Bæn dagsins...

Syndin er fíflslegt fyrirtæki og spottarinn er mönnum andstyggð. Látir þú hugfallast á degi neyðarinnar er máttur þinn lítill. Bjargaðu þeim sem leiddir eru til lífláts, þeim sem eru dæmdir til aftöku. Ef þú segir; ,,Vér vissum það ekki," mun þá ekki sá sem gaumgæfir hjörtun verða þess var og sá sem vaki yfir lífi þínu vita það? Hann mun gjalda hverjum eftir verkum hans. Gæddu þér á hunangi, sonur minn, því að það er gott og hunangsdroparnir eru sætir í munni. Vit að þetta er sál þinni speki. Finnir þú hana áttu þér framtíð og von þín mun ekki bregðast. Amen.

Orðs:24:9-14


Bæn dagsins...

Öfundaðu ekki vonda menn og láttu þig ekki langa til að vera með þeim því að hjarta þeirra hyggur á ofbeldi og varir þeirra ráðgera ógæfu. Af speki er hús reist og af skynsemi verður það staðfast, fyrir þekkingu fyllast herbergin alls konar dýrum og fögrum gripum. Vitur maður er betri en sterkur og fróður maður betri en aflmikill, holl ráð skalt þú hafa þegar þú heyr stríð og þar sem ráðgjöf er næg fer allt vel. Viskan er afglapanum ofviða, í borgarhliðinu lýkur hann ekki upp munni sínum. Þann sem leggur stund á að gera illt kalla menn varmenni. Amen.

Orðs:24:1-8


Bæn dagsins...

Faðir þinn og móðir gleðjist og fagni sú sem fæddi þig. Sonur minn, gefðu mér hjarta þitt og láttu augu þín gaumgæfa vegu mína. Skækja er djúp gröf og framandi kona þröngur pyttur. Hún liggur í leyni eins og ræningi og fjölgar hinum ótrúu meðal mannanna. Hver barmar sér? Hver veinar? Hver á í stælum? Hver kvartar? Hver fær sár að þarflausu? Hver rauð augu? Þeir sem sitja við vín fram á nætur, þeir sem koma saman til að bergja á vínblöndu. Horfðu ekki á vínið, hve rautt það er, hvernig það glóir í bikarnum og rennur ljúflega niður. Að síðustu bítur það sem höggormur og spýtir eitri sem naðra. amen.

Orðs:23:25-32

augu þín munu sjá kynlega hluti og munnur þinn mæla fáránleika. Þú verður eins og sá sem leggur í úthafinu miðju, eins og sá er leggur efst uppi á siglutré. ,,þeir slógu mig, ég kenndi ekki til, þeir börðu mig, ég varð þess ekki var. Þegar ég vakna af víninu fæ ég mér meira. Amen.

Orðs:23:33-35


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

33 dagar til jóla

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 12
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 105
  • Frá upphafi: 212108

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 77
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 8

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nýjustu færslur

Bloggvinir