Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2013

Bæn.

22.4.2013.Höfðingjar ofsækja mig að ástæðulausu, en hjarta mitt óttast orð þín. Ég gleðst yfir fyrirheiti þínu eins og sá er fær mikið herfang. Ég hata lygi og hefi andstyggð á henni, en þitt lögmál elska ég. Sálm.119:161-163.

22,4,2013,
Ég bið að ég sé ávallt í forsjá Guðs og honum auðsveipur. Ég bið að ég verði alltaf reiðudúinn að þjóna honum.

Bæn.

21.4.2013.Sjá þú eymd mína og frelsa mig, því að ég hefi eigi gleymt lögmáli þínu. Flyt þú mál mitt og leys mig, lát mig lífi halda samkvæmt fyrirheiti þínu. Hjálpræðið er fjatti óguðlegum, því að þeir leita eigi fyrirmæla þinna. Mikil er miskunn þín, Drottinn, lát mig þífi halda eftir ákvæðum þínum. Margir eru ofsækjendur mínir og fjendur, en frá reglum þínum hefi ég eigi vikið. Ég sé trúrofana og kenni viðbjóðs, þeir varðveita eigi orð þitt. Sjá hversu ég elska fyrirmæli þín, lát mig lífi halda, Drottinn, eftir miskunn þinni. Allt orð þitt samanlagt er trúfesti, og hvert réttlætisákvæði þitt varir að eilífu. Sálm.119:153-160.

21,4,2013,
Ég bið að ég leggi fram minn skerf til þess að gera heiminn að betri samastað. Ég bið að ég geri það sem ég get til að efla hið góða í daglegulífi.

Bæn.

20.4þ2013.Hlýð á raust mína eftir miskunn þinni, lát mig lífi halda, Drottinn, eftir ákvæðum þínum. Þeir eru nærri, er ofsækja mig af fláræði, þeir eru langt burtu frá lögmáli þínu. Þú ert nálægur, Drottinn, og öll boð þín eru trúfesti. Fyrir löngu hefi ég vitað um reglur þínar, að þú hefir grundvallað þær um eilífð. Sálm.119:149-152.

20,4,2013,
Ég bið að ég haldi mig á réttu leiðinni. Ég bið að ég sé á bandi alls hins góða í tilverunni.

Bæn.

19.4.2013.Ég kalla af öllu hjarta, bænheyr mig, Drottinn, ég vil halda lög þín. Ég ákalla þig, hjálpa þú mér, að ég megi varðveita reglur þínar. Ég er á ferli fyrir dögun og hrópa og bíð orða þinna. Fyrr en vakan hefst eru augu mín vökul til þess að íhuga orð þitt. Sálm.119:145-148.

19,4,2013,
Ég bið að ég missi ekki sjónar á markmiðunum fögru á leiðinni til bata. Ég bið að mér miði áfram til meiri lífsfyllingar.

Bæn.

18.4.2013.Réttlátur ert þú, Drottinn, og réttvísir dómar þínir. Þú hefir skipað fyrir reglur þínar með réttlæti og mikilli trúfesti. Ákefð mín eyðir mér, því að fjendur mínir hafa gleymt orðum þínum. Orð þitt er mjög hreint, og þjónn þinn elskar það. Ég er lítilmótlegur og fyrirlitinn, en fyrirmælum þínum hefi ég eigi gleymt. Réttlæti þitt er eilíft réttlæti og lögmál þitt trúfesti. Neyð og hörmung hafa mér að höndum borið, en boð þín eru unun mín. Reglur þínar eru réttlæti um eilífð, veit mér skyn, ég megi lifa. Sálm.119:137-144.

18,4,2013,
Ég bið að ég geti tekið vel á móti öllum sem leita hjálpar minnar. Ég bið að þeir finni að ég ber sanna umhyggju fyrir þeim.

manchester united.

17..4,2013

West Ham...2..Manchester United...2.

Enska úrvalsdeildinni í kvöld 17 apríl 2013.

Persie bjargaði stigi gegn West Ham

persie og giggs 17 4 2013West ham og man utdwest ham - united 17,,4,,2013,


Bæn.

17.4.2013.Reglur þínar eru dásamlegar, þess vegna heldur sál mín þær. Útskýring orðs þíns upplýsir, gjörir fávísa vitra. Ég opna munninn af ílöngun, því ég þrái boð þín. Snú þér til mín og ver mér náðugur, eins og ákveðið er þeim er elska nafn þitt. Gjör skref mín örugg með fyrirheiti þínu og lát ekkert ranglæti drottna yfir mér. Leys mig undan kúgun manna, að ég megi varðveita fyrirmæli þín. Lát ásjónu þína lýsa yfir þjón þinn og kenn mér lög þín. Augu mín fljóta í tárum, af því að menn varðveita eigi lögmál þitt. Sálm.119:129-136.

17,4,2013,
Ég bið að trú mín styrkist með degi hverjum. Ég bið að hið góða sem gerst hefur í lífi mínu verði því til styrktar.

Bæn.

16.4.2013.Ég hefi iðkað rétt og réttlæti, sel mig eigi í hendur kúgurum mínum. Gakk í ábyrgð fyrir þjón þinn, honum til heilla, lát eigi ofstopamennina kúga mig. Augu mín tærast af þrá eftir hjálpræði þínu og eftir þínu réttláta fyrirheiti. Far með þjón þinn eftir miskunn þinni og kenn mér lög þín. Ég er þjónn þinn, veit mér skyn, að ég megi þekkja reglur þínar. Tími er kominn fyrir Drottin að taka í taumana, þeir hafa rofið lögmál þitt. Þess vegna elska ég boð þín framar en gull og skíragull. Þess vegna held ég beina leið eftir öllum fyrirmælum þínum, ég hata sérhvern lygaveg. Sálm.119:121-128.

16,4,2013
Ég bið að ég skilji kærleika Guðs til mín, því hann er faðir okkar allra. Ég bið að á sama hátt þyki mér vænt um öll hans börn.

Bæn.

15.4.2013.Styð þú mig, að ég megi frelsast og ætíð líta til laga þinna. Þú hafnar öllum þeim, er villast frá lögum þínum, því að svik þeirra eru til einskis. Sem sora metur þú alla óguðlega á jörðu, þess vegna elska ég reglur þínar. Hold mitt nötrar af hræðslu fyrir þér, og dóma þína óttast ég. Sálm.119:117-120.

15,4,2013,
Ég bið að ég þrasi ekki eða þræti, heldur haldi mig rólega við það sem ég tel vera rétt. Ég bið að ég haldi þeirri ró sem mér gefst ef ég trúi á forsjón Guðs í heiminum.

manchester united.

Persie 14.4 2013 leikur stoke og united

Stoke...0..Manchester united...2

úrvalsdeildinni í ensku. 14.apríl 2013.

15 stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinna eftir öruggan 2 - 0 sigur á Stoke.  Manchester United er nú með 80 stig eftir 32 leiki af 38.

Carrick kom united yfir strax á 4 mínútur og Robin van Persie bætti svo við marki úr vítaspyrnu á 66 mínútur.

stoke og united 14.4.13stoke - unitedFerguson 14 3 2013

fagna marki Ferguson og Persie
Persie: Fagnaði markinu hreint ógurlega meðal annas með því að stökkva í fang stjórans Sir Alex Ferguson.
Ferguson og Robin
Robin og Ferguson
Robin van Persie að fagna marki sínu
Sir. Alex Ferguson
Vinsælastia liðið á Íslandi
Manchester United vinsælasta liðið á íslandi.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

270 dagar til jóla

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 38
  • Sl. viku: 198
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 160
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband