Bæn dagsins...Guð deilir á hjálgðina.

Eða kunngjörið oss hið ókomna og segið frá því sem verður svo að oss verði ljóst að þér séuð guðir.

Gerið annaðhvort gott eða illt svo að vér undrumst og skelfumst.

Nei, þér eruð ekkert og verk yðar alls ekki neitt, sá sem yður hýs, kýs viðurstyggð.

Ég vakti upp mann  í norðri og hann kom, frá austri kallaði ég hann með nafni.

Hann traðkar á þjóðhöfðingjum sem mold eins og leirkerasmiður treður leir.

Hver boðaði þetta frá upphafi svo að vér vissum það, frá öndverðu svo að vér gætum sagt: ,,þetta er rétt"? Enginn boðaði þetta,enginn sagði það fyrir, enginn heyrði yður segja neitt.

ég var sá fyrsti sem boðaði Síon: Sjá, þar koma þeir, ég sendi Jerúsalem fagnaðarboða.

Ég lítast um en hér er enginn, enginn þeirra getur veitt ráð né svarað ef ég spyr þá.

Þeir eru allir blekking, verk þeirra ekki neitt, skurðgoðin vindur einn og hjóm. Amen.

Jesaja:41:22-29      


Bæn dagsins...Guð deilir á hjáguðina.

Leggið má yðar fyrir, segir Drottinn, færið fram rök yðar, segir konungur Jakobs.

Þeir gangi fram og kunngjöri oss hvað hefur gerst.

Hvað merkir hið liðna? Skýrið frá því svo að vér getum lagt oss það á hjarta og skilið til hvers það leiðir.amen.

Jesaja:41:21-22


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt, rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar og sjá þú hvort ég geng á glötunnarvegi og leið mig hinn eilífa veg. Amen.

Sálm:139:23-24

Ég sagði Drottin: þú ert Guð minn. Ljá eyra grátbeiðni minni.Amen.

Sálm:140:7


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Þakkið Drottni því að hann er góður, miskunn hans varir að eilífu. Amen. Sálm.136:1

Sjá, hversu fagurt og yndislegt það er þegar bræður búa saman.

Það líkist ágætri olíu á höfði sem drýpur niður í skeggið, skegg Arons, og fellur niður á klæðafald hans. 

Það líkist dögg af Hermonfjalli er fellur niður á Síonarfjöll.

Því að þar hefur Drottinn boðið út blessun, líf að eilífu. Amen. sálm:133:1-3


Bæn dagsins...Sá sem kemur að ofan.

Sá sem kemur að ofan er efir öllum.

Sá sem er af jörðu, hann er að jörðu og talar eins og menn.

Sá sem kemur af himni er yfir öllum og vitnar um það sem hann hefur séð og heyrt og enginn tekur á móti vitnisburði hans.

En sá sem hefur tekið á móti vitnisburði hans hefur staðfest að Guð sé sannorður.

Sá sem Guð sendi talar Guðs orð því ómælt gefur Guð andann.

Faðirinn elskar soninn og hefur lagt allt í hönd honum.

Sá sem trúir á soninn hefur eilíft líf en sá sem ´hlýðnast syninum mun ekki öðlast líf heldur varir reiði Guðs yfir honum. Amen.

Jóh/Guðspj:3:31-36


bæn dagsins...Orðið varð hold.

Hið sanna ljós, sem upplýsir hvern mann, kom n´n í heiminn.

Hann var í heiminum og heimurinn var orðinn til fyrir hann en heimurinn þekkti hann ekki. Hann kom til eignar sinnar en hans eigið fólk tók ekki við honum.

En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. Amen.

Jóh/Guðspjall:1:9-12


Bæn dagsins...Orðið varð hold.

Í upphafi var Orðið og Orðið var hjá Guði og Orðið var Guð.

Hann var í upphafi hjá Guði.

Allt varð til fyrir hann, á hans varð ekki neitt sem til er.

Í honum var líf og lífið var ljós mannanna. 

Ljósið skín í myrkrinu og myrkrið tók ekki á móti því.

Maður kom fram, sendur af guði.

Hann hét Jóhannes. Hann kom til vitnisburðar, að vitna um ljósið og vekja alla til trúar á það.

Ekki var hann ljósið, hann kom til að vitna um ljósið. Amen.

Jóhannesar Guðspjall:1:1-8


Bæn dagsins...Með miklum fögnuði

Síðan fór hann með þau út í nánd við Betaníu, hóf upp hendur sínar og blessaði þau.

En það varð, meðan hann var að blessa þau, að hann skildist frá þeim og var upp numinn til himins.

En þau féllu fram og tilbáðu hann og sneru aftur til Jerúsalem með miklum fögnuði.

Og þau voru stöðugt í helgidóminum og lofuðu Guð. Amen.

Lúk:24:50-53


Bæn dagsins...Friður sé með yður

Nú voru þau að tala um þetta og þá stendur hann  sjálfur meðal þeirra og segir við þau: ,,Friður sé með yður!"

En þau skelfdust og urðu hrædd og hugðust sjá anda.

Hann sagði við þau: ,,Hví eruð þið óttaslegin og hvers vegna vakna efasemdir í hjarta ykkar? Lítið á hendur mínar og fætur að það er ég sjálfur.

Þreifið á mér og gætið að. Ekki hefur andi hold og bein eins og þið sjáið að ég hef."

Þegar hann hafði þetta mælt sýndi hann þeim hendur sínar og fætur.

Enn gátu þau ekki trúað fyrir fögnuði og undrun. Þá sagði hann við þau: ,,Hafið þið hér nokkuð til matar?" Þau fengu honum stykki af steiktum fiski og hann tók það og neytti þess frammi fyrir þeim.

Og hann sagði við þau: ,,Meðan ég var enn meðal ykkar sagði ég ykkur: Allt sem ritað er um mig í lögmáli Móse, spámönnunum og sálmunum á að rætast."

Síðan lauk hann upp huga þeirra að þau skildu ritningarnar.

Og hann sagði við þau: ,,Svo er skrifað að Kristur eigi að líða og rísa upp frá dauðum á þriðja degi og að prédika skuli í nafni hans öllum þjóðum að taka sinnaskiptum og þiggja fyrirgefningu synda og hefja það í Jerúsalem.

Þið eruð vottar þessa.

Ég sendi ykkur andann sem faðir minn hét ykkur en verið kyrr í borginni uns þið íklæðist krafti frá hæðum." Amen.

Lúk:24:36-49


Bæn dagsins...Vertu hjá okkur

Hann spurði: ,,Hvað þá?" Þeir svöruðu: ,,þetta um Jesú frá Nasaret sem var spápámaður, máttugur í verki o orði fyrir Guði og öllum mönnum.

Æðstu prestar og höfðingjar okkar létu dæma hann til dauða og krossfesta hann.

Við vonuðum að hann væri sá er leysa mundi Ísrael.

En nú er þriðji dagur síðan þetta bar við.

Þá hafa og konur nokkrar úr okkar hópi gert okkur forviða.

Þær fóru árla til grafarinnar en fundu ekki líkama hans og komu og sögðust jafnvel hafa sér engla í sýn er sögðu hann lifa.

Nokkrir þeirra sem með okkur voru fóru til grafarinnar og fundu allt eins og konurnar höfðu sagt en hann sáu þeir ekki."

Þá sagði hann við þá: ,,Skilningslausu menn, svo tregir til að trúa því öllu sem spámennirnir hafa sagt fyrir um! Átti ekki Kristur að líða þetta og ganga svo inn í dýrð sína?" Og hann byrjaði  á Móse og öllum spámönnunum og útlagði fyrir þeim það sem um hann er ritað í öllum ritningunum.

Þeir nálguðust nú þorpið sem þeir ætluðu til en hann lét sem hann vildi halda lengra.

Þeir lögðu þá fast að honum og sögðu : ,,Vertu hjá okkur því að kvölda tekur og degi hallar."

