Bæn dagsins...Vegur um eyðimörkina.

Svo sagir Drottinn sem lagði veg yfir hafið og braut yfir hin ströngu vötn, hann sem leiddi út vagna og hesta ásamt öflugum her en þeir leggja kyrrir og rísa ekki aftur, þeir kulnuðu út eins og hörkveikur.

Minnist hvorki hins liðna né hugleiðið það sem var.

Nú hef ég nýtt fyrir stafni, nú þegar vottar fyrir því, sjáið þér það ekki? Ég geri veg um eyðimörkina og fljót í auðninni.

Dýr merkurinnar munu tigna mig, sjakalar og strútar, því að læt vatn spretta upp í eyðimörkinni og fljót í auðninni til að svala minni útvöldu þjóð.

Þjóðin, sem ég myndaði handa mér, mun flytja lofgjörð um mig. Amen.

Jesaja:43:16-21

 


Bæn dagsins...Vegur um eyðimörkina.

Svo segir Drottinn, lausnari yðar, Hinn heilagi Ísraels: Yðar vegna sendi ég til Babýlonar, ríf niður alla slagbranda en fögnuður Kaldea verður harmakvein.

Ég Drottinn, yðar Heilagi, skapari Ísraels er konungur yðar. Amen.

Jesaja:43:14-15


Bæn dagsins...Endurlausn Ísraels.

Komdu með syni mína heim úr fjarlægð og dætur mínar frá endimörkum jarðar, sérhvern þann sem við nafn mitt er kenndur, því að ég hef skapað hann mér til dýrðar, myndað hann og mótað."

Færið fram hina blindu þjóð sem þó hefur augu og hina heyrnarlausu menn sem þó hafa eyru.

Allar þjóðir skulu safnast í einn hóp og lýðirnir koma saman.

Hver þeirra gat boðað þetta og skýrt oss frá því sem varð? Leiði þeir fram vitni sín og færi sönnur á mál sitt svo að þeir sem heyra segi: ,,þetta er r´æett."

Þér eruð vottar mínir, segir Drottinn, þjónn minn sem ég hef útvalið svo að þér vitið og trúið mér.

Skiljið að ég er hann.

Enginn guð var myndaður á undan mér og eftir mig verður enginn til.

Ég er Drottinn, ég einn, og enginn frelsari er til nema ég.

Það var ég sem boðaði, frelsaði og kunngjörði þetta en enginn framandi guð á meðal yðar.

Þér eruð vottar mínir, segir Drottinn, að það er ég sem er Guð.

Héðan í frá er ég einnig hinn sami, enginn hrifsar neitt úr hendi minni, ég framkvæmi, hver fær aftrað því? Amen.

Jesaja:43:6-13


Bæn dagsins...Endurlausn Ísraels.

Óttast þú ekki því að ég er með þér.

Ég mun flytja niðja þína úr austri og safna þér saman úr vestri.

Ég segi við norðrið: ,,Slepptu þeim," og við suðrið: ,,Lát þá lausa .Amen.

Jesaja:43:5-6

 


Bæn dagsins...Endurlausn Ísraels.

Gangir þú gegnum eld skalt þú ekki brenna þig og loginn mun ekki granda þér.

Því að Drottinn, er Guð þinn, ég, Hinn heilagi Ísraels, frelsari þinn.

Ég læt Egyptaland í lausnargjald fyrir þig, kús og Seba í þinn stað, það sem þú ert dýrmætur í augum mínum, mikils metinn og ég elska þig.

Ég legg menn í sölurnar fyrir þig og þjóðir fyrir líf þitt. Amen.

Jesaja:43:2-4

 


Bæn dagsins...Endurlausn Ísraels.

En nú segir Drottinn svo, sá sem skóp þig, Jakob, og myndaði þig, Ísrael: Óttast þú ekki því að ég frelsa þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn.

Gangir þú gegnum vötnin er ég með þér, gegnum vatnsföllin, þá flæða þau ekki yfir þig. Amen.

Jesaja:43:1-2

 


Bæn dagsins...Blind og heyrnarlaus þjóð.

Hver ofurseldi Jakob ránsmönnum og Ísrael? Var það ekki Drottinn sem vér syndguðum gegn? Þeir vildu ekki ganga á vegum hans og ekki hlýða lögum hans.

Þess vegna jós hann glóandi reiði sinni og stríðsógnum yfir þá.

Reiðin brann umhverfis þá en þeir skildu það ekki og hún sveið þá en þeir gáfu því ekki gaum. Amen.

Jesaja:42:24-25


Bæn dagsins...Blind og heyrnarlaus þjóð.

En þeir eru rænd og rupluð þjóð, allir fjötraðir í dýflissum eða fangelsum, þeir urðu herfang og enginn bjargaði, ránsfengur og enginn segir: ,,Látið þá lausa."

Hver af yður vill hlýða á þetta, gefa því gaum og hlusta vegna framtíðarinnar? Amen.

Jesaja:42:22-23


Bæn dagsins...Blind og heyrnarlaus þjóð.

Hlustið, þér heyrnarlausir, lítið upp, blindir,svo að þér sjáið

Hver er blindur ef ekki þjónn minn og heyrnarlaus ef ekki sendiboði minn? Hver er svo blindur sem boðberi minn eða svo blindur sem þjónn Drottins? Margt sér hann en gefur því engan gaum, hefur eyrun opin en hlustar ekki.

Vegna réttlætis síns þóknaðist Drottni að gera lögmál sitt mikið og vegsamlegt. Amen.

Jesaja:42:18-21


Bæn dagsins...Leifið börnunum.

Þá færðu menn börn til Jesú að hann legði hendur yfir þau og bæði fyrir þeim en lærisveinar hans átöldu þá.

En Jesús sagði: ,,Leyfir börnunum að koma til mín,  varnið þeim eigi því að slíkra er himnaríki."

Og hann lagði hendur yfir þau og fór þaðan. Amen

Matt:19:13 - 15


Bæn dagsins...Nýr lofsöngur.

Ég hef þagað frá öndverðu, verið hljóður og ekki hafst að.

Nú mun ég hljóða eins og kona í barnsnauð, stynja og standa á öndinni.

Ég mun láta fjöll og hálsa skrælna og svíða allan gróður á þeim, gera árnar að þurrlendi og tjarnirnar þurrka ég upp. 

Ég leiði blinda um braut sem þeir rata ekki, læt þá ganga vegi sem þeir þekkja ekki, ég geri myrkrið fyrir augum þeirra að birtu og ójöfnur sléttar.

Þessi verk vinn ég og læt það ekki ógert.

Þeir sem treysta skurðgoðunum skulu hörfa og verða sér til skammar, þeir sem segja við steypt líkneski: ,,Þér eruð guðir vorir." amen.

Jesaja:42:14-17


Bæn dagsins...Nýr lofsöngur.

Þeir gefi Drottni dýrðina og kunngjöri lof hans á fjarlægum eyjum.

Drottinn heldur af stað sem hetja, glæðir hugmóð eins og bardagamaður, hann lýstur upp herópi og ber sigurorð af fjandmönnum sínum. Amen.

Jesaja 42:12-13


Bæn dagsins...Nýr lofsöngur.

Eyðimörkin og borgir hennar hrópi og þorpin þar sem Kedar býr, íbúar Sela syngi af gleði og hrópi frá fjallatindunum.Amen.

Jesaja:42:11


Bæn dagsins...Nýr lofsöngur

Syngið Drottni nýjan söng, syngið lof hans frá endimörkum jarðar, hafið fagni og allt sem í því er, fjarlægar eyjar og íbúar þeirra.Amen.

Jesaja:42:10


Bæn dagsins...Þjónn Drottins.

Ég Drottinn, kallaði þig í réttlæti og held í hönd þína.

Ég móta þig, geri þig að sáttmála fyrir þjóðirnar og að ljósi fyrir lýðina til að opna hin blindu augu, leiða fanga úr varðhaldi og úr dýflissu þá sem í myrkri sitja.

Ég er Drottinn, það er nafn mitt, og dýrð mína gef ég ekki öðrum né lof mitt úthöggnum líkneskjum.

Sjá, hið fyrra er fram komið en nú boða ég nýtt og áður en það vex upp kunngjöri ég það. Amen.

Jesaja:42:6-9


Bæn dagsins...Þjónn Drottins.

Brákaðan reyrinn brýtur hann ekki sundur og dapran hörkveik slekkur hann ekki.

Í trúfesti kemur hann rétti á.

Hann þreytist ekki og gefst ekki upp uns hann hefur grundvallað rétt á jörðu og fjarlæg eylönd bíða boðskapar hans.

Svo sagir Drottinn Guð sem skapaði himininn og þandi hann út, sem breiddi út jörðina með öllu sem á henni vex, sá er andardrátt gaf jarðarbúum og lífsanda þeim sem á jörðinni ganga: Amen.

Jesaja:42:3-5


Bæn dagsins...Þjónn Drottins.

Sjá þjón minn sem ég styð, minn útvalda sem ég hef velþóknun á.

 Ég legg anda minn yfir hann, hann mun færa þjóðunum réttlæti.

Hann kallar ekki og hrópar ekki og lætur ekki heyra rödd sína á strætunum. Amen.

Jesaja:42:1-2


Bæn dagsins...Guð deilir á hjálgðina.

Eða kunngjörið oss hið ókomna og segið frá því sem verður svo að oss verði ljóst að þér séuð guðir.

Gerið annaðhvort gott eða illt svo að vér undrumst og skelfumst.

Nei, þér eruð ekkert og verk yðar alls ekki neitt, sá sem yður hýs, kýs viðurstyggð.

Ég vakti upp mann  í norðri og hann kom, frá austri kallaði ég hann með nafni.

Hann traðkar á þjóðhöfðingjum sem mold eins og leirkerasmiður treður leir.

Hver boðaði þetta frá upphafi svo að vér vissum það, frá öndverðu svo að vér gætum sagt: ,,þetta er rétt"? Enginn boðaði þetta,enginn sagði það fyrir, enginn heyrði yður segja neitt.

ég var sá fyrsti sem boðaði Síon: Sjá, þar koma þeir, ég sendi Jerúsalem fagnaðarboða.

Ég lítast um en hér er enginn, enginn þeirra getur veitt ráð né svarað ef ég spyr þá.

Þeir eru allir blekking, verk þeirra ekki neitt, skurðgoðin vindur einn og hjóm. Amen.

Jesaja:41:22-29      


Bæn dagsins...Guð deilir á hjáguðina.

Leggið má yðar fyrir, segir Drottinn, færið fram rök yðar, segir konungur Jakobs.

Þeir gangi fram og kunngjöri oss hvað hefur gerst.

Hvað merkir hið liðna? Skýrið frá því svo að vér getum lagt oss það á hjarta og skilið til hvers það leiðir.amen.

Jesaja:41:21-22


Bæn dagsins...Sálmarnir.

Prófa mig, Guð, og þekktu hjarta mitt, rannsaka mig og þekktu hugsanir mínar og sjá þú hvort ég geng á glötunnarvegi og leið mig hinn eilífa veg. Amen.

Sálm:139:23-24

Ég sagði Drottin: þú ert Guð minn. Ljá eyra grátbeiðni minni.Amen.

Sálm:140:7


Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

244 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 154
  • Frá upphafi: 207814

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 103
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband