Bæn dagsins...Dæmdur til dauða

Pílatus kallaði nú saman æðstu prestana, höfðingjana og fólkið og mælti: ,,þið hafið fært mér þennan mann og sagt hann leiða fólkið afvega.

Nú hef ég yfirheyrt manninn í ykkar viðurvist en enga þá sök fundið hjá honum er þið ákærið hann um.

Ekki heldur Heródes því hann sendi hann aftur til okkar.

Ljóst er að hann hefur ekkert það drýgt er dauða sé vert.

Ætla ég því að hirta hann og láta lausan." (En skylt var honum að gefa þeim lausan einn bandingja á hverri°hátíð.)

En þeir æptu allir: ,,Burt með hann, gefðu okkur Barabras lausan!" En honum hafði verið varpað í fangelsi fyrir upphlaup nokkurt sem varð í borginni og manndráp.

Pílatus talaði enn til þeirra og vildi láta Jesú lausan.

En þeir æptu á móti: ,,Krossfestu, krossfestu hann"

Í þriðja sinn sagði Pílatus við þá: ,,Hvað illt hefur þá þessi maður gert? Enga dauðasök hef ég fundið hjá honum.

Ætla ég því að hirta hann og láta hann lausan."

En þeir sóttu á með ópi miklu og heimtuðu að hann yrði krossfestur.

Og þeir höfðu sitt fram.

Þá ákvað Pílatus að kröfu þeirra skyldi fullnægt.

Hann gaf lausan þann er þeir báðu um og varpað hefði verið í fangelsi fyrir upphlaup og manndráp en framseldi þeim Jesú að þeir færu með hann sem þeir vildu. Amen.

Lúk:23:13-25


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og átta?
Nota HTML-ham

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

231 dagur til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 13
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 155
  • Frá upphafi: 208135

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.