Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2023

Bæn Dagsins

Minnst þú ekki æskusynda minna og afbrota, minnstu mín í elsku þinni sakir gæsku þinnar, Drottinn. Góður og réttlátur er Drottinn, þess vegna vísar hann syndurum veginn. AMEN.

Sálm 25:7-8


Bæn dagsins

Lát mig ganga í sannleika þínum og kenn mér því að þú ert Guð hjálpræðis míns, allan daginn vona ég á þig. Minnst þú, Drottinn, miskunnar þinnar og gæsku sem er frá eilífð. AMEN.

Sálm 25:5-6


Bæn dagsins

Ég er eins og vatn sem hellt er út, öll bein mín gliðnuð í sundur, hjarta mitt er sem vax, bráðnað í brjósti mér.

Sálm 22:15


Bæn dagsins

Vér eigi fjarri mér því að neyðin er nærri og enginn hjálpar. Sterk naut umkringja mig, Basans uxar slá hring um mig, sem bráðsólgið, öskrandi ljón. Amen. 

Sálm 22:12-14


Bæn dagsins

Þú leiddir mig fram af móðurlífi, lést mig liggja öruggan við brjóst móður minnar. Til þín var mér varpað úr móðurskauti, frá móðurlífi ert þú Guð minn.AMEN.

Sálm 22:10-11


Bæn dagsins

Megi hann lifa og hljóti hann gull frá Saba, sífellt biðji menn fyrir honum og blessi hann liðlangan daginn. AMEN.

Sálm 72:15


Bæn Dagsins

En ég er ætíð hjá þér, þú heldur í hægri hönd mína, þú leiðir mig eftir ályktun þinni og síðan munt þú taka við mér í dýrð. AMEN.

Sálm 73:23-24


Bæn dagsins

Það sem vér áður heyrðum höfum vér nú séð í borg Drottins hersveitanna, borg Guðs vors. Guð lætur hana standa að eilífu. Vér ígrundum, Guð, elsku þína í musteri þínu.


Bæn dagsins

Guð hefur í höllum hennar kunngjört sig sem vígi því að konungar söfnuðust saman, sóttu fram allir sem einn. Þegar þeir litu upp urðu þeir agndofa, skelfdust og flýðu. AMEN.

Sálm 48:4-6


Bæn dagsins

Guð, Drottinn Guð, talar, kallar á jörðina frá sólarupprás til sólarlags. Frá Síon, ímynd fegurðarinnar, birtist Guð í geisladýrð. AMEN.

Sálm.50:1-2


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

241 dagur til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 163
  • Frá upphafi: 207887

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 105
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband