Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Bæn.

14.4.2013.Burt frá mér, þér illgjörðamenn, að ég megi halda boð Guðs míns. Styð mig samkvæmt fyrirheiti þínu, að ég megi lifa, og lát mig eigi til skammar verða í von minni. Sálm.119:115-116.

14,4,2013,
Ég bið að innst inni sé ég í einingu við Guð. Ég bið að ég varðveiti minn innri frið.


Bæn.

13.4.2013Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegum mínum. Ég hefi svarið og haldið það að varðveita þín réttlátu ákvæði. Ég er mjög beygður, Drottinn, lát mig lífi halda eftir orði þínu. Haf þóknun á sjálfviljafórnum munns míns, Drottinn, og kenn mér ákvæði þín. Líf mitt er ætíð í hættu, en þínu lögmáli hefi ég eigi gleymt. Óguðlegir hafa lagt snöru fyrir mig, en ég hefir eigi villst frá fyrirmælum þínum. Reglur þínar eru eign mín um aldur, því að þær eru yndi hjarta míns. Ég hneigi hjarta mitt að því að breyta eftir lögum þínum, um aldur og allt til enda. Sálm.119:105-112.

Ég hata þá, er haltra til beggja hliða, en lögmál þitt elska ég. Þú ert skjól mitt og skjöldur, ég vona á orð þitt. Sálm.119:113-114.

13,4,2013,
Ég bið að ég lifi í anda bænarinnar. Ég bið að ég treysti á Guð til að gefa mér þann styrk sem ég þarf til að gera mitt til að heimurinn verði betri bústaður.

Bæn.

12.4.2013.Hve mjög elska ég lögmál þitt, allan liðlangan daginn íhuga ég það. Boð þín hafa gjört mig vitrari en óvinir mínir eru, því að  þau heyra mér til um eilífð. Ég er hyggnari en allir kennarar mínir, því að ég íhuga reglur þínar. Ég er skynsamari en öldungar,  því að ég held fyrirmæli þín. Ég held fæti mínum frá hverjum vondum vegi til þess að gæta orðs þíns. Frá ákvæðum þínum hefi ég eigi vikið, því að þú hefir frætt mig. Hversu sæt eru fyrirheit þín gómi mínum, hunangi betri munni mínum. Af fyrirmælum þínum er ég skynsamur orðinn, fyrir því hata ég sérhvern lygaveg. Sálm.119:97-104.

12,4,2013,
Ég bið að ég viðurkenni fyrst af öllu neyð mína. Ég bið að ég hafi treyst Guði til að fullnægja þessum þörfum mínum á þann hátt sem mér er fyrir bestu.

Bæn.

11.4.2013.Hversu margir eru dagar þjóns þíns? Hvenær munt þú heyja dóm á ofsækjendum mínum? Ofstopamenn hafa grafið mér grafir, menn, er eigi hlýða lögmáli þínu. Öll boð þín eru trúfesti. Menn ofsækja mig með lygum veit þú mér lið. Nærri lá, að þeir gjörðu út af við mig á jörðunni, og þó hafði ég eigi yfirgefið fyrirmæli þín. Lát mig lðifi halda sakir miskunnar þinnar, að ég megi varðveita reglurnar af munni þínum. Orð þitt, Drottinn, varir að eilífu, það stendur stöðugt á himnum. Frá kyni til kyns varir trúfesti þín, þú hefir grundvallað jörðina, og hún stendur. Eftir ákvæðum þínum stendur hún enní dag, því að allt lýtur þér. Ef lögmál þitt hefði eigi verið unum mín, þá hefði ég farist í eymd minni. Ég skal eigi gleyma fyrirmælum þínum að eilífu, því að með þeim hefir þú látið mig lífi halda. Þinn er ég, hjálpa þú mér, því að ég leita fyrirmæla þinna. Óguðlegir bíða mín til þess að tortíma mér, en ég gef gætur að reglum þínum. Á allri fullkomnun hefi ég sér endi, en þín boð eiga sér engin takmörk. Sálm.119:84-96.

11,4,2013,
Ég bið að ég sé fyrimynd annarra um betra mannlíf. Ég bið að ég sæki fram þrátt fyrir mótbyr.

Bæn.

10.4.2013.Sál mín tærist af þrá eftir hjálpræði þínu, ég bið eftir orði þínu. Augu mín tærast af þrá eftir fyrirheiti þínu: Hvenær munt þú hugga mig? Því að ég er orðinn eins og belgur í reykhúsi, en lögum þínum hefi ég eigi gleymt. Sálm.119:81-83.

