Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2023

Bæn dagsins

Ég leita því af öllu hjarta, lát mig eigi villast frá boðum þínum. Ég geymi orð því í hjarta mínu svo að ég syndgi ekki gegn þér. Amen. Sálm:119:10-11


bæn dagsins

Með hverju getur ungur maður haldið vegi sinum hreinum? Með þvi að gefa gaum að orði þinu.Amen. Salm:119:9


Bæn dagsins

Hróp mitt nálgist auglit þitt, Drottinn, veit mér skilning samkvæmt orði þínu. Grátbeini mín komi fyrir auglit þitt, frelsa mig eins og þú hefur heitið. Amen.

Sálm:119:169-170


Bæn dagsins

Hlýð, Guð, á bæn mína, fel þig þegar ég sárbæni þig. Hlusta og svara mér, ég er órór og kveina, skelfingu lostinn yfir hrópum óvinarins, ásókn hins óguðlega, því að þeir steypa yfir mig ógæfu og ofsækja mig grimmilega. Hjartað berst ákaft í brjósti mér, dauðans angist kemur yfir mig Amen.

Sálm:55:2-5


Bæn dagsins

Þeir sem af lifa á Síon og þeir, sem eftir verða í Jerúsalem, verða nefndir heilagir, allir sem skráðir eru til lífsins í Jerúsalem. Þegar Drottinn hefur þvegið óhreinindin af Síonardætrum með dóms- og hreinsunaranda, þá skapar Drottinn ský um daga og rjúkandi og bjartan eldsloga um nætur yfir öllu Síonarfjalli þeim sem þar safnast saman. því að yfir allri dýrðinni verður hlíf. Laufþak mun veita forsælu í hita dagsins og hæli og skjól í stormi og regni. Amen.

Jesaja 3:3-6


Bæn dagsins

Á þeim degi verður kvistur Drottins fagur og vegsamlegur og ávöxtur landsins stolt og vegsemd þeirra í Ísrael sem af komast. Amen.

Jesaja:3:2.


Bæn dagsins

Sjö konur munu þrífa í sama mann á þeim degi og segja: ,,Vér skulum sjálfar fæða oss og klæða, leyf oss aðeins að bera nafn þitt, tak smánina frá oss." Amen.

Jesaja:4:1


Bæn dagsins

Sæll er sá er afbrotin eru fyrirgefin, synd hans hulin. Sæll er sá maður sem Drottinn tilreiknar ekki misgjörð og ekki geymir svik í anda.Amen.

Sálm:32:1-2


Bæn dagsins

Drottinn, Guð vor, hversu dýrlegt er nafn þitt um alla jörðina. Þú breiðir ljóma þinn yfir himininn.Amen.

Sálm:8:2


Bæn dagsins

Bein er braut hins réttláta, þú jafnar veg hans. Vér væntum leiðsagnar dóma þinna, Drottinn, þráum heils hugar nafn þitt og lofstír. Ég þrái þig um nætur, andi minn leitar þín að morgni. Amen.

Jesaja 26:7-9


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnlaugur Halldór Halldórsson
Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Ég elska Jesús. gullidori@gmail.com

230 dagar til jóla

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 19
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 167
  • Frá upphafi: 208167

Annað

  • Innlit í dag: 16
  • Innlit sl. viku: 122
  • Gestir í dag: 14
  • IP-tölur í dag: 14

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband