Bæn dagsins...Pétur afneitar.

En þeir tóku Jesú höndum og leiddu brott og fóru með hann í hús æðsta prestsins.

Pétur fylgdi eftir álengdar.

Menn höfðu kveikt eld í miðjum garðinum og sátu við hann og Pétur settist meðal þeirra.

En þerna nokkur sá hann sitja í bjarmanum, hvessti á hann augun og sagði: ,,þessi maður var líka með honum."

Því neitaði hann og sagði: ,,Konan,ég þekki hann ekki."

Litlu síðar sá annar maður Pétur og sagði: ,,Þú ert líka einn af þeim."

En Pétur svaraði: ,,Nei, maður minn, það er ég ekki." 

Og að liðinni um það bil einni stund fullyrti enn annar þetta og sagði: ,, Vist var þessi líka með honum enda Galíleumaður."

Pétur mælti: ,,Ekki skil ég hvað þú átt við, maður."

Og jafnskjótt sem hann sagði þetta gól hani.

Og Drottinn vék sér við og leit til Péturs. 

Þá minntist Pétur orða Drottins er hann mælti við hann: ,,Áður en hani galar í dag muntu þrisvar afneita mér."

Og hann gekk út og grét beisklega. amen.

Lúk:22.54-62


Bæn dagsins...Tekinn höndum

Meðan Jesús var enn að tala kom flokkur manna og fremstur fór einn hinna tólf, Júdas, áður nefndur.

Hann gekk að Jesú til að kyssa hann.

Jesús sagði við hann: ,,Júdas, svíkur þú Mannssoninn með kossi?" Þeir sem með honum voru sáu að hverju fór og sögðu: ,,Drottinn, eigum við ekki að bregða sverði? Og einn þeirra hjó til þjóns æðsta prestsins og sneið af honum hægra eyrað.

Þá sagði Jesús: ,,Hér skal staðar nema."

Og hann snart eyrað og læknaði hann.

Þá sagði Jesús við æðstu prestana, varðforingja helgidómsins og öldungana sem komnir voru á m+oti honum: ,,Eruð þig að  fara að mér með sverðum og bareflum eins og gegn ræningja? Daglega var ég með ykkur í helgidóminum og þig lögðuð ekki hendur á mig.

En þetta er ykkar tími, nú ræður máttur myrkranna." Amen.

Lúk:22:47-53


Bæn dagsins...Í Getsemane.

Síðan fór Jesús út og gekk, eins og hann vanur, til Olíufjallsins.

Og  lærisveinarnir fylgdu honum.

Þegar hann kom á staðinn  sagði hann við þá: ,,Biðjið að þið fallið ekki í freistni."

Og hann vék frá þeim svo sem steinsnar, féll á kné, baðst fyrir og sagði: ,,Faðir, ef þú vilt, þá tak þennan  kaleik frá mér! En verði þó ekki minn heldur þinn vilji.

 Þá birtist honum engill af himni sem styrkti hann.

Og hann komst í dauðans angist og baðst enn ákafar fyrir en sveiti hans varð eins og blóðdropar er féllu á jörðina.

Hann stóð upp frá bæn sinni, kom til lærisveinanna og fann þá sofandi, örmagna af hryggð.

Og hann sagði við þá: ,,hví sofið þið?

Rísið upp og biðjið að þig fallið ekki í freistni." Amen.

Lúk.22:39-46


Bæn dagsins...Það rætist sem ritað er

Og hann sagði við þá: ,,þegar ég sendi yður út án pyngju og mals  og skólausa, brast yður þá nokkuð?" þeir svöruðu: ,,Nei ekkert."

Þá sagði hann við þá: ,,En nú skal sá er pyngju hefur taka hana með sér og eins sá er mal hefur og hinn  sem ekkert á selja yfirhöfn sína og  kaupi sverð.

Því ég segi yður að þessi ritning á að rætast á mér: Með illvirkjum var hann talinn.

Og nú er að fallnast það sem um mig er ritað."

En þeir sögðu: ,,Drottinn, hér eru tvö sverð." 

Og hann sagði við þá: ,,það er nóg." Amen.

Lúk:22:35-38


Bæn dagsins...Ég hef beðið fyrir þér

Símon, Símon, Satan krafðist að fá að sælda yður eins og hveiti svo að hismið kæmi í ljós.

En ég hef beðið fyrir þér að trú þín þrjóti ekki.

Og styrk þú trúsystkin þín þegar þú ert snúinn við."

En Símon sagði við hann: ,,Drottinn, ég er reiðubúinn að fylgja þér bæði í fangelsi og dauða.

Jesús mælti: ,,Ég segi þér, Pétur: Áður en hani galar dag munt þú þrisvar hafa neitað því að þú þekkir mig." Amen.

Lúk:22:31-34

 


Bæn dagsins...Hver er mestur.

Og þeir fóru að metast um hver þeirra væri talinn mestur. En Jesús sagði við þá: ,,Konungar þjóða drottna yfir þeim og valdhafar þeirra kallast velgjörðamenn.

En eigi sé yður svo farið heldur sé hinn mesti yðar á meðal sem væri hann yngstur og foringinn sem þjónn.

Því hvort er sá meiri sem situr til borðs eða hinn sem þjónar?

Er það ekki sá sem situr til borðs?

Samt er ég meðal yðar eins og þjónninn.

En það eruð þér sem hafið staðið með mér í freistingum mínum.

Og yður fæ ég ríki í hendur, eins og faðir minn hefur fengið mér, að þér megið eta og drekka við borð mitt í ríki mínu, sitja í hásætum og dæma tólf ættkvíslir Ísraels. Amen.

Lúk:22:24-30


Bæn dagsins...

Síðan fór Jesús út og gekk, eins og hann var vanur, til Olíufjallsins.

Og lærisveinarnir fylgdu honum.

 Þegar hann kom á staðinn sagði hann við þá: ,,Biðjið að þið fallið ekki í freistni." Amen.

Lúk:22:39-40

 


Bæn dagsins...Heiulög kvöldmáltíð

Og er stundin var komin gekk Jesús til borðs og postularnir með honum.

Og hann sagði við þá: ,,Hjartanlega hef ég þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með yður áður en ég líð.

Því ég segi yður: Eigi mun ég framar neyta hennar fyrr en hún fullkomnast í Guðs ríki."

Þá tók hann kaleik, gerði þakkir og sagði: ,,Takið þetta og  skiptið með yður.

Því ég segi yður: Héðan í frá mun ég eigi drekka af ávexti vínviðarins fyrr en Guðs ríki kemur.

Og hann tók brauð, gerði þakkir, braut það, gaf þeim og sagði: ,, þetta er líkami minn sem fyrir yður er gefinn.

Gerið þetta í mína minningu.

Eins tók hann kaleikinn eftir kvöldmáltíðina og sagði: ,,þessi kaleikur er hinn nýi sáttmáli í mínu blóði sem fyrir yður er úthellt.

En sjá, hönd þess er mig svíkur er á borðinu            hjá mér.

Mannssonurinn fer að sönnu þá leið sem ákveðin er en vei þeim manni sem því veldur að hann verður framseldur."

Og þeir tóku að spyrjast á um það hver þeirra mundi verða til þess að gera þetta. Amen

Lúk:22:14-23

 


Bæn dagsins...

Auga mitt lítur með gleði niður á fjandmenn mína, eyra mitt heyrir með gleði um níðingana er rísa gegn mér.

Amen.

S´æalm:92:12


Bæn dagsins...

Gangi ég í gegnum þrengingar lætur þú mig lífi halda, þá réttir þú fram hönd þína gegn reiði óvina minna og hægri hönd þín bjargar mér.

Drottinn mun fullna verk sitt fyrir mig.

Drottinn,miskunn þín varir að eilífu. Yfirgef eigi verk handa þinna.Amen.

Sálm.138:7-8


Bæn dagsins...

Fallið fram fyrir heilagri hátign Drottins, öll jörðin skjálfi frammi fyrir honum.

Boðið meðal þjóðanna: Drottinn er konungur.

Jörðin er á traustum grunni, hún bifast ekki.

Hann dæmi þjóðirnar með réttvísi. Amen.

Sálm:96:9-10


Bæn dagsins...Halleljúa.

Lofið Drottin, allar þjóðir, vegsamið hann, allir lýðir, því að miskunn hans er voldug yfir oss og trúfesti Drottins varir að eilífu.

Hallelúja.   Amen.

Sálm:117:1-2

Ég þakka þér að þú bænheyrðir mig og komst mér til hjálpar.

Steinninn, sem smiðirnir höfnuðu, er orðin að hyrningarsteini.

Að tilhlutan Drottins er þetta orðið, það er dásamlegt í augum vorum.

Þetta er dagurinn sem *Drottinn gerði, fögnum og verum glaðir á honum.

Drottinn, hjálpa þú, Drottinn, gef þú gengi.

Blessaður sé sá sem kemur í nafni Drottins, frá húsi Drottins blessum vér yður. Amen.

Sálm:118:21-26


Bæn dagsins...

En ég hrópa til þín, Drottinn, bæn mín berst þér að morgni. Hví útskúfar þú mér,Drottinn, og hylur auglit þitt fyrir mér? 

Ég var beygður og í dauðans greipum allt frá æsku, áþján þín hvílir á mér, ég er örmagna orðinn.

Glóandi heift þín á gengur yfir mig, ógnir þínar gera út af við mig, þær umlykja mig eins og vötn allan liðlangan daginn, þrengja að mér úr öllum áttum.

Þú hefur gert vini mína og vandamenn fráhverfa mér, myrkrið er minn nánasti vinur, Amen.

Sálm:88:14-19

Sálm.89 Etansmaskíl Esraíta.

Um náðarverk Drottins vil ég syngja að eilífu og kunngjöra trúfesti þína með munni mínum frá kyni til kyns.

Því að ég segi: Náð þín er traust að eilífu, trúfesti þín grundvölluð á himni.

Ég gerði sáttmála við minn útvalda, vann Davíð þjóni mínum eið: Ég mun festa ætt þína í sessi að eilífu og hásæti þitt reisi ég frá kyni til kyns. amen.

Sálm:89:2-5


Bæn dagsins...þakkarfórnarsálmur.

Öll veröldin fagni fyrir Drottni.

Þjónið Drottni með gleði, komið fyrir auglit hans með fagnaðarsöng.

Játið að Drottinn er Guð, hann hefur  skapað oss og hans erum vér, lýður hans og gæsluhjörð.

Gangið inn um hlið hans með þakkargjörð, í forgarða  hans með lofsöng.

Lofið hann, tignið nafn hans, því að Drottinn er góður, miskunn hans vari að eilífu og trúfesti hans frá kyni til kyns.Amen.

Sálm:100:1-5

 


Bæn dagsins...Eftir Davíð

Þegar ég hrópaði bænheyrðir þú mig, þú veittir mér hugrekki og jókst mér kraft.

Allir konungar jarðar skulu lofa þig, Drottinn, er þeir heyra orðin af munni þínum.

Þeir skulu syngja um vegu Drottins því að mikil er dýrð Drottins.

Drottinn er hár en lítur þó til hins lága, þekkir hinn drambláta í fjarska.Amen.

sálm:138:3-6


Bæn dagsins...Biðjið leitið

Biðjið og yður mun gefast, leitið og þér munuð finna, knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.

Því að hver sá öðlast sem biður, sá finnur sem leitar, og fyrir þeim sem á knýr mun upp lokið verða. Amen.

Matt:7:7-8


Bæn dagsins...Dæmið ekki

Dæmið ekki svo að þér verðið ekki dæmd.

því að með þeim dómi, sem þér dæmið, munuð þér dæmd verða  og með þeim mæli, sem þér mælið, mun yður mælt verða. Amen.

matt:7:1-2

 


Bæn dagsins...Til annarra borga

Þegar dagur rann gekk Jesús burt á óbyggðan stað en fólkið leitaði hans og fann hann. Það vildi aftra því að hann færi frá því.

EnJes´æus sagði við það: ,,Mér ber og að flytja hinum borgunum fagnaðarerindið um Guðs ríki því að til þess var ég sendur."

Og hann prédikaði í samkundunum Júdeu.Amen.

Lúk:4:42-44


Bæn dagsins... Í Nasaret

En Jesús sneri aftur Til Galíleu fylltur krafti andans og fóru fregnir af honum um allt nágrennið.

Hann kenndi í samkundum þeirra og lofuðu hann allir.

Jesús kom til Nasaret, þar sem hann var alinn upp, og fór að vanda sínum á hvíldardegi í samkunduna og stóð upp til að lesa.

Var honum fengin bók Jesaja spámanns.

Hann lauk upp bókinni og fann staðinn þar sem ritað er:

Andi Drottins er yfir mér af því að hann hefur smurt mig.

Hann hefur sent mig til að flytja fátækum gleðilegan boðskap, boða bandingjum lausn og blindum sýn, láta þjáða lausa og kunngjöra náðarár Drottins. Amen.

Lúk:4:14-19

 


Bæn dagsins...

Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu og velþóknun Guðs yfir mönnum. Amen.

Lúk:2:14

Drottin, Guð þinn, skalt þú tilbiðja og þjóna honum einum."

þá fór djöfullinn með hann til Jerúsalem, setti hann á brún musterisins og sagði við hann: ,,Ef þú ert sonur Guðs þá kasta þér hér ofan því að ritað er:

Hann mun fela englum sínum að gæta þín og:

Þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við stein."

Jesús svaraði honum: ,,Sagt hefur verið: Þú skalt ekki freista Drottins, Guðs þíns."

Þegar djöfullinn hafði gefist upp við að fella hann vék hann frá honum að sinni.Amen

Lúk:4:8-13


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

243 dagar til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 16
  • Sl. sólarhring: 20
  • Sl. viku: 175
  • Frá upphafi: 207863

Annað

  • Innlit í dag: 14
  • Innlit sl. viku: 115
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.