10,4,2013,
Ég bið að Guð búi sér samstað í hlýðnu og auðmjúku hjarta mínu. Ég bið að ég leiti leiðsagnar hans af öllum mætti.


Bæn.

9.4.2013.Hendur þínar hafa gjört mig og skapað. veit mér skyn, að ég megi læra boð þín. Þeir er óttast þig sjá mig og gleðjast, því að ég vona á orð þitt. Ég veit, Drottinn, að dómar þínir eru réttlátir og að þú hefir lægt mig í trúfesti þinni. Lát miskunn þína verða mér til huggunar, eins og þú hefir heitið þjóni þínum. Lát miskunn þína koma yfir mig, að ég megi lifa, því að lögmál þitt er unun mín. Lát ofstopamennina verða til skammar, af því að þeir kúga mig með rangsleitni, en ég íhuga fyrirmæli þín. Til mín snúi sér þeir er óttast þig og þeir er þekkja reglur þínar. Hjarta mitt sé grandvart í lögum þínum, svo að ég verði eigi til skammar. Sálm.119:73-80.

9,4,2013
Ég bið að ég láti Guð búa hiðn innra með mér um leið og ég vinn fyrir hann. Ég bið að ég gangi út í sólskinið til starfa með Guði.

Bæn.

8.4.2013.Hjarta þeirra er tilfinningarlaust sem mör væri, en ég leita unaðar í lögmáli þínu. Það varð mér til góðs, að ég var beygður, til þess að mætti læra lög þín. Lögmálið af munni þínum er mér mætara en þúsundir af gulli og silfri. Sálm.119:70-72.

8,4,2013
Ég bið að ég verði reiðubúinn til að bera vitni um trú mína. Ég bið að ég láti ekki efasemdir og kaldhæðni vantrúaðra snúa mér frá trúnni.

Bæn

7.4.2013.Þú hefir gjört vel til þjóns þíns eftir orði þínu, Drottinn. Kenn mér góð hyggindi og þekkingu, því að ég trúi á boð þín. Áður en ég var beygður, villtist ég, en nú varðveiti ég orð þitt. Þú ert góður og gjörir vel, kenn mér lög þín. Ofstopamenn spinna upp lygar gegn mér, en ég held fyrirmæli þín af öllu hjarta. Sálm.119:65-69.

7..4..2013.
Ég bið að ég verði óeigingjarn. Ég bið að ég villist ekki af leið með því að láta gömlu sjálfselskuna laumasa aftur inn í líf mitt.

Bæn

6.4.2013Snörur óguðlegra lykja um mig, en lögmálin þínu hefi ég gleymt. Um miðnætti rís ég upp til þess að þakka þér þín réttlátu ákvæði. Ég er félagi allra þeirra er óttast þig og varðveita fyrimæli þín. Jörðin er full af miskunn þinni, Drottinn, kenn mér lög þín. Sálm.119:61-64.

6,4,2013,
Ég bið að ég taki blessun Guðs opnum örmum. Ég bið að ég verði fús að sleppa taki mínu á efnislegum hlutum og geti þegið þá aftur frá Guði.


Bæn.

5.4.2013.Heiftarreiði við óguðlega hrífur mig, við þá er yfirgefa lögmál þitt. Lög þín eru efni ljóða minna á þessum stað, þar sem ég er gestur. Um nætur minnist ég nafns þíns, Drottinn, og geymi laga þinna. Þetta er orðin hlutdeild mín, að halda fyrirmæli þín. Drottinn er hlutskipti mitt, ég hefi ákveðið að varðveita orð þín. Ég hefi leitað hylli þinnar af öllu hjarta, ver mér náðugur samkvæmt fyrirheiti þínu. Ég hefi athugað vegu mína og snúið fótum mínum að reglum þínum. Ég hefi flýtt mér og eigi tafið að varðveita boð þín. Sálm. 119:53-60.

5,4,2013,

Ég bið að ég megi vera í réttum tengslum við Guð. Ég bið að Guð miðli mér skilningi á persónuleika annarra svo ég geti skilið þá og hjálpað þeim.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

241 dagur til jóla

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 13
  • Sl. sólarhring: 16
  • Sl. viku: 174
  • Frá upphafi: 207898

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 112
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband