaljóðin:8:5-14


Bæn dagsins...

Ó, að þú  værir bróðir minn sem móðir mín hefði haft á brjósti, hitti ég þig á strætinu mundi ég kyssa þig og enginn fyrirliti mig. Þá tæki ég þig við hönd mér og leiddi þig heim til móður minnar, í hús hennar sem ól mig; þar gæfi ég þér af kryddvíni mínu, safn granateplanna. Vinstri hönd þín sé undir höfði mér, hin hægri faðmi mig. Ég særi yður, Jerúsalemdætur, truflið ekki, vekið ekki ástina, fyrr en hún sjálf vill. Amen.

Ljóðaljóðin:8:1-4

 

 


Bæn dagsins...

(Kór)

Snúðu þér, snúðu þér, Súlammít. Snúðu  þér, snúðu þér svo að vér getum horft á þig.

(Hann)

Hví viljið þér sjá Súlammít snúa sér í herbúðadansinum? Hve léttstíg ertu í ilskónum, höfðingjadóttir. Ávöl lærin eru sem skartgripir, handaverk listasmiðs, skaut  þitt kringlótt skál; ekki skal það skorta vínblönduna, kviðurinn sem hveitibingur og liljur allt um kring, brjóst þín eins og tveir hindarkálfar, dádýrstvíburar, háls þinn sem fílabeinsturn, augun eins og tjarnirnar hjá Hesbon, við hlið Batrabbím, nef þitt eins og Líbanonsturninn sem snýr að Damasks, höfuð þitt sem Karmelfjall og hárið purpuri; konung má fanga í lokkunum. Fögur ertu, yndisleg ertu, vina mín, dóttir lystisemdanna. Vöxtur þinn er eins og pálmatré, brjóst þín sem klasarnir. Ég segi: ,,þetta pálmatré klíf ég og gríp í greinarnar, megi brjóst þín líkjast vínberjaklösum, andardráttur þinn eplailmi, gómur þinn sætu víni, nýju víni. rennandi um sofandi varir."

(Hún)

Elskhugi minn er minn og mig eina þráir hann. Komdu, vinur minn, komum út á víðan vang, eyðum nóttinni undir hennakjarrinu, förum snemma upp í vínekrurnar, sjáum hvort vínviðurinn blómstrar, hvort blóm hans hafa opnast, hvort granatviðurinn stendur í blóma. Þar gef ég þér ást mína. Ástareplin anga, dýrindis ávextir við dyr okkar, nýtíndir og geymdir, ástin mín, þá hef ég varðveitt handa þér. Amen.

Ljóðaljóðin:7:1-14


Bæn dagsins...

(Kór)

Hvert er elskhugi þinn farinn, þú, fegurst kvenna? Hvert er elskhugi þinn horfinn? Vér skulum leita hans með þér.

(Hún)

Elskhugi minn er farinn niður í garð sinn að ilmjurtareitunum, til leiks í görðunum, að tína liljur. Ég er hans, elskhuga míns, og hann er minn, hann sem leikur meðal lilja.

(Hann)

Fögur ertu, ástin mín, eins og Tirsa, indæl eins og Jerúsalem, ógnandi eins og herfylking. Horfðu ekki á mig, augu þín skelfa mig. Hár þitt er eins og geitahjörð sem rennur niður Gíleaðfjall, tennur þínar sem ær í hóp, nýbaðaðar, allar tvílembdar, og engin lamblaus, gagnaugun eins og sneitt granatepli undir andlitsblæjunni. Sextíu eru drottningarnar, áttatíu hjákonurnar og ungmeyjarnar óteljandi en ein er dúfan mín fullkomna, einkabarn móður sinnar, yndi hennar sem ól hana. Ungmeyjarnar sjá hana og róma hana, drottningar og hjákonur syngja henni lof. Hver gægist hér fram sem morgunroðinn, fögur sem máninn, leiftrandi sem sólin, ógurleg sem herskarar stjarnanna? 

Ég fór niður í hnetulundinn að sjá dalinn grænka, sjá hvort vínviðurinn blómstraði og granatviðurinn bæri blóm. Ég var frá mér numinn, ég varð altekinn af ást. Amen.

Ljóðaljóðin:6:2-12


Bæn dagsins...

(Hann)

Ég hef komið í garð minn, systir mín, brúður, og tínt mér myrru og ilmjurtir, neytt hunangs og hunangsköku, drukkið vín mitt og mjólk.

(Kór)

Etið, vinir, drekkið, gerist ölvaðir af ást.

(Hún)

Ég sef en hjarta mitt vakir. Elskhugi minn knýr dyra. ,,Ljúktu upp fyrir mér, systir mín, ástin mín, dúfan mín lýtalausa. Höfuð mitt er alvott af dögg, hárlokkarnir af dropum næturinnar." Ég er komin úr kyrtlinum, ætti ég að fara í hann aftur? Ég hef þvegið fæturna, ætti ég að óhreinka þá? Elskhugi minn réttir höndina inn og hjarta mitt ólgar af þrá. Ég stend upp til að opna fyrir elskhuga mínum, myrra drýpur af höndum mínum, rennandi myrra af fingrum mínum á handfang lokunnar. Ég lýk upp fyrir elskhuga mínum en elskhugi minn er farinn, horfinn. Ég verð frávita er hann hverfur. Ég leita hans en finn hann ekki, kalla á hann en hann svarar ekki. Ég hitti verðina sem ganga um borgina. Þeir slá mig,þeir særa mig, möttlinum svipta þeir af meir, verðir múranna. Ég særi yður, Jerúsalemdætur. Ef þér finnið elskhuga minn, segið honum þá að ég sé sjúk af ást.

(Kór)

Hvað hefur elskhugi þinn fram yfir aðra, þú, fegurst kvenna? Hvað hefur elskhugi þinn fram yfir aðra, að þú særir oss svo? 

(Hún)

Elskhugi minn er bjartur og rjóður og ber af tíu þúsundum. Höfuð hans er skíragull, lokkar hans hrafnsvartir döðluklasar. Augu hans eins og dúfur við læki, baðaðar í mjólk við bakkafullar tjarnir, kinnar hans sem ilmreitir og kryddjurtabeð, varirnar liljur sem myrra drýpur af, hendur hans gullkefli, lögð dýrum steinum, kviður hans fílabein, alsett safírsteinum, fótleggir hans eru sem marmarasúlur á stalli úr skíragulli, ásýndum er hann sem Líbanonsfjall, tígulegur sem sedrustré, munnur hans ljúffengur og allur er hann yndislegur. Þetta er vinur minn, Jerúsalemdætur, þetta er ástvinur minn. Amen.

Ljóðaljóðin:5:1-16


Bæn dagsins...

(Hún)

Vakna, norðanvindur, kom, sunnanblær, anda á garð minn svo að ilmur hans berist. Elskhugi minn, komdu í garð þinn og njóttu dýrustu ávaxta hans.

Ljóðaljóðin:4:16


Bæn dagsins...

(Hann)

Hve fögur ertu, ástin mín,hve fögur, og augu þín dúfur undir andlitsblæjunni. Hár þitt er sem geitahjörð sem rennur niður Gíleaðfjall, tennur þínar ær í hóp, nýrúnar og baðaðar, allar tvílembdar og engin lamblaus. Varir þínar eru sem skarlatsborði og munnur þinn yndislegur, gagnaugun eins og sneitt granatepli undir andlitsblæjunni.

Háls þinn er eins og turn Davíðs sem vopnum er raðað á, þar hanga þúsund skildir, öll hertygi garpanna. Brjóst þín eru eins og tveir hindarkálfar, dádýrstvíburar að leik meðal lilja. Þegar kular í dögun og skuggarnir flýja mun ég halda til myrruhólsins og reykelsishæðarinnar. Öll ertu fögur, ástin mín, lýtalaus með öllu. Komdu með mér frá L´æibanonsfjalli, brúður, með mér frá Líbanonsfjalli, niður af tindi Amana, af tindum Senír og Hermon, frá bælum ljónanna, klettum hlébarðanna. Þú hefur rænt hjarta mínu, systir mín, brúður, hjarta mínu hefurðu rænt með augnaráðinu einu, einum hlekk úr hálsfesti þinni.

Hve yndisleg eru atlot þín, systir mín, brúður, hve miklu eru atlot þín ljúfari en vín og angan smyrsla þinna betri en nokkur ilmjurt. Hunang drýpur af vörum þínum, brúður, hunang og mjólk undir tungu þinni og ilmur klæða þinna er sem angan Líbanonsfjalls. Lokaður garður er systir mín, brúður, byrgður brunnur, innsigluð lind. Laut þín sem garður af granateplum, með gómsæta ávexti, henna og nardus, nardus og saffran, ilmreyr og kanel, myrru og alóe og allar dýrustu ilmjurtir. Þú ert lind í garði, lifandi vatn af Líbanonsfjalli. Amen.

Ljóðaljóðin:4:1-15


Bæn dagsins...

Í hvílu minni um nætur leita ég hans sem sál mín elskar, ég leita hans en finn hann ekki. Ég fer á fætur og geng um borgina, um stræti og torg. Ég leita hans sem sál mín elskar. Ég leita hans en finn hann ekki. Verðirnir, sem ganga um borgina, koma að mér. 

,,Hafið þér sér þann sem sál mín elskar?" Óðara en ég fór frá þeim fann ég þann sem sál mín elskar; ég hélt honum, sleppti honum ekki fyrr en ég hafði leitt hann í hús móður minnar, til híbýla hennar sem ól mig. Ég særi yður, Jerúsalemdætur, við dádýrin, við hindirnar á völlunum:truflið ekki, vekið ekki ástina fyrr en hún sjálf vill.

Hvað er það sem stígur upp af eyðimörkinni eins og reykjarstrókar, mekkir af myrru, reykelsi og hvers kyns kaupmannakryddi? Burðarstóll Salómons og umhverfis sextíu garpar af köppum Ísraels, allir reyndir vígamenn, allir vanir hernaði, allir gyrtir sverði gegn ógnum næturinnar. Burðarstól lét Salómon konungur gera sér úr viði af Líbanonsfjalli. Stoðirnar gerði hann úr silfri, bakið úr gulli, sessinn úr purpuravoð. Að innan er hann klæddur ást, Jerúsalemdætur. Farið, Símonardætur, horfið á Salómon konung, á kórónuna sem móðir hans krýndi hann á brúðkaupsdegi hans, á gleðidegi hjarta hans. amen.

Ljóðaljóðin:3:1-11


Bæn dagsins...

Ég er rós í Saron, lilja í dölunum.

(Hann)

Sem lilja meðal þyrna er ástin mín meðal meyjanna.

(Hún)

Sem eplatré í kjarrviði ber elskhugi minn af sveinunum. Í skugga hans uni ég og ávextir hans eru gómsætir. Hann leiddi mig í veisluskála og tákn ástar hans var yfir mér. Nærið mig á rúsínukökum, styrkið mig með eplum, ég er máttvana af ást. vinstri hönd þín undir höfði mér, hin hægri faðmi mig. Ég særi yður, Jerúsalemdætur, við dádýrin, við hindirnar á völlunum: truflið ekki, vekið ekki ástina fyrr en hún sjálf vill. Elskhugi minn. þarna kemur hann. Stekkur yfir fjöllin, hleypur yfir hæðirnar. Elskhugi minn líkist dádýri eða hindarkálfi og þarna stendur hann við húsvegginn, horfir inn um gluggann, skyggnist inn um grindurnar. Elskhugi minn segir við mig: 

(Hann)

Stattu upp, ástin mín fagra,komdu. Veturinn er liðinn, vorregnið að baki. Landið blómgast, tími söngsins er kominn, kurr turtildúfunnar heyrist í landi okkar. Fíkjutrén bera ávöxt, ilm leggur af blómstrandi vínviði. Stattu upp ástin mín fara, komdu. Dúfan mín í klettaskorum, í hamrafylgsni, sýndu mér ásýnd þína, láttu mig heyra rödd þína;rödd þín er ljúf og ásýndin yndisleg. Veiðið fyrir okkur refina, yrðlingana sem spilla vínekrunum, vínekrur vorar eru í blóma.

(Hún)

Elskhugi minn er minn og ég er hans, hans sem leikur meðal lilja. Þegar kular í dögun og skuggarnir flýja, snúðu þá, elskhugi minn, upp til ilmfjallanna, líkur dádýri, líkur hindarkálfi. Amen. 

Ljóðaljóðin:2:1-17                                                         


Bæn dagsins...Ljóðaljóð Salómons.

(Hún)

Kysstu mig kossi vara þinna, atlot þín eru ljúfari en vín. Yndislegur ilmur er af smyrslum þínum og nafn þitt sem dýrasta olía. Þess vegna elska stúlkurnar þig. Dragðu mig með þér, hlaupum. Konungurinn leiði mig í herbergi sín. Gleðjumst og fögnum þér, lofum ást þína meira en vín; já,eins og nýtt vín elska þær þig.

Ég er dökk og yndisleg, Jerúsalemdætur, eins og tjöldin hjá Kedar, eins og tjalddúkarnir hjá Salma. Takið ekki til þess að ég er dökkleit, að sólin hefur brennt mig. Synir móður minnar reiddust mér og settu mig til að gæta vínekranna en vínekra minnar gætti ég ekki. Segðu mér, þú sem sál mín elskar, hvar heldurðu fé þínu til beitar, hvar hvílist þú um hádegið? Hví skyldi ég reika um hjá hjörðum félaga þinna?

(Hann)

Vitir þú það ekki, þú fegurst meðal kvenna, rektu þá slóð hjarðarinnar og haltu kiðlingum þínum til beitar hjá tjöldum hirðanna. Við hryssu fyrir vagni faraós líki ég þér,ástinj mín. Yndislegir ert vangar þínir undir skrautfléttunum og háls þinn prýddur gimsteinum. Gullfléttur gerum við þér greyptar á silfurspangir.

(Hún)

Konungurinn hvílir á hægindi sínu og ilminn leggur af nardussmyrslum mínum, elskhugi minn er myrruknippi milli brjósta mér, hennablóm er elskhugi minn mér, af vínekrunum í Engedí.

(Hann)

Hve fögur ertu, ástin mín, hve fögur, og augu þín dúfur.

(Hún)

Hve yndislegur ertu, elskhugi minn, hve fagur, og hvíla okkar iðjagræn, sedrustrén máttarviðir hús okkar og kýprustrén þilviðirnir. Amen.

Ljóðaljóðin:1:2-17

 


Bæn dagsins...Niðurlag..

En prédikarinn var spekingur og miðlaði mönnum einnig þekkingu og rannsakaði og kynnti sér og samdi mörg spakmæli. Prédikarinn leitaðist við að finna fögur orð og það sem hann hefur skrifað í einlægni eru sannleiksorð. Orð spekinganna eru hvöss sem broddar og kjarnyrðin eins og fastreknir naglar; þau eru gefin af einum hirði. 

Sonur minn, þýðstu viðvaranir. Að taka saman margar bækur, á því er enginn endir og mikill lestur þreytir líkamann. 

Við skulum hlýða á niðurstöðu þessa alls: Óttastu Guð og haltu boðorð hans því að það á hver maður að gera. Guð mun leiða sérhvert verk fyrir dóm sem haldinn verður yfir öllu því sem hulið er, hvort sem það er gott eða illt. Amen.

Préd:12:9-14


Bæn dagsins...

Mundu eftir skapara þínum á unglingsárum þínum, áður en vondu dagarnir koma og þau árin nálgast er þú segir um: ,,Mér líka þau ekki ," áður en sólin myrkvast og ljósið og tunglið og stjörnurnar, áður en skýin koma aftur eftir regnið, þá er þeir skjálfa sem hússins gæta og sterku mennirnir verða bognir og kvarnarstúlkurnar hafast ekki að því að þær eru orðnar fáar og dimmt er orðið hjá þeim sem líta út um gluggana og dyrunum út að götunni er lokað og hávaðinn í kvörninni minnkar og menn vakna við fuglskvak en allir söngvarnir verða lágværir, þegar menn eru hræddir við hæðir og sjá skelfingar á veginum, þegar möndlutréð stendur í blóma og engispretturnar dragast áfram og kapersber hrífa ekki lengur en maðurinn fer burt til síns eilífðarhúss og grátendarnir ganga um strætið, áður en silfurþráðurinn slitnar og gullskálin brotnar og skjólan mölvast við lindina og hjólið brotnar við brunninn og moldin hverfur aftur til jarðarinnar þar sem hún áður var og andinn til Guðs sem gaf hann. Aumasti hégómi, segir predikarinn, allt er hégómi. Amen.

Préd:12:1-8


Bæn dagsins...Æska og elli..

Lifi maðurinn mörg ár, þá á hann að vera glaður öll þau ár og minnast þess að dagar myrkursins verða margir. Allt sem á eftir kemur er hégómi. Gleð þig, ungi maður, í æsku þinni og láttu leggja vel á þér unglingsár þín og breyttu eins og hjartað leiðir þig og eins og augun girnast en vita skaltu að fyrir allt þetta leiðir Guð þig fyrir dóm. Vísaðu gremju burt frá hjarta þínu og láttu ekki böl koma nærri líkama þínum því að æska og morgunroði lífsins eru hverful. Amen.

Préd:11:8-10


Bæn dagsins...Starfa meðan dagur er..

Varpaðu brauði þínu út á vatnið. þegar margir dagar eru liðnir muntu finna það aftur. Skiptu hlutanum sundur meðal sjö eða jafnvel átta því að þú veist ekki hvaða ógæfa bíður landsins. Þegar skýin eru orðin full af vatni hvolfa þau regni yfir jörðina. Þegar tré fellur til suðurs eða norðurs, þá leggur það kyrrt á þeim stað. Sá sem sífellt gáir að vindinum sáir ekki og sá sem sífellt horfir á skýin uppsker ekki. Þú veist ekki hvaða veg vindurinn fer og hvernig beinin myndast í móðurlífi þungaðrar konu,eins þekkir þú ekki heldur verk Guðs sem allt gerir. Sáðu sæði þínu að morgni og láttu hendur þínar ekki hvílast að kvöldi því að þú veist ekki hvort muni heppnast þetta eða hitt eða hvort tveggja verði jafngott. Indælt er ljósið og ljúft er augunum að horfa á sólina. Amen.

Peéd:11:1-7


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gunnlaugurh62@gmail.com

267 dagar til jóla

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 30
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 215489

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.