Bloggfærslur mánaðarins, júní 2023

Bæn dagsins

Tak þú eigi miskunn þína frá mér, Drottinn, lát náð þína og trúfesti ætíð vernda mig því að ótal hættur umkringja mig, misgjörðir mínar hafa náð mér svo að ég má eigi sjá, þær eru fleiri en hárin á höfði mér, mér fellst hugur. AMEN.

Sálm 40:12-13


Bæn dagsins

Ég hef flutt fagnaðarboðin um réttlæti í stórum söfnuði, ég lauk ekki vörunum aftur, það veist þú, Drottinn. AMEN.

Sálm 40:10


Bæn dagsins

Drottinn er nálægur þeim sem hafa sundurmarið hjarta, hann hjálpar þeim sem hafa sundurkraminn anda. Margar eru raunir réttláts manns en Drottinn frelsar hann úr þeim öllum.AMEN Sálm 34:19-20


Bæn dagsins

Drottinn, Guð minn, hjá þér leita ég hælis, hjálpa mér frá öllum ofsækjendum mínum og bjarga mér svo að enginn rífi mig sundur eins og ljón, dragi mig burt, þangað sem enginn  hjálpar. Drottinn, Guð minn, hafi ég gert þetta loðir ranglæti við hendur mínar, hafi ég gert vinveittum illt eða rúið óvin minn öllu að ástæðulausu þá má fjandmaður minn elta mig og ná mér, traðka á lífi mínu og troða sæmd mína niður í svaðið. AMEN Sálm 7:2-6


Bæn dagsins

Frelsa mig frá öllum syndum mínum, lát mig eigi verða heimskingjum að spotti. Ég þegi, lýk ekki upp munni mínum því að þetta er verk þitt.AMEN.

Sálm 39:9-10


Bæn dagsins

Þá sté Jesús í bát og hélt yfir um og kom til borgar sinnar. Þar færa menn honum lama mann sem lá í rekkju. Þegar Jesús sá trú þeirra sagði hann við lama manninn: ,,Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru fyrirgefnar."AMEN. 

Matt 9:1-2


Bæn dagsins

Drottinn, þú ert minn Guð. Ég vegsama þig, ég lofa nafn þitt því að þú hefur unnið furðuverk, framkvæmt löngu ráðin ráð sem engu brugðust AMEN Jesaja 25:1


Bæn dagsins

Drottinn, þú hefur verið oss athvarf frá kyni til kyns. Áður en fjöllin fæddust og jörðin og heimurinn urðu til, frá eilífð til eilífðar ert þú, ó Guð. AMEN.

Sálm 90:1-2


Bæn dagsins

Heyr orð mín, Drottinn, gef gaum að andvörpum mínum. Heyr þú hróp mitt, konungur minn og Guð minn, því að til þín bið ég.AMEN.

Sálm 5:2-3


Bæn dagsins

Jesús kom í hús Péturs og sá tengdamóðir hans lá með sótthita. Hann snart hönd hennar og sótthitinn fór úr henni. Hún reis á fætur og gekk honum fyrir beina. AMEN.

Matt 8:14-15.


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

241 dagur til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 10
  • Sl. sólarhring: 17
  • Sl. viku: 171
  • Frá upphafi: 207895

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 109
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.