Og hann fór inn til að vera hjá þeim. Og svo bar við, er hann sat til borðs með þeim, að hann tók brauðið, þakkaði Guði, braut það og fékk þeim.

Þá opnuðust augu þeirra og þeir þekktu hann en hann hvarf þeim sjónum.

Og þeir sögðu hvor við annan: ,,Brann ekki hjartað í okkur meðan hann talaði við okkur á veginum og lauk upp fyrir okkur ritningunum?" Þeir stóðu samstundis upp og fóru aftur til Jerúsalem.

Þar fundu þeir þá ellefu og þau er með þeim voru saman komin, en þau sögðu: ,,Sannarlega er Drottinn upp risinn og hefur birst Símoni."

Hinir sögðu þá frá því sem við hafði borið á veginum og hvernig þeir höfðu þekkt hann þegar hann braut brauðið.Amen.

Lúk:24:19-35

 


Bæn dagsins...Vertu hjá okkur

Tveir þeirra fóru þann sama dag til þorps nokkurs sem er um sextíu skeiðrúm frá Jerúsalem og heitir Emmaus.

Þeir ræddu sín á milli um allt þetta sem gerst hafði.

 Þá bar svo við, er þeir voru að tala saman og ræða þetta, að Jesús sjálfur nálgaðist þá og slóst í för með þeim.

augu þeirra voru svo blinduð að þeir þekktu hann ekki.

Og hann sagði við þá: ,,Hvað er það sem þið ræðið svo mjög á göngu ykkar?" Þeir námu staðar, daprir í bragði, og annar þeirra, Kleófas að nafni, sagði við hann: ,,Þú ert víst sá eini aðkomumaður í Jerúsalem sem veit ekki hvað þar hefur gerst þessa dagana." Amen.

24:13-18

 


Bæn dagsins...Hann er upp risinn

En í afturelding fyrsta dag vikunnar komu þær til grafarinnar með ilmsmyrslin sem þær höfðu búið.

Þær sáu þá að steininum hafði verið velt frá gröfinni og þegar þær stigu inn fundu þær ekki líkama Drottins Jesú.

Þær skildu ekkert í þessu en þá brá svo við að hjá þeim stóðu tveir menn í leiftrandi klæðum.

Þær urðu mjög hræddar og hneigðu andlit til jarðar.

En þeir sögðu við þær: ,,Hví leitið þér hins lifanda meðal dauðra? Hann er ekki hér, hann er upp risinn.

Minnist þess hvernig hann talaði við yður meðan hann var enn í Galíleu.

Hann sagði að mannssonurinn skyldi framseldur verða í hendur syndugra manna og krossfestur en rísa upp á þriðja degi."

Og þær minntust orða hans, sneru frá gröfinni og kunngjörðu allt þetta þeim ellefu og öllum hinum.

Þessar konur voru þær María Magdalena, Jóhanna og María móðir Jakobs og hinar sem voru með þeim.

Þær sögðu postulunum frá þessu.

En þeir töldu orð þeirra markleysu eina og trúðu þeim ekki.

Pétur stóð þó upp og hljóp til grafarinnar, skyggndist inn og sá þar líkklæðin ein.

Fór hann heim síðan og undraðist það sem við hafði borið. Amen.

Lúk:24:12


Bæn dagsins...Lagður í gröf

Maður er nefndur Jósef.

Hann var ráðsherra, góður maður og réttvís og hafði ekki samþykkt ráð þeirra né athæfi. Hann var frá Arímaþeu, borg í Júdeu, og vænti Guðs ríkis.

Hann gekk til Pílatusar og bað hann um líkama Jesú, tók hann síðan ofan, sveipaði línklæði og lagði í gröf, höggna í klett, og hafði þar enginn verið áður lagður.

Það var aðfangadagur og hvíldardagurinn fór í hönd.

Konur þær er komið höfðu með Jesú frá Galíleu fylgdu eftir og sáu gröfina og hvernig líkami hans var lagður.

Þær sneru aftur og bjuggu ilmjurtir og smyrsl. 

Hvíldardaginn héldu þær kyrru fyrir samkvæmt boðorðinu. Amen.

Lúk:23:50-56


Bæn dagsins...Faðir, í þínar hendur

Og nú var nær hádegi og myrkur varð um allt land til nóns því sólin missti birtu sinnar.

En fortjald musterisins rifnaði sundur í miðju.

Þá kallaði Jesús hárri röddu: ,,Faðir, í þínar hendur fel ég anda minn!" Og er        hann hafði þetta mælt gaf hann upp andann.

Þegar hundraðshöfðinginn sá það er við bar vegsamaði hann Guð og sagði: ,,Sannarlega var þessi maður réttlátur."

Og fólkið allt, sem komið hafði saman að horfa á, sá nú hvað gerðist og barði sér á brjóst og hvarf frá.

En vinir hans allir sem og konurnar, er fylgdu honum frá Galíleu, stóðu álengdar og horfðu á þetta. Amen.

Lúk:23:44-49


Bæn dagsins...Krossfestur

En þeir köstuðu hlutum um klæði hans og skiptu með sér.

Fólkið stóð og horfði á og höfðingjarnir gerðu gys að honum og sögðu: ,,Öðrum bjargaði hann, bjargi hann nú sjálfum sér ef hann er Kristur Guðs, hinn útvaldi." Eins hæddu hann hermennirnir, komu og báru honum edik og sögðu: ,,Ef þú ert konungur Gyðinga, þá bjargaðu sjálfum þér." Yfirskrift var yfir honum: ÞESSI ER KONUNGUR GYÐINGA.

Annar þeirra illvirkja sem krossfestir voru hræddi hann og sagði: ,,Ert þú ekki Kristur? Bjargaðu sjálfum þér og okkur!"

En hinn ávítaði hann og sagði: ,,Hræðist þú ekki einu sinni Guð og ert þó undir sama dómi? Við erum það með réttu og fáum makleg gjöld fyrir gerðir okkar en þessi hefur ekkert illt aðhafst."

Þá sagði hann: ,,Jesús, minnst þú mín þegar þú kemur í ríki þitt!" Og Jesús sagði við hann: ,,Sannlega segi ég þér. Í dag skaltu vera með mér í Paradís." Amen.

Lúk:23:35-43


Bæn dagsins...Krossfestur

Þegar þeir leiddu Jesú út tóku þeir Símon nokkurn frá Kýrene, er kom utan úr sveit, lögðu krossinn á hann að hann bæri hann eftir Jesú.

En Jesú fylgdi mikill fjöldi fólks og kvenna er hörmuðu hann og grétu. Jesús sneri sér að þeim og mælti: ,,Jerúsalemsdætur grátið ekki yfir mér en grátið yfir sjálfum ykkur og börnum ykkar.

Því þeir dagar koma er menn munu segja: Sælar eru óbyrjur og þau móðurlíf er aldrei fæddu og þau brjóst sem engan nærðu.

Þá munu menn segja við fjöllin: Hrynjið yfir nokkur! og við hálsana: Hyljið okkur! því að sé þetta gert við hið græna tré, hvað mun þá verða um hið visna?" Með Jesú voru og færðir til lífláts aðrir tveir sem voru illvirkjar.

Og er þeir komu til þess til þess staðar sem heitir Hauskúpa krossfestu þeir hann þar og illvirkjana, annan til hægri handar, hinn til vinstri.

Þá sagði Jesús: ,,Faðir, fyrirgef þeim því að þeir vita ekki hvað þeir gera. Amen.

Lúk:23:26-34                         


Bæn dagsins...Dæmdur til dauða

Pílatus kallaði nú saman æðstu prestana, höfðingjana og fólkið og mælti: ,,þið hafið fært mér þennan mann og sagt hann leiða fólkið afvega.

Nú hef ég yfirheyrt manninn í ykkar viðurvist en enga þá sök fundið hjá honum er þið ákærið hann um.

Ekki heldur Heródes því hann sendi hann aftur til okkar.

Ljóst er að hann hefur ekkert það drýgt er dauða sé vert.

Ætla ég því að hirta hann og láta lausan." (En skylt var honum að gefa þeim lausan einn bandingja á hverri°hátíð.)

En þeir æptu allir: ,,Burt með hann, gefðu okkur Barabras lausan!" En honum hafði verið varpað í fangelsi fyrir upphlaup nokkurt sem varð í borginni og manndráp.

Pílatus talaði enn til þeirra og vildi láta Jesú lausan.

En þeir æptu á móti: ,,Krossfestu, krossfestu hann"

Í þriðja sinn sagði Pílatus við þá: ,,Hvað illt hefur þá þessi maður gert? Enga dauðasök hef ég fundið hjá honum.

Ætla ég því að hirta hann og láta hann lausan."

En þeir sóttu á með ópi miklu og heimtuðu að hann yrði krossfestur.

Og þeir höfðu sitt fram.

Þá ákvað Pílatus að kröfu þeirra skyldi fullnægt.

Hann gaf lausan þann er þeir báðu um og varpað hefði verið í fangelsi fyrir upphlaup og manndráp en framseldi þeim Jesú að þeir færu með hann sem þeir vildu. Amen.

Lúk:23:13-25


Bæn dagsins...Fyrir Heródesi.

Þegar Pílatus heyrði þetta spurði hann hvort maðurinn væri Galílei.

Og er hann varð þess vís að hann var úr umdæmi heródelar er þá var og í Jerúsalem á þeim dögum.

En Heródes varð næsta glaður er hann sá Jesú því hann hafði lengi langað að sjá hann þar eð hann hafði heyrt frá honum sagt.

vænti hann nú  að sjá hann gera eitthvert tákn. 

Hann spurði Jesú á marga vegu en hann svaraði honum engu.

Æðstu prestarnir og fræðimennirnir stóðu þar og ásökuðu hann harðlega.

En Heródes óvirti hann og spottaði ásamt hermönnum sínum, lagði yfir hann skínandi klæði og sendi hann aftur til Pílatusar.

Á þeim degi urðu þeir Heródes og Pílatus vinir en áður var fjandskapur með þeim. Amen.

Lúk:23:6-12


Bæn dagsins...Fyrir Pílatusi.

Þá stóð upp allur skarinn og færði Je´sú fyrir Pílatus.

Þeir tóku að ákæra hann og sögðu: ,,Við höfum komist að raun um að þessi maður leiðir þjóð okkar afvega, hann bannar að gjalda keisaranum skatt og segist sjálfur vera Kristur, konungur."

Pílatus spurði hann þá. ,,Ert þú konungur Gyðinga?" Jesús svaraði: ,,Það eru þín orð."

Pílatus sagði við æðstu prestana og fólkið: ,,Enga sök finn ég hjá þessum manni."

En þeir urðu því ákafari og sögðu: ,, Hann æsir upp lýðinn með því sem hann kennir í allri Júdeu, hann byrjaði í Galíleu og er nú kominn hingað." Amen.

Lúk:23:1-5


Bæn dagsins...Fyrir ráðinu.

Þegar dagur rann kom öldungaráðið saman, bæði æðstu prestar og fræðimenn, og létu færa hann fyrir ráðsfund sinn.

Þeir sögðu: ,,Ef þú ert Kristur, þá segðu okkur það."

En Jesús sagði við þá: ,,Þótt ég segi ykkur það munuð þig ekki trúa og ef ég spyr ykkur svarið þið ekki.

En upp frá þessu mun Mannssonurinn sitja til hægri handar almáttugum Guði."

Þá spurðu þeir allir: ,,Ert þú sonur Guðs?"

Og hann sagði við þá: ,,þið segið að ég sé sá."

En þeir sögðu: ,,Hvað þurfum við nú framar vitnis við? Við höfum sjálfir heyrt það af munni hans." Amen.

Lúk:22:66-71


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

242 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 18
  • Sl. sólarhring: 18
  • Sl. viku: 179
  • Frá upphafi: 207885

